Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2018 10:53 Donald Trump þegar hann lenti á flugvellinum í Zürich í Sviss í morgun. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Trump mun þar reyna að sannfæra aðra fundargesti um ágæti stefnu stjórnar hans í alþjóðaviðskiptamálum sem gengur út á að setja „Bandaríkin í fyrsta sæti“ (e. America First). Með stefnu sinni vill Trump reyna að tryggja Bandaríkjunum að gagnkvæm viðskipti þeirra við viðskiptalönd verði sanngjarnari, en Trump segir mikið halla á Bandaríkin í þeim efnum. Í frétt Reuters kemur fram að Trump hafi lent í Zürich og verið ekið til skíðabæjarins Davos þar sem hann verður næstu tvo daga ásamt mörgum af helstu leiðtogum heims á sviði stjórnmála og viðskipta. Trump mun flytja sína ræðu á morgun. Trump verður fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að sækja fundinn, sem haldinn er á ári hverju, síðan Bill Clinton mætti árið 2000. Alþjóðasinnar eru fjölmennir á fundinum og verður grannt fylgst með því hvernig Trump muni til takast að sannfæra þá um ágæti þeirrar einangrunarstefnu sem hefur einkennt nálgun hans í viðskiptamálum frá því að hann tók við embætti.Verndartollar Talsmenn stjórnar Trump hafa lagt áherslu á að stefnan, „Bandaríkin í fyrsta sæti“, jafnist ekki á við „Bandaríkin aleitt“. Bandaríkin vilji einungis jafna vöruskiptahalla landsins við önnur ríki. Fyrr í vikunni tilkynnti Trump að innfluttar þvottavélar og vörur sem tengjast sólarorku muni nú bera háa verndartolla í Bandaríkjunum. Sagði Trump að ódýrar innfluttar vörur skaði innlenda framleiðslu. Þannig verður þrjátíu prósent tollur lagður á sólarsellur en hlutfallið mun lækka niður í fimmtán prósent á fjórum árum.Will soon be heading to Davos, Switzerland, to tell the world how great America is and is doing. Our economy is now booming and with all I am doing, will only get better...Our country is finally WINNING again!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 25, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Trump mun þar reyna að sannfæra aðra fundargesti um ágæti stefnu stjórnar hans í alþjóðaviðskiptamálum sem gengur út á að setja „Bandaríkin í fyrsta sæti“ (e. America First). Með stefnu sinni vill Trump reyna að tryggja Bandaríkjunum að gagnkvæm viðskipti þeirra við viðskiptalönd verði sanngjarnari, en Trump segir mikið halla á Bandaríkin í þeim efnum. Í frétt Reuters kemur fram að Trump hafi lent í Zürich og verið ekið til skíðabæjarins Davos þar sem hann verður næstu tvo daga ásamt mörgum af helstu leiðtogum heims á sviði stjórnmála og viðskipta. Trump mun flytja sína ræðu á morgun. Trump verður fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að sækja fundinn, sem haldinn er á ári hverju, síðan Bill Clinton mætti árið 2000. Alþjóðasinnar eru fjölmennir á fundinum og verður grannt fylgst með því hvernig Trump muni til takast að sannfæra þá um ágæti þeirrar einangrunarstefnu sem hefur einkennt nálgun hans í viðskiptamálum frá því að hann tók við embætti.Verndartollar Talsmenn stjórnar Trump hafa lagt áherslu á að stefnan, „Bandaríkin í fyrsta sæti“, jafnist ekki á við „Bandaríkin aleitt“. Bandaríkin vilji einungis jafna vöruskiptahalla landsins við önnur ríki. Fyrr í vikunni tilkynnti Trump að innfluttar þvottavélar og vörur sem tengjast sólarorku muni nú bera háa verndartolla í Bandaríkjunum. Sagði Trump að ódýrar innfluttar vörur skaði innlenda framleiðslu. Þannig verður þrjátíu prósent tollur lagður á sólarsellur en hlutfallið mun lækka niður í fimmtán prósent á fjórum árum.Will soon be heading to Davos, Switzerland, to tell the world how great America is and is doing. Our economy is now booming and with all I am doing, will only get better...Our country is finally WINNING again!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 25, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12