Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2018 10:53 Donald Trump þegar hann lenti á flugvellinum í Zürich í Sviss í morgun. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Trump mun þar reyna að sannfæra aðra fundargesti um ágæti stefnu stjórnar hans í alþjóðaviðskiptamálum sem gengur út á að setja „Bandaríkin í fyrsta sæti“ (e. America First). Með stefnu sinni vill Trump reyna að tryggja Bandaríkjunum að gagnkvæm viðskipti þeirra við viðskiptalönd verði sanngjarnari, en Trump segir mikið halla á Bandaríkin í þeim efnum. Í frétt Reuters kemur fram að Trump hafi lent í Zürich og verið ekið til skíðabæjarins Davos þar sem hann verður næstu tvo daga ásamt mörgum af helstu leiðtogum heims á sviði stjórnmála og viðskipta. Trump mun flytja sína ræðu á morgun. Trump verður fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að sækja fundinn, sem haldinn er á ári hverju, síðan Bill Clinton mætti árið 2000. Alþjóðasinnar eru fjölmennir á fundinum og verður grannt fylgst með því hvernig Trump muni til takast að sannfæra þá um ágæti þeirrar einangrunarstefnu sem hefur einkennt nálgun hans í viðskiptamálum frá því að hann tók við embætti.Verndartollar Talsmenn stjórnar Trump hafa lagt áherslu á að stefnan, „Bandaríkin í fyrsta sæti“, jafnist ekki á við „Bandaríkin aleitt“. Bandaríkin vilji einungis jafna vöruskiptahalla landsins við önnur ríki. Fyrr í vikunni tilkynnti Trump að innfluttar þvottavélar og vörur sem tengjast sólarorku muni nú bera háa verndartolla í Bandaríkjunum. Sagði Trump að ódýrar innfluttar vörur skaði innlenda framleiðslu. Þannig verður þrjátíu prósent tollur lagður á sólarsellur en hlutfallið mun lækka niður í fimmtán prósent á fjórum árum.Will soon be heading to Davos, Switzerland, to tell the world how great America is and is doing. Our economy is now booming and with all I am doing, will only get better...Our country is finally WINNING again!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 25, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fleiri fréttir Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Trump mun þar reyna að sannfæra aðra fundargesti um ágæti stefnu stjórnar hans í alþjóðaviðskiptamálum sem gengur út á að setja „Bandaríkin í fyrsta sæti“ (e. America First). Með stefnu sinni vill Trump reyna að tryggja Bandaríkjunum að gagnkvæm viðskipti þeirra við viðskiptalönd verði sanngjarnari, en Trump segir mikið halla á Bandaríkin í þeim efnum. Í frétt Reuters kemur fram að Trump hafi lent í Zürich og verið ekið til skíðabæjarins Davos þar sem hann verður næstu tvo daga ásamt mörgum af helstu leiðtogum heims á sviði stjórnmála og viðskipta. Trump mun flytja sína ræðu á morgun. Trump verður fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að sækja fundinn, sem haldinn er á ári hverju, síðan Bill Clinton mætti árið 2000. Alþjóðasinnar eru fjölmennir á fundinum og verður grannt fylgst með því hvernig Trump muni til takast að sannfæra þá um ágæti þeirrar einangrunarstefnu sem hefur einkennt nálgun hans í viðskiptamálum frá því að hann tók við embætti.Verndartollar Talsmenn stjórnar Trump hafa lagt áherslu á að stefnan, „Bandaríkin í fyrsta sæti“, jafnist ekki á við „Bandaríkin aleitt“. Bandaríkin vilji einungis jafna vöruskiptahalla landsins við önnur ríki. Fyrr í vikunni tilkynnti Trump að innfluttar þvottavélar og vörur sem tengjast sólarorku muni nú bera háa verndartolla í Bandaríkjunum. Sagði Trump að ódýrar innfluttar vörur skaði innlenda framleiðslu. Þannig verður þrjátíu prósent tollur lagður á sólarsellur en hlutfallið mun lækka niður í fimmtán prósent á fjórum árum.Will soon be heading to Davos, Switzerland, to tell the world how great America is and is doing. Our economy is now booming and with all I am doing, will only get better...Our country is finally WINNING again!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 25, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fleiri fréttir Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12