Meistaradeildin og Evrópudeildin áfram á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2018 11:26 Real Madrid bar sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Vísir/Getty Fjarskipti hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa komist að samkomulagi um að Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA verði áfram sýnd á Stöð 2 Sport. Nýr samningur gildir frá keppnistímabilinu sem hefst 2018 og til loka tímabilsins 2021. Báðar keppnir hafa verið sýndar á Stöð 2 Sport og forverum hennar undanfarna áratugi. Tíu beinar útsendingar verða frá hverri umferð í Meistaradeild Evrópu auk þess sem að öllum leikjum verða gerð skil í samantektarþáttum sem og upphitunarþáttum á Stöð 2 Sport. Þá verður leikjum Evrópudeildar UEFA áfram gerð góð skil eins og áður. Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu sem var send í morgun vegna samningsins. „Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport UEFA og Fjarskipti hf./Stöð 2 Sport hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð, ásamt samantektarþáttum, sýndar á Stöð 2 Sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. „Við fögnum því að geta áfram boðið áhorfendum Stöðvar 2 sport upp á markaveislu í beinni og ítarlegar skýringar okkar bestu íþróttaskýrenda á eftir. Það var okkur mikið kappsmál að halda meistaradeildinni á Stöð 2 Sport enda viljum við bjóða áhorfendum okkar þar upp á það besta sem gerist í íþróttaheiminum. Það segir sína sögu að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Samstarf Stöð 2 Sport og UEFA hefur verið langt og farsælt og það er okkur sérstök ánægja að áframhald verði á því,“ segir Björn Víglundsson framkvæmdastjóri Miðla Fjarskipta hf. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni, áður Evrópukeppni félagsliða, í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu og Stöð 2 Sport kappkostar áfram að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Þjónusta Miðla Fjarskipta hf. við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum.“ Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Fjarskipti hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa komist að samkomulagi um að Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA verði áfram sýnd á Stöð 2 Sport. Nýr samningur gildir frá keppnistímabilinu sem hefst 2018 og til loka tímabilsins 2021. Báðar keppnir hafa verið sýndar á Stöð 2 Sport og forverum hennar undanfarna áratugi. Tíu beinar útsendingar verða frá hverri umferð í Meistaradeild Evrópu auk þess sem að öllum leikjum verða gerð skil í samantektarþáttum sem og upphitunarþáttum á Stöð 2 Sport. Þá verður leikjum Evrópudeildar UEFA áfram gerð góð skil eins og áður. Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu sem var send í morgun vegna samningsins. „Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport UEFA og Fjarskipti hf./Stöð 2 Sport hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð, ásamt samantektarþáttum, sýndar á Stöð 2 Sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. „Við fögnum því að geta áfram boðið áhorfendum Stöðvar 2 sport upp á markaveislu í beinni og ítarlegar skýringar okkar bestu íþróttaskýrenda á eftir. Það var okkur mikið kappsmál að halda meistaradeildinni á Stöð 2 Sport enda viljum við bjóða áhorfendum okkar þar upp á það besta sem gerist í íþróttaheiminum. Það segir sína sögu að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Samstarf Stöð 2 Sport og UEFA hefur verið langt og farsælt og það er okkur sérstök ánægja að áframhald verði á því,“ segir Björn Víglundsson framkvæmdastjóri Miðla Fjarskipta hf. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni, áður Evrópukeppni félagsliða, í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu og Stöð 2 Sport kappkostar áfram að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Þjónusta Miðla Fjarskipta hf. við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum.“
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti