Fulltrúi Bandaríkjanna sakar Suu Kyi um hvítþvott og siðleysi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. Þetta sagði Bandaríkjamaðurinn Bill Richardsson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, í fyrrinótt eftir að hann sagði sig úr alþjóðlegri nefnd sem Suu Kyi skipaði til að taka á Róhingjakrísunni og Richardson sat í fyrir hönd Bandaríkjanna. „Hún hefur þróað með sér valdhroka. Ég hef þekkt hana lengi og mér líkar vel við hana en nú vill hún ekki hlusta á þá sem færa henni slæmar fréttir. Ég vil ekki eiga þátt í þessum hvítþvotti,“ sagði Richardson við The New York Times á leið frá Mjanmar. Richardson tók jafnframt fram að Suu Kyi hefði „sprungið úr reiði“ þegar hann vakti máls á máli Reuters-blaðamannanna U Wa Lone og U Kyaw Soe Oo sem eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm fyrir að brjóta upplýsingalög þegar þeir reyndu að grafast fyrir um upplýsingar í Róhingjamálinu. „Andlit hennar titraði. Ef hún hefði verið nær mér hefði hún jafnvel lamið mig. Hún var trítilóð,“ sagði Richardson um friðarverðlaunahafann. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið þjóðernishreinsanirnar í Rakhine-héraði Mjanmar og farið til Bangladess. Flestir búa nú í flóttamannabúðum þar í landi en samkomulag náðist í fyrra á milli ríkjanna sem miðar að því að Róhingjarnir verði allir komnir aftur til Mjanmar innan tveggja ára. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt þetta samkomulag og efast um að flóttamönnunum verði vel tekið við heimkomuna. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. Þetta sagði Bandaríkjamaðurinn Bill Richardsson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, í fyrrinótt eftir að hann sagði sig úr alþjóðlegri nefnd sem Suu Kyi skipaði til að taka á Róhingjakrísunni og Richardson sat í fyrir hönd Bandaríkjanna. „Hún hefur þróað með sér valdhroka. Ég hef þekkt hana lengi og mér líkar vel við hana en nú vill hún ekki hlusta á þá sem færa henni slæmar fréttir. Ég vil ekki eiga þátt í þessum hvítþvotti,“ sagði Richardson við The New York Times á leið frá Mjanmar. Richardson tók jafnframt fram að Suu Kyi hefði „sprungið úr reiði“ þegar hann vakti máls á máli Reuters-blaðamannanna U Wa Lone og U Kyaw Soe Oo sem eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm fyrir að brjóta upplýsingalög þegar þeir reyndu að grafast fyrir um upplýsingar í Róhingjamálinu. „Andlit hennar titraði. Ef hún hefði verið nær mér hefði hún jafnvel lamið mig. Hún var trítilóð,“ sagði Richardson um friðarverðlaunahafann. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið þjóðernishreinsanirnar í Rakhine-héraði Mjanmar og farið til Bangladess. Flestir búa nú í flóttamannabúðum þar í landi en samkomulag náðist í fyrra á milli ríkjanna sem miðar að því að Róhingjarnir verði allir komnir aftur til Mjanmar innan tveggja ára. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt þetta samkomulag og efast um að flóttamönnunum verði vel tekið við heimkomuna.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38