Innlent

Elsti örn sem fundist hefur á Íslandi handsamaður við Miðfjarðará

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Örninn er elstur allra þeirra arna sem að fundist hafa á Íslandi.
Örninn er elstur allra þeirra arna sem að fundist hafa á Íslandi. Lögreglan á Norðurlandi vestra
Í gærdag fékk lögreglan á Norðurlandi vestra tilkynningu þess efnis að haförn hefði verið handsamaður við Miðfjarðará en örninn var eitthvað laskaður.

Örninn er elstur allra þeirra arna sem að fundist hafa á Íslandi en hann hafði verið merktur við Breiðafjörð árið 1993 og ekki sést síðan.

Þórarinn Rafnsson sem tilkynnti þetta til lögreglu hafði veitt fuglinum athygli þar sem hann átti erfitt með flug. Þórarinn fylgdi fuglinum eftir og kastaði úlpu yfir hann en lögreglumenn hittu Þórarinn á heimili hans og eftir samtöl við sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar var ákveðið að erninum yrði komið suður til skoðunar.

Erninum var færður Miðfjarðarárlax og feitt lambakjöt af vestur húnfirskum sauð og segir í tilkynningu frá lögreglu að hann hafi verið mjög sáttur við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×