Verklagi ekki fylgt er verðmæti hurfu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Verklagsreglum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um haldlagða muni var ekki fylgt og harmar embættið að verðmæti úr húsleitum tengdum Strawberries-rannsókn hafi horfið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni eftir umfjöllun Fréttablaðsins í gær. Þar var greint frá því að rannsókn héraðssaksóknara á tveimur kærum, sem eigandi Strawberries lagði fram gegn lögreglu, hefði verið hætt án niðurstöðu. Lögreglan gerði rassíu á skemmtistaðnum 25. október 2013. „Í framhaldi þeirra aðgerða voru framkvæmdar nokkrar húsleitir aðfaranótt 26. október 2013. Í einni umræddra húsleita voru haldlagðir munir sem síðan hafa ekki fundist. Um er að ræða muni sem merktir voru í munaskrá lögreglu og vísað til með eftirfarandi texta: Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Rannsókninni var hætt án niðurstöðu og ljóst að enginn þarf að svara fyrir hið dularfulla hvarf munanna. Forsvarsmenn lögreglunnar segja að þegar ljóst var að verðmætin fyndust ekki þrátt fyrir mikla leit hafi ferli málsins verið skoðað með eins nákvæmum hætti og hægt var. „Við þá skoðun, sem meðal annars fólst í samtölum við þá sem komu að húsleitinni og haldlagningu munanna, kom í ljós að ekki hafði verið fylgt nákvæmlega verklagsreglum sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu og af þeim sökum var ekki hægt að staðfesta hvað hafi orðið um munina.“ Lögreglan segir að ekkert bendi til að um þjófnað hafi verið að ræða. Þó sé ljóst að ekki sé hægt að fullyrða með hvaða hætti munirnir hurfu. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu harmar að svo hafi tekist til sem raun ber vitni og í framhaldi framangreindrar skoðunar hefur verið skerpt á því við starfsmenn að farið sé að verklagsreglum hvað varðar haldlagða muni.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Verklagsreglum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um haldlagða muni var ekki fylgt og harmar embættið að verðmæti úr húsleitum tengdum Strawberries-rannsókn hafi horfið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni eftir umfjöllun Fréttablaðsins í gær. Þar var greint frá því að rannsókn héraðssaksóknara á tveimur kærum, sem eigandi Strawberries lagði fram gegn lögreglu, hefði verið hætt án niðurstöðu. Lögreglan gerði rassíu á skemmtistaðnum 25. október 2013. „Í framhaldi þeirra aðgerða voru framkvæmdar nokkrar húsleitir aðfaranótt 26. október 2013. Í einni umræddra húsleita voru haldlagðir munir sem síðan hafa ekki fundist. Um er að ræða muni sem merktir voru í munaskrá lögreglu og vísað til með eftirfarandi texta: Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Rannsókninni var hætt án niðurstöðu og ljóst að enginn þarf að svara fyrir hið dularfulla hvarf munanna. Forsvarsmenn lögreglunnar segja að þegar ljóst var að verðmætin fyndust ekki þrátt fyrir mikla leit hafi ferli málsins verið skoðað með eins nákvæmum hætti og hægt var. „Við þá skoðun, sem meðal annars fólst í samtölum við þá sem komu að húsleitinni og haldlagningu munanna, kom í ljós að ekki hafði verið fylgt nákvæmlega verklagsreglum sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu og af þeim sökum var ekki hægt að staðfesta hvað hafi orðið um munina.“ Lögreglan segir að ekkert bendi til að um þjófnað hafi verið að ræða. Þó sé ljóst að ekki sé hægt að fullyrða með hvaða hætti munirnir hurfu. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu harmar að svo hafi tekist til sem raun ber vitni og í framhaldi framangreindrar skoðunar hefur verið skerpt á því við starfsmenn að farið sé að verklagsreglum hvað varðar haldlagða muni.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00
Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00
Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11