Starfshópur um uppbyggingu Laugardalsvallar orðinn að veruleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2018 14:27 Laugardalsvöllur. Vísir/Getty Framtíð Laugardalsvallar hefur verið mikið í umræðunni á undanförnu enda þykir varla boðlegt fyrir þjóð, sem á bæði karla- og kvennalið meðal þeirra tuttugu og tveggja bestu knattspyrnuþjóða í heiminum, eiga ekki betri þjóðarleikvang. Nú er hinsvegar kominn skriður á málið. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, undirrituðu í dag yfirlýsingu um skipun starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar. Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu ríkis og Reykjavíkurborgar um skipan starfshóps með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar sem var undirrituð í dag Knattspyrnusamband Íslands hefur haft til skoðunar um nokkurt skeið mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar sem þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu. Í kjölfar góðs árangurs karla- og kvennalandsliða í knattspyrnu hefur farið fram umræða um stöðu Laugardalsvallar í alþjóðlegu samhengi en völlurinn og mannvirki umhverfis hann standast ekki alþjóðlegar kröfur. Knattspyrnusamband Íslands hefur undanfarin misseri skoðað ýmsa möguleika til úrbóta og fyrir liggur hagkvæmniathugun þar sem sviðsmyndir vegna mögulegrar uppbyggingar eru kynntar. Ríki og Reykjavíkurborg hafa stutt verkefnið með fjárframlögum, m.a. vegna kostnaðargreiningar. Nú þegar fyrir liggur hagkvæmniathugun, rekstraráætlun, forhönnun og kostnaðarmat mannvirkja liggur fyrir að leggja mat á undirbúningsgögnin og taka ákvörðun um framhald málsins. Forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa ákveðið að skipa starfshóp í samstarfi við KSÍ sem fara skal yfir fyrirliggjandi tillögur, leggja mat á þær og gera tillögur um mögulega uppbyggingu. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ). Starfshópurinn á að meta og gera tillögur um mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar og skila tillögum sínum fyrir 1. apríl á þessu ári.Starfshópnum verður falið að gera tillögu um eftirfarandi atriði: • Hvers konar leikvangur væri hagstæðastur í Laugardal af þeim kostum sem skoðaðir hafa verið. • Fjármögnun og kostnaðarskiptingu út frá þeirri hugmynd sem verður fyrir valinu. • Eignarhald mannvirkisins. • Mögulega aðkomu ríkisins að verkefninu, m.a. í ljósi hugmynda um regluverk um þjóðarleikvanga. • Mögulega aðkomu Reykjavíkurborgar að verkefninu. • Mögulega aðkomu KSÍ að verkefninu. • Tilhögun framkvæmda og tímaáætlun.Starfshópinn skipa: Benedikt Árnason, skrifstofustjóri, forsætisráðuneyti, formaður. Anna Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur, f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis. Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri Eigna- og atvinnuþróunar, Reykjavíkurborg. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs, Reykjavíkurborg. Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, Reykjavíkurborg. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður Knattpyrnusambands Íslands. Borghildur Sigurðardóttir, stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands. Ráðgjafi starfshópsins er Pétur Marteinssonar, framkvæmdastjóri Borgarbrags. Fótbolti Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Framtíð Laugardalsvallar hefur verið mikið í umræðunni á undanförnu enda þykir varla boðlegt fyrir þjóð, sem á bæði karla- og kvennalið meðal þeirra tuttugu og tveggja bestu knattspyrnuþjóða í heiminum, eiga ekki betri þjóðarleikvang. Nú er hinsvegar kominn skriður á málið. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, undirrituðu í dag yfirlýsingu um skipun starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar. Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu ríkis og Reykjavíkurborgar um skipan starfshóps með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar sem var undirrituð í dag Knattspyrnusamband Íslands hefur haft til skoðunar um nokkurt skeið mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar sem þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu. Í kjölfar góðs árangurs karla- og kvennalandsliða í knattspyrnu hefur farið fram umræða um stöðu Laugardalsvallar í alþjóðlegu samhengi en völlurinn og mannvirki umhverfis hann standast ekki alþjóðlegar kröfur. Knattspyrnusamband Íslands hefur undanfarin misseri skoðað ýmsa möguleika til úrbóta og fyrir liggur hagkvæmniathugun þar sem sviðsmyndir vegna mögulegrar uppbyggingar eru kynntar. Ríki og Reykjavíkurborg hafa stutt verkefnið með fjárframlögum, m.a. vegna kostnaðargreiningar. Nú þegar fyrir liggur hagkvæmniathugun, rekstraráætlun, forhönnun og kostnaðarmat mannvirkja liggur fyrir að leggja mat á undirbúningsgögnin og taka ákvörðun um framhald málsins. Forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa ákveðið að skipa starfshóp í samstarfi við KSÍ sem fara skal yfir fyrirliggjandi tillögur, leggja mat á þær og gera tillögur um mögulega uppbyggingu. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ). Starfshópurinn á að meta og gera tillögur um mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar og skila tillögum sínum fyrir 1. apríl á þessu ári.Starfshópnum verður falið að gera tillögu um eftirfarandi atriði: • Hvers konar leikvangur væri hagstæðastur í Laugardal af þeim kostum sem skoðaðir hafa verið. • Fjármögnun og kostnaðarskiptingu út frá þeirri hugmynd sem verður fyrir valinu. • Eignarhald mannvirkisins. • Mögulega aðkomu ríkisins að verkefninu, m.a. í ljósi hugmynda um regluverk um þjóðarleikvanga. • Mögulega aðkomu Reykjavíkurborgar að verkefninu. • Mögulega aðkomu KSÍ að verkefninu. • Tilhögun framkvæmda og tímaáætlun.Starfshópinn skipa: Benedikt Árnason, skrifstofustjóri, forsætisráðuneyti, formaður. Anna Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur, f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis. Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri Eigna- og atvinnuþróunar, Reykjavíkurborg. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs, Reykjavíkurborg. Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, Reykjavíkurborg. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður Knattpyrnusambands Íslands. Borghildur Sigurðardóttir, stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands. Ráðgjafi starfshópsins er Pétur Marteinssonar, framkvæmdastjóri Borgarbrags.
Fótbolti Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira