Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 69-96 | Tindastóll bikarmeistari í fyrsta sinn Anton Ingi Leifsson skrifar 13. janúar 2018 16:30 Fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson lyftir bikarnum glæsilega í fyrsta skipti í sögu Tindastóls Vísir/Hanna Tindastóll er bikarmeistari í körfubolta í fyrsta skipti eftir að hafa unnið glæstan sigur á bikarmeisturum síðustu þriggja ára, KR, í Laugardalshöllinni í kvöld. Maltbikarinn er því á leið í Skagafjörðinn, en Tindastóll lagði gruninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Lokatölur 69-96. Með því að vinna Maltbikarinn var Tindastóll að vinna sinn fyrsta stóra titil í sögunni og það var mikið fjör í stúkunni í Höllinni í dag. Fjörið mun líklega halda áfram eitthvað fram á kvöld. Það eru allar líkur á því. Skagfirðingarnir byrjuðu af gífurlegum krafti. Þeir skoruðu fjórtán fyrstu stigin og voru að spila gífurlega sterkan varnarleik. Það var ekki að KR var að klikka skotum heldur komst liðið bara lítið sem ekkert að körfunni. Varnarleikur Tindastóls var mjög agressívur og öflugur. Björn Kristjánsson var eini leikmaður KR með lífsmarki í fyrri hálfleik. Hann skoraði ellefu fyrstu stig og það voru liðnar átta mínútur af leiknum þegar annar leikmaður en Björn hitti hjá KR. Þristunum rigndi hjá Stólunum og þeir hittu sex í fyrsta leikhluta og leiddu eftir hann, 28-16.Stólarnir fagna með sínu fólki.Vísir/HannaEinhverjir héldu að nú myndu KR-ingar rumska og spila betur, en allt kom fyrir ekki og Stólarnir gengu enn frekar á lagið. Þeir náðu mest 25 stiga forskoti, 56-31, í fyrri hálfleik, en þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik þá voru Stólarnir 24 stigum yfir, 57-33. Þegar litið var á stigatöfluna í hálfleik voru fimm leikmenn KR með stig, en níu leikmenn Tindastóls. Áfram hélt orkan og baráttan í leik Tindastóls í þriðja leikhluta og þeir héldu áfram að hitta. KR-ingar reyndu að keyra upp hraðann, eðllega, því þeir þurftu að saxa á muninn, en þeir hittu í raun ekki neitt. Þeir náðu þó að minnka muninn í átján stig um miðjan þriðja leikhluta og þegar sá leikhluti var allur leiddu Stólarnir, 72-53. Í fjórða leikhluta var í raun aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda. Stólarnir héldu áfram að hitta eins og enginn væri morgundagurinn á meðan KR gat varla keypt sér körfu. Vesturbæjarliðið reyndi og reyndi að keyra upp hraðann og koma Stólunum á óvart, en ekkert gakk og að endingu varð munurinn 27 stig, 96-69. Þetta er stærsti sigur í bikarúrslitum síðan 1996 og það hjá Stólunum gegn KR, en undanfarin ár hafa Stólarnir ekki ráðið feitum hesti gegn KR. Það snérist hins vegar algjörlega við í kvöld og þeir voru mikið betri á öllum sviðum vallarins. Að lokum verðskulduðu Stólarnir þennan stóra sigur og það verður líklega mikið fjör í Skagafirðinum í kvöld. Niðurlútir KR-ingar.Vísir/HannaAf hverju vann Tindastóls? Eins og áður var komið inná voru þeir einfaldlega miklu betri á öllum sviðum vallarins. Þeir spiluðu gífurlega sterkan varnarleik í fyrri hálfleik og KR komst varla að körfunni eða þeir þvinguðu þá í erfiðar sendingar. Á meðan hittu þeir mjög vel úr sínum skotum sóknarlega, boltinn fékk að ganga vel á milli manna og margir voru að leggja þessu lið. Grunnurinn var unninn í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik var það formsatriði fyrir Skagfirðinga að sigla þessu heim. KR-ingar virkuðu þungir, áhugalausir og einfaldlega slakir, svipað og í leiknum gegn Blikum á miðvikudag.Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar Björnsson var í sama ham og hann var í undanúrslitunum gegn Haukum. Þegar hann róaðist aðeins, þá tók bara hinn leikstjórnandinn, Pétur Rúnar Birgisson, við keflinu og spilaði frábærlega. Pétur Rúnar skoraði að endingu 22 stig, gaf átta stoðsendingar og með sjö stoðsendingar. Sigtryggur Arnar var með 20 stig og sjö fráköst. Þetta var algjör liðssigur hjá Stólunum, en allir leikmenn liðsins komu með mikið og gott framlag. Hjá KR var fátt um fína drætti. Björn Kristjánsson var besti maður liðsins, en hann skoraði 22 stig þar af ellefu fyrstu stigin. Næstur kom Kristófer með 13 stig og tólf fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli Í hálfleik var Tindastóll með 50% nýtingu, tíu þrista úr nítján skotum, á meðan KR hafði einungis hitt tveimur skotum fyrir utan þriggja stiga línuna af þrettán skotum sínum. Lygileg hittni Stólana. Í fyrri hálfleik var Sigtryggur Arnar með 16 stig á níu mínútum. Ágætis tölfræði það. Stólarnir enduðu á að setja niður sextán þrista (42%) á meðan KR hitti úr sex (20%). Pétur Rúnar: Krókurinn á þetta skiliðPétur Rúnar í leiknum í dag.Vísir/HannaPétur Rúnar Birgisson, maður leiksins í sigri Tindastóls á KR í bikarúrslitum í Maltbikarnum í körfubolta, „Þetta verður ekkert skemmtilegra. Bara hvernig við komum út í þennan leik,” voru fyrstu viðbrögð Péturs áður en hann beindi spjótum sínum að fólkinu sem söng og trallaði bakvið hann: „Allt þetta fólk syngjandi og standandi allan leikinn. Þetta er geggjað,” en Pétur var sammála undirrituðum að frammistaðan var í raun fullkominn frá fyrstu sekúndu. „Við töluðum um að byrja leikinn af krafti. Við gerðum það, héldum áfram frá mínútu til mínútu og vorum frábærir allan leikinn.” Tindastóll byrjaði af gífurlegum krafti og Pétur hefur varla óráð fyrir þessari byrjun, en Stólarnir komu m.a. í 19-2. „Maður býst aldrei við að vera vinna svona stórt í byrjun. Við mættum bara tilbúnir og sýndum okkar leik.” Þessi sigur er ekki bara risastór fyrir Tindastól heldur fyrir allt bæjarfélagið. Pétur tók undir það. „Sérðu þessa áhorfendur? Krókurinn á þetta svo skilið,” sagði Pétur að lokum. Israel: Auðvitað verður partý í kvöldIsrael Martin.Vísir/HannaIsrael Martin, þjálfari Tindastóls, var hrikalega ánægður með sína drengi í bikarúrslitaleiknum gegn KR í dag. „Við fengum tilfinningu að við ættum möguleika í þessu móti. Ekki bara í dag heldur í öllu mótinu,” sagði Israel í samtali við Vísi í leikslok. „Allir voru klárir. Við þurftum að berjast og spila eftir okkar reglum í varnarleiknum. Við breyttum aðeins ryðma leiksins og leikmennirnir settu allt sitt í þetta.” Byrjun Tindastóls var í raun lyginni líkast. Þeir grýttu hverjum þristinum niður á meðan KR gekk illa að finna sér leið að körfunni. Hann segir byrjunina hafa verið góða og mögulega betri en hann þorði að vona. „Þetta var ekki betra en fýlingin sem ég hafði fyrir leiknum. Við töluðum um að það að við þyrftum að setja allan kraft okkar í leikinn og allir voru klárir.” „Það skipti ekki máli hver var inni á vellinum. Leikmennirnir gáfu allt sitt og það skildi á milli liðanna.” Israel gerir sér grein fyrir því að þetta þýðir rosalega mikið fyrir bæjarfélag eins og Sauðárkrókur er. „Sérðu þessa gaura? Þessir stuðningsmenn frá eins litlum bæ eins og Sauðárkrókur er. Þeir áttu þetta svo skilið. Þetta er ekki hægt án þeirra.” Martin vill ekki hugsa of mikið um Íslandsmeistaratitilinn strax að minnsta kosti. Hann ætlar að leyfa sér að fagna þessum og fara svo að hugsa um þann stóra. „Núna ætlum við að njóta eins mikið og hægt er og síðan sjáum við hvað gerist. Mig langar ekki að hugsa of langt fram í tímann. Það eina sem ég vill segja er að þetta er minn annar stóri bikar, hinn í Danmörku, og ég mun njóta.” Svo það verður partý á Sauðárkróki í kvöld? „Auðvitað!” sagði Israel léttur að lokum.Finnur Freyr Stefánsson.Vísir/HannaFinnur: Vorum nokkrum númerum of lélegir „Ég vil byrja á því að Tindastól til hamingju. Sauðárkróki, starfsliðinu, leikmönnum, aðstondendum og öllum til hamingju með þennan sigur,” sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi. „Það var kominn tími á þetta góða starf fyrir norðan uppskar eitthvað. Við vorum mörgum númerum of lélegir og þeim óx ásmegin. Við höfðum engin svör.” Byrjun KR var skelfileg í leiknum og þeir lentu meðal annars 19-2 undir. Finnur hafði áhyggjur eftir leikinn geng Blikum á miðvikudag og þær áhyggjur virtust réttmætar. „Auðvitað hafði maður áhyggjur, en þeir byrja vel á meðan við erum í vandræðum með að skapa okkur stig. Þeir eru agressívir og gáfu okkur ekkert pláss.” „Við höfðum engin svör og þar er minn þáttur í þessu. Þeir voru bara miklu betri í leiknum,” en þrátt fyrir að frammistaða KR hafi ekki verið góð var hittni Stólana á köflum lygileg. „Þetta helst oft í hendur. Þegar það er kraftur í varnarleiknum þá kemur sjálfstraust. Þegar þú ert með svona forystu þá er auðveldara að taka skot.” „Arnar fer vel af stað og þriggja stiga körfur frá Hannesi og Viðari. Axel var líka öflugur og það komu allir inn og setja stig á töfluna og ná fráköstum. Heildarframmistaða þeirra var frábær.” KR skipti um Kana fyrir leikinn og nýji Kaninn þeirra náði sér alls ekki á strik. Finnur segir að Jalen Jenkins hafi aldrei verið að fara spila þennan leik. „Jalen var aldrei að fara spila leikinn. Staðan var þannig. Það var spurning hvort að við værum með leikmann eða ekki. Það er erfið staða fyrir hann að koma inn í þennan leik á móti Stólunum. Ég tek ábyrgð á því, en þau skipti ein og sér töpuðu ekki þessum leik.” Íslenski körfuboltinn
Tindastóll er bikarmeistari í körfubolta í fyrsta skipti eftir að hafa unnið glæstan sigur á bikarmeisturum síðustu þriggja ára, KR, í Laugardalshöllinni í kvöld. Maltbikarinn er því á leið í Skagafjörðinn, en Tindastóll lagði gruninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Lokatölur 69-96. Með því að vinna Maltbikarinn var Tindastóll að vinna sinn fyrsta stóra titil í sögunni og það var mikið fjör í stúkunni í Höllinni í dag. Fjörið mun líklega halda áfram eitthvað fram á kvöld. Það eru allar líkur á því. Skagfirðingarnir byrjuðu af gífurlegum krafti. Þeir skoruðu fjórtán fyrstu stigin og voru að spila gífurlega sterkan varnarleik. Það var ekki að KR var að klikka skotum heldur komst liðið bara lítið sem ekkert að körfunni. Varnarleikur Tindastóls var mjög agressívur og öflugur. Björn Kristjánsson var eini leikmaður KR með lífsmarki í fyrri hálfleik. Hann skoraði ellefu fyrstu stig og það voru liðnar átta mínútur af leiknum þegar annar leikmaður en Björn hitti hjá KR. Þristunum rigndi hjá Stólunum og þeir hittu sex í fyrsta leikhluta og leiddu eftir hann, 28-16.Stólarnir fagna með sínu fólki.Vísir/HannaEinhverjir héldu að nú myndu KR-ingar rumska og spila betur, en allt kom fyrir ekki og Stólarnir gengu enn frekar á lagið. Þeir náðu mest 25 stiga forskoti, 56-31, í fyrri hálfleik, en þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik þá voru Stólarnir 24 stigum yfir, 57-33. Þegar litið var á stigatöfluna í hálfleik voru fimm leikmenn KR með stig, en níu leikmenn Tindastóls. Áfram hélt orkan og baráttan í leik Tindastóls í þriðja leikhluta og þeir héldu áfram að hitta. KR-ingar reyndu að keyra upp hraðann, eðllega, því þeir þurftu að saxa á muninn, en þeir hittu í raun ekki neitt. Þeir náðu þó að minnka muninn í átján stig um miðjan þriðja leikhluta og þegar sá leikhluti var allur leiddu Stólarnir, 72-53. Í fjórða leikhluta var í raun aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda. Stólarnir héldu áfram að hitta eins og enginn væri morgundagurinn á meðan KR gat varla keypt sér körfu. Vesturbæjarliðið reyndi og reyndi að keyra upp hraðann og koma Stólunum á óvart, en ekkert gakk og að endingu varð munurinn 27 stig, 96-69. Þetta er stærsti sigur í bikarúrslitum síðan 1996 og það hjá Stólunum gegn KR, en undanfarin ár hafa Stólarnir ekki ráðið feitum hesti gegn KR. Það snérist hins vegar algjörlega við í kvöld og þeir voru mikið betri á öllum sviðum vallarins. Að lokum verðskulduðu Stólarnir þennan stóra sigur og það verður líklega mikið fjör í Skagafirðinum í kvöld. Niðurlútir KR-ingar.Vísir/HannaAf hverju vann Tindastóls? Eins og áður var komið inná voru þeir einfaldlega miklu betri á öllum sviðum vallarins. Þeir spiluðu gífurlega sterkan varnarleik í fyrri hálfleik og KR komst varla að körfunni eða þeir þvinguðu þá í erfiðar sendingar. Á meðan hittu þeir mjög vel úr sínum skotum sóknarlega, boltinn fékk að ganga vel á milli manna og margir voru að leggja þessu lið. Grunnurinn var unninn í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik var það formsatriði fyrir Skagfirðinga að sigla þessu heim. KR-ingar virkuðu þungir, áhugalausir og einfaldlega slakir, svipað og í leiknum gegn Blikum á miðvikudag.Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar Björnsson var í sama ham og hann var í undanúrslitunum gegn Haukum. Þegar hann róaðist aðeins, þá tók bara hinn leikstjórnandinn, Pétur Rúnar Birgisson, við keflinu og spilaði frábærlega. Pétur Rúnar skoraði að endingu 22 stig, gaf átta stoðsendingar og með sjö stoðsendingar. Sigtryggur Arnar var með 20 stig og sjö fráköst. Þetta var algjör liðssigur hjá Stólunum, en allir leikmenn liðsins komu með mikið og gott framlag. Hjá KR var fátt um fína drætti. Björn Kristjánsson var besti maður liðsins, en hann skoraði 22 stig þar af ellefu fyrstu stigin. Næstur kom Kristófer með 13 stig og tólf fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli Í hálfleik var Tindastóll með 50% nýtingu, tíu þrista úr nítján skotum, á meðan KR hafði einungis hitt tveimur skotum fyrir utan þriggja stiga línuna af þrettán skotum sínum. Lygileg hittni Stólana. Í fyrri hálfleik var Sigtryggur Arnar með 16 stig á níu mínútum. Ágætis tölfræði það. Stólarnir enduðu á að setja niður sextán þrista (42%) á meðan KR hitti úr sex (20%). Pétur Rúnar: Krókurinn á þetta skiliðPétur Rúnar í leiknum í dag.Vísir/HannaPétur Rúnar Birgisson, maður leiksins í sigri Tindastóls á KR í bikarúrslitum í Maltbikarnum í körfubolta, „Þetta verður ekkert skemmtilegra. Bara hvernig við komum út í þennan leik,” voru fyrstu viðbrögð Péturs áður en hann beindi spjótum sínum að fólkinu sem söng og trallaði bakvið hann: „Allt þetta fólk syngjandi og standandi allan leikinn. Þetta er geggjað,” en Pétur var sammála undirrituðum að frammistaðan var í raun fullkominn frá fyrstu sekúndu. „Við töluðum um að byrja leikinn af krafti. Við gerðum það, héldum áfram frá mínútu til mínútu og vorum frábærir allan leikinn.” Tindastóll byrjaði af gífurlegum krafti og Pétur hefur varla óráð fyrir þessari byrjun, en Stólarnir komu m.a. í 19-2. „Maður býst aldrei við að vera vinna svona stórt í byrjun. Við mættum bara tilbúnir og sýndum okkar leik.” Þessi sigur er ekki bara risastór fyrir Tindastól heldur fyrir allt bæjarfélagið. Pétur tók undir það. „Sérðu þessa áhorfendur? Krókurinn á þetta svo skilið,” sagði Pétur að lokum. Israel: Auðvitað verður partý í kvöldIsrael Martin.Vísir/HannaIsrael Martin, þjálfari Tindastóls, var hrikalega ánægður með sína drengi í bikarúrslitaleiknum gegn KR í dag. „Við fengum tilfinningu að við ættum möguleika í þessu móti. Ekki bara í dag heldur í öllu mótinu,” sagði Israel í samtali við Vísi í leikslok. „Allir voru klárir. Við þurftum að berjast og spila eftir okkar reglum í varnarleiknum. Við breyttum aðeins ryðma leiksins og leikmennirnir settu allt sitt í þetta.” Byrjun Tindastóls var í raun lyginni líkast. Þeir grýttu hverjum þristinum niður á meðan KR gekk illa að finna sér leið að körfunni. Hann segir byrjunina hafa verið góða og mögulega betri en hann þorði að vona. „Þetta var ekki betra en fýlingin sem ég hafði fyrir leiknum. Við töluðum um að það að við þyrftum að setja allan kraft okkar í leikinn og allir voru klárir.” „Það skipti ekki máli hver var inni á vellinum. Leikmennirnir gáfu allt sitt og það skildi á milli liðanna.” Israel gerir sér grein fyrir því að þetta þýðir rosalega mikið fyrir bæjarfélag eins og Sauðárkrókur er. „Sérðu þessa gaura? Þessir stuðningsmenn frá eins litlum bæ eins og Sauðárkrókur er. Þeir áttu þetta svo skilið. Þetta er ekki hægt án þeirra.” Martin vill ekki hugsa of mikið um Íslandsmeistaratitilinn strax að minnsta kosti. Hann ætlar að leyfa sér að fagna þessum og fara svo að hugsa um þann stóra. „Núna ætlum við að njóta eins mikið og hægt er og síðan sjáum við hvað gerist. Mig langar ekki að hugsa of langt fram í tímann. Það eina sem ég vill segja er að þetta er minn annar stóri bikar, hinn í Danmörku, og ég mun njóta.” Svo það verður partý á Sauðárkróki í kvöld? „Auðvitað!” sagði Israel léttur að lokum.Finnur Freyr Stefánsson.Vísir/HannaFinnur: Vorum nokkrum númerum of lélegir „Ég vil byrja á því að Tindastól til hamingju. Sauðárkróki, starfsliðinu, leikmönnum, aðstondendum og öllum til hamingju með þennan sigur,” sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi. „Það var kominn tími á þetta góða starf fyrir norðan uppskar eitthvað. Við vorum mörgum númerum of lélegir og þeim óx ásmegin. Við höfðum engin svör.” Byrjun KR var skelfileg í leiknum og þeir lentu meðal annars 19-2 undir. Finnur hafði áhyggjur eftir leikinn geng Blikum á miðvikudag og þær áhyggjur virtust réttmætar. „Auðvitað hafði maður áhyggjur, en þeir byrja vel á meðan við erum í vandræðum með að skapa okkur stig. Þeir eru agressívir og gáfu okkur ekkert pláss.” „Við höfðum engin svör og þar er minn þáttur í þessu. Þeir voru bara miklu betri í leiknum,” en þrátt fyrir að frammistaða KR hafi ekki verið góð var hittni Stólana á köflum lygileg. „Þetta helst oft í hendur. Þegar það er kraftur í varnarleiknum þá kemur sjálfstraust. Þegar þú ert með svona forystu þá er auðveldara að taka skot.” „Arnar fer vel af stað og þriggja stiga körfur frá Hannesi og Viðari. Axel var líka öflugur og það komu allir inn og setja stig á töfluna og ná fráköstum. Heildarframmistaða þeirra var frábær.” KR skipti um Kana fyrir leikinn og nýji Kaninn þeirra náði sér alls ekki á strik. Finnur segir að Jalen Jenkins hafi aldrei verið að fara spila þennan leik. „Jalen var aldrei að fara spila leikinn. Staðan var þannig. Það var spurning hvort að við værum með leikmann eða ekki. Það er erfið staða fyrir hann að koma inn í þennan leik á móti Stólunum. Ég tek ábyrgð á því, en þau skipti ein og sér töpuðu ekki þessum leik.”
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti