Erlent

Ná samkomulagi um að Rohingjar snúi aftur innan tveggja ára

Atli Ísleifsson skrifar
Samkomulagið nær ekki til Rohingja sem flúðu til Bangladess fyrir október 2016.
Samkomulagið nær ekki til Rohingja sem flúðu til Bangladess fyrir október 2016. Vísir/AFP

Stjórnvöld í Mjanmar og Bangladesh hafa náð samkomulagi um að Rohingjar á flótta snúi aftur til heimkynna sinna í Mjanmar innan tveggja ára.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bangladess kemur ekki fram hvenær ferlið að koma Rohingjum aftur til Mjanmar muni hefjast. Samkomulagið nær til hundruð þúsunda úr múslimska minnihlutahópnum, en alls hafa rúmlega 600 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess frá því ofbeldi braust út í Rakhine-héraði í Mjanmar í ágúst.

Sameinuðu þjóðirnar segja málið „skólabókardæmi um þjóðernishreinsanir“.

Líta ekki á Rohingja sem einn af þjóðflokkum Mjanmar

Margir Rohingjar óttast að snúa aftur til Mjanmar og að verða fyrir áframhaldandi ofbeldi af hálfu hersins í landinu. Ríkisstjórn Mjanmar hafur hafnað því að þjóðflokkurinn kallist Róhingjar og kallar þá þess í stað Bengala. Þarlend stjórnvöld líta svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur frá Bangladess og ekki beri að líta á þá sem einn af þjóðflokkum Mjanmar. Er Róhingjum til að mynda neitað um ríkisborgararétt, burtséð frá því hvort þeir fæðist í Mjanmar eða ekki.

Samkomulagið nær ekki til Rohingja sem flúðu til Bangladess fyrir október 2016.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×