Vegagerðin vaktar hættulegustu staði vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2018 13:05 Talsmaður Vegagerðarinnar segir meginmarkmið hennar að auka umferðaröryggi. Síðasta ár var eitt það versta í umferðinni á síðasta áratug en sextán manns létust í bílslysum og tæplega tvö hundruð manns slösuðust alvarlega. Sérfræðingur í umferðarmálum segir fjármagni ekki beint til úrbóta á hættulegustu vegaköflum landsins. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að einungis árið 2016 er verra hvað slys og dauðsföll í umferðinni varðar en árið í fyrra. En í fyrra slösuðust 184 alvarlega í umferðinni og sextán létust. Þessi tvö ár eru þau verstu á undanförnum tíu árum, en í fyrra létust fjórðungi fleiri í umferðinni en að meðaltali á síðasta áratug. Ólafur Guðmundsson tæknistjóri hjá EuroRap, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu segir í Fréttablaðinu að það sé sorglegt að fjármagni sem veitt sé til samgangna á Íslandi, sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. En það sé vegakaflar upp á samtals um 550 kílómetra. Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar segir Vegagerðina horfa sérstaklega til þeirra kafla í vegakerfinu þar sem mest er um slys, þá sérstaklega á umferðarmestu vegunum inn og út úr Reykjavík þótt það það hafi gengið hægar en margir vildu. „Er ég þá að vitna til tvöföldunar á Reykjanesbraut sem er auðvitað á dagskrá þótt við vitum ekki hvenær að því kemur. Tvöföldun á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss og Kjalarnesið er til umræðu. En þetta gengur auðvitað mun hægar en menn gjarnan vildu,“ segir Magnús Valur. Vandinn sé meðal annars sá að samþykktar vegaáætlanir og fjárveitingar fari ekki alltaf saman. Þessi stóru verkefni séu öll í áætlunum Alþingis til 2026 en fjármagnið ráði för. Í drögum að vegaáætlun til 2021 sem lögð verði fyrir Alþingi í vor sé gert ráð fyrir framlögum til sumra þessara verkefna. Tuttugu og níu alvarleg umferðarslys hafa orðið á samanlagðri Hringbraut og Miklubraut á undanförnum tíu árum. Magnús Valur segir ekki reiknað með miklu fjármagni í þessa stofnbraut í gegnum borgina, þar sem borgin hafi lagt meiri áherslu á almenningssamgöngur, hjólreiðastíga og svo framvegis í gegnum vegaáætlanir. Því hafi verið lítið um framkvæmdir að hálfu Vegagerðarinnar í Reykjavík. „Sérstaklega þá kannski mislæg gatnamót. Fleiri mislæg gatnamót myndu vitanlega auka umferðaröryggi töluvert mikið,“ segir Magnús Valur. Ef ráðast ætti í öll stóru verkefnin í vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring myndu þau kosta tugi milljarða króna. Vegagerðin fylgist mjög vel með hvar slysin verða og hvar hættulegir staðir séu í vegakerfinu. Þá séu sérstakar fjárveitingar til minni öryggisaðgerða sem fólk verði kannski ekki vart við. „Það eru nokkur hundruð milljónir á ári þar sem við reynum að lagfæra slysastaði eins og kostur er. Þannig að umferðaröryggi er í forgrunni hjá Vegagerðinni. Eitt af meginmarkmiðunum hjá okkur er að bæta umferðaröryggi. Það er nú bara þannig,“ segir Magnús Valur Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Talsmaður Vegagerðarinnar segir meginmarkmið hennar að auka umferðaröryggi. Síðasta ár var eitt það versta í umferðinni á síðasta áratug en sextán manns létust í bílslysum og tæplega tvö hundruð manns slösuðust alvarlega. Sérfræðingur í umferðarmálum segir fjármagni ekki beint til úrbóta á hættulegustu vegaköflum landsins. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að einungis árið 2016 er verra hvað slys og dauðsföll í umferðinni varðar en árið í fyrra. En í fyrra slösuðust 184 alvarlega í umferðinni og sextán létust. Þessi tvö ár eru þau verstu á undanförnum tíu árum, en í fyrra létust fjórðungi fleiri í umferðinni en að meðaltali á síðasta áratug. Ólafur Guðmundsson tæknistjóri hjá EuroRap, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu segir í Fréttablaðinu að það sé sorglegt að fjármagni sem veitt sé til samgangna á Íslandi, sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. En það sé vegakaflar upp á samtals um 550 kílómetra. Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar segir Vegagerðina horfa sérstaklega til þeirra kafla í vegakerfinu þar sem mest er um slys, þá sérstaklega á umferðarmestu vegunum inn og út úr Reykjavík þótt það það hafi gengið hægar en margir vildu. „Er ég þá að vitna til tvöföldunar á Reykjanesbraut sem er auðvitað á dagskrá þótt við vitum ekki hvenær að því kemur. Tvöföldun á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss og Kjalarnesið er til umræðu. En þetta gengur auðvitað mun hægar en menn gjarnan vildu,“ segir Magnús Valur. Vandinn sé meðal annars sá að samþykktar vegaáætlanir og fjárveitingar fari ekki alltaf saman. Þessi stóru verkefni séu öll í áætlunum Alþingis til 2026 en fjármagnið ráði för. Í drögum að vegaáætlun til 2021 sem lögð verði fyrir Alþingi í vor sé gert ráð fyrir framlögum til sumra þessara verkefna. Tuttugu og níu alvarleg umferðarslys hafa orðið á samanlagðri Hringbraut og Miklubraut á undanförnum tíu árum. Magnús Valur segir ekki reiknað með miklu fjármagni í þessa stofnbraut í gegnum borgina, þar sem borgin hafi lagt meiri áherslu á almenningssamgöngur, hjólreiðastíga og svo framvegis í gegnum vegaáætlanir. Því hafi verið lítið um framkvæmdir að hálfu Vegagerðarinnar í Reykjavík. „Sérstaklega þá kannski mislæg gatnamót. Fleiri mislæg gatnamót myndu vitanlega auka umferðaröryggi töluvert mikið,“ segir Magnús Valur. Ef ráðast ætti í öll stóru verkefnin í vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring myndu þau kosta tugi milljarða króna. Vegagerðin fylgist mjög vel með hvar slysin verða og hvar hættulegir staðir séu í vegakerfinu. Þá séu sérstakar fjárveitingar til minni öryggisaðgerða sem fólk verði kannski ekki vart við. „Það eru nokkur hundruð milljónir á ári þar sem við reynum að lagfæra slysastaði eins og kostur er. Þannig að umferðaröryggi er í forgrunni hjá Vegagerðinni. Eitt af meginmarkmiðunum hjá okkur er að bæta umferðaröryggi. Það er nú bara þannig,“ segir Magnús Valur Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira