Handbolti

Björgvin Páll næstbesti vítamarkvörður riðlakeppni EM 2018

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/EPA
Markvarsla íslenska handboltalandsliðsins var kannski ekki merkileg í seinni hálfleik leikjanna á EM í Króatíu en íslenskur markvörður er engu að síður meðal efstu manna á lista eftir riðlakeppnina.

Aðalmarkvörður íslenska landsliðsins er nefnilega mjög ofarlega á blaði þegar kemur að því að verja vítaköst.

Björgvin Páll Gústavsson endaði í öðru sæti á listanum yfir bestu vítamarkvörsluna í riðlakeppni EM sem lauk í gær.

Björgvin Páll varði 3 af 6 vítum sem hann reyndi við í Evrópumótinu sem gerir 50 prósent markvörslu í vítum sem er frábær tölfræði.

Björgvin Páll varði þrjú af fyrstu fjórum vítaköstunum sem hann reyndi við í mótinu.

Það er aðeins franski markvörðurinn Vincent Gerard sem gerði betur en Björgvin Páll en Gerard varði 4 af 7 vítum sem hann reyndi við.

Í þriðja sæti og á eftir Björgvini Páli er síðan danski markvörðurinn Niklas Landin sem varði 2 af 5 vítum sem hann reyndi við en það gerir 40 prósent markvörslu í vítum.

Besta hlutfallsmarkvarslan í vítaköstum í riðlakeppni EM 2018:  (Sjá alla tölfræðina hér)

1. Vincent Gerard, Frakklandi  57 prósent (4 af 6)

2. Björgvin Páll Gústavsson, Íslandi  50 prósent (3 af 6)

3. Niklas Landin, Danmörku  40 prósent (2 af 5)

4. Thomas Bauer, Austurríki  38 prósent (3 af 8)

4. Urban Lesjak, Slóveníu  38 prósent (3 af 8)

6. Nikola Mitrevski, Makedóníu  33 prósent (1 af 3)

6. Andreas Wolf, Þýskalandi 33 prósent (2 af 6)

8. Martin Galia, Tékklandi  29 prósent (2 af 7)

9. Espen Christensen, Noregi 25 prósent (1 af 4)

9. Jannick Green, Danmörku 25 prósent (1 af 4)

9. Silvio Heinevetter, Þýskalandi  25 prósent (1 af 4)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×