Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 09:30 McKayla Maroney á frægri mynd með Obama. Vísir/Getty McKayla Maroney er ein af meira en hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. McKayla Maroney er í hópi þeirra frægustu enda átti hún frábæran feril í fimleikunum og vann meðal annars Ólympíugull í London 2012. Þá var hún sextán ára en hún hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Larry Nassar hafi byrjað að misnota hana þegar hún var þrettán ára gömul. McKayla Maroney sagði fyrst frá Nassar í október en hann misnotaði hana meira að segja á Ólympíuleikunum í London þar sem hún vann gull í liðakeppni. Hann hætti ekki fyrr en hún hætti í fimleikum árð 2013. Larry Nassar hefur játað að hafa brotið á sjö ólögráða stúlkum í Michigan en það er aðeins byrjunin því það er með ólíkindum að hann hafi komist upp með brot sín í svo langan tíma. Fórnarlömb Nassar fá tækifæri til að standa fyrir framan hann í réttinum eða að láta lesa fyrir sig yfirlýsingu. McKayla Maroney setti saman yfirlýsingu sem var lesin í réttinum og fyrir framan Larry Nassar í gær. „Ég hafði flogið allan daginn og alla nóttina með liðinu á leið til Tókýo,“ sagði McKayla Maroney í yfirlýsingu sinni en hún var þá að lýsa ferð sinni á alþjóðlegt fimleikamót í Japan og hvað gerðist þar. „Hann var búinn að gefa mér svefntöflu fyrir flugið og það næsta sem ég vissi var að ég var stödd ein með honum í hótelherberginu hans að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ skrifaði Maroney.Aly Raisman, Gabby Douglas, McKayla Maroney, Kyla Ross og Jordyn Wieber unnu saman Ólympíugullið í liðakeppni á OL 2012.Vísir/Getty„Af því að foreldrar fengu ekki að koma í æfingabúðir landsliðsins þá gátu mamma og pabbi ekki séð hvað Nassar var að gera. Með þessu hefur hann búið til óverðskuldaða sektarkennd hjá elsku fjölskyldu minni,“ skrifaði Maroney og bætti við: „Larry Nassar á skilið að vera í fangelsi það sem eftir lifir ævi sinnar. Ekki bara vegna þess sem hann gerði mér, liðfélögum mínum og svo mörgum öðrum ungum stelpum heldur til þess að koma í veg fyrir að hann misnoti fleiri börn. Ég hvet ykkur til að gefa honum hámarksrefsingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Maroney. Það má lesa meira um þetta í umfjöllun Washington Post. Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Sjá meira
McKayla Maroney er ein af meira en hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. McKayla Maroney er í hópi þeirra frægustu enda átti hún frábæran feril í fimleikunum og vann meðal annars Ólympíugull í London 2012. Þá var hún sextán ára en hún hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Larry Nassar hafi byrjað að misnota hana þegar hún var þrettán ára gömul. McKayla Maroney sagði fyrst frá Nassar í október en hann misnotaði hana meira að segja á Ólympíuleikunum í London þar sem hún vann gull í liðakeppni. Hann hætti ekki fyrr en hún hætti í fimleikum árð 2013. Larry Nassar hefur játað að hafa brotið á sjö ólögráða stúlkum í Michigan en það er aðeins byrjunin því það er með ólíkindum að hann hafi komist upp með brot sín í svo langan tíma. Fórnarlömb Nassar fá tækifæri til að standa fyrir framan hann í réttinum eða að láta lesa fyrir sig yfirlýsingu. McKayla Maroney setti saman yfirlýsingu sem var lesin í réttinum og fyrir framan Larry Nassar í gær. „Ég hafði flogið allan daginn og alla nóttina með liðinu á leið til Tókýo,“ sagði McKayla Maroney í yfirlýsingu sinni en hún var þá að lýsa ferð sinni á alþjóðlegt fimleikamót í Japan og hvað gerðist þar. „Hann var búinn að gefa mér svefntöflu fyrir flugið og það næsta sem ég vissi var að ég var stödd ein með honum í hótelherberginu hans að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ skrifaði Maroney.Aly Raisman, Gabby Douglas, McKayla Maroney, Kyla Ross og Jordyn Wieber unnu saman Ólympíugullið í liðakeppni á OL 2012.Vísir/Getty„Af því að foreldrar fengu ekki að koma í æfingabúðir landsliðsins þá gátu mamma og pabbi ekki séð hvað Nassar var að gera. Með þessu hefur hann búið til óverðskuldaða sektarkennd hjá elsku fjölskyldu minni,“ skrifaði Maroney og bætti við: „Larry Nassar á skilið að vera í fangelsi það sem eftir lifir ævi sinnar. Ekki bara vegna þess sem hann gerði mér, liðfélögum mínum og svo mörgum öðrum ungum stelpum heldur til þess að koma í veg fyrir að hann misnoti fleiri börn. Ég hvet ykkur til að gefa honum hámarksrefsingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Maroney. Það má lesa meira um þetta í umfjöllun Washington Post.
Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Sjá meira