„Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2018 20:21 Veðurstofan varar við stormi á Suður og Suðausturlandi. Skjáskot/Veðurstofa „Það streymir hér inn fólk,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Þjóðvegur 1 frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal hefur verið lokaður frá því í dag vegna veðurhams. Fjöldi ferðalanga er fastur á svæðinu og öll gistiúrræði full. Rauði krossinn er með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum en ljóst er að mun fleiri verða í fjöldahjálparstöðinni í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru rúmlega 100 manns nú þegar í hjálparmiðstöðinni og eitthvað af fólki á leiðinni. „Við getum afskaplega lítið boðið fólki annað en húsaskjól en það er hægt að koma mörgum inn í íþróttasal,“ segir Ragnheiður. Fjöldahjálparstöðin átti að opna klukkan 19:30 í kvöld en klukkan 19:20 voru 20 fyrstu einstaklingarnir mættir á staðinn. „Það er stanslaus straumur af fólki hér inn. Fólk er ánægt með húsaskjólið því það er brjálað veður úti.“Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s Ragnheiður segir að vel gangi að koma fólkinu inn en erfitt sé að átta sig á því á þessum tímapunkti hversu margir muni koma í hjálparmiðstöðina í kvöld. Hún á von á því að fjöldinn gæti verið í kringum 150 manns. Samkvæmt Vegagerðinni blæs talsvert syðst á landinu og í Öræfum, austan og norðaustan 18-25 m/s og slydda eða snjókoma í Öræfum og þar fyrir vestan að Eyjafjöllum. Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s, einkum í Öræfum. Hvessir undir Eyjafjöllum eftir hádegi með slyddu eða snjókomu. Austan 18-25 m/s þar síðdegis og fram á kvöld. Veðurstofan varar við stormi og hefur sett á svokallaða gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Blæs mikið á svæðinu núna. Austan og norðaustan 20-25 m/s sunnan Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, vindhviður gætu farið yfir 35 m/s. Veðurfræðingur segir svæðið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Mögulega er einnig snjókoma með köflum, til dæmis á veginum um Reynisfjall og þá erfið akstursskilyrði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er áætlað að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Allt hefur gengið vel í hjálparmiðstöðinni og væsir ekki um neinn í vistinni. „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól,“ segir Ragnheiður. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Það streymir hér inn fólk,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Þjóðvegur 1 frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal hefur verið lokaður frá því í dag vegna veðurhams. Fjöldi ferðalanga er fastur á svæðinu og öll gistiúrræði full. Rauði krossinn er með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum en ljóst er að mun fleiri verða í fjöldahjálparstöðinni í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru rúmlega 100 manns nú þegar í hjálparmiðstöðinni og eitthvað af fólki á leiðinni. „Við getum afskaplega lítið boðið fólki annað en húsaskjól en það er hægt að koma mörgum inn í íþróttasal,“ segir Ragnheiður. Fjöldahjálparstöðin átti að opna klukkan 19:30 í kvöld en klukkan 19:20 voru 20 fyrstu einstaklingarnir mættir á staðinn. „Það er stanslaus straumur af fólki hér inn. Fólk er ánægt með húsaskjólið því það er brjálað veður úti.“Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s Ragnheiður segir að vel gangi að koma fólkinu inn en erfitt sé að átta sig á því á þessum tímapunkti hversu margir muni koma í hjálparmiðstöðina í kvöld. Hún á von á því að fjöldinn gæti verið í kringum 150 manns. Samkvæmt Vegagerðinni blæs talsvert syðst á landinu og í Öræfum, austan og norðaustan 18-25 m/s og slydda eða snjókoma í Öræfum og þar fyrir vestan að Eyjafjöllum. Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s, einkum í Öræfum. Hvessir undir Eyjafjöllum eftir hádegi með slyddu eða snjókomu. Austan 18-25 m/s þar síðdegis og fram á kvöld. Veðurstofan varar við stormi og hefur sett á svokallaða gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Blæs mikið á svæðinu núna. Austan og norðaustan 20-25 m/s sunnan Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, vindhviður gætu farið yfir 35 m/s. Veðurfræðingur segir svæðið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Mögulega er einnig snjókoma með köflum, til dæmis á veginum um Reynisfjall og þá erfið akstursskilyrði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er áætlað að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Allt hefur gengið vel í hjálparmiðstöðinni og væsir ekki um neinn í vistinni. „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól,“ segir Ragnheiður.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36
Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18