Handbolti

Veikindi og meiðsli hjá sænska landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jeppsson í leik á HM á síðasta ári.
Jeppsson í leik á HM á síðasta ári. vísir/getty
Það eru ekki bara veikindi hjá íslenska handboltalandsliðinu því fyrstu andstæðingar Íslands á EM, Svíar, eru líka að glíma við veikindi í sínum hópi.

Simon Jeppsson er veikur og hefur verið settur í einangrun. Ekki er búið að kalla á nýjan mann til þess að leysa hann af. Vonir standa til að hann nái heilsu fyrir EM en Ísland og Svíþjóð mætast 12. janúar.

Hann mun ekki spila í æfingaleikjum gegn Ungverjum á næstu dögum sem eru síðustu leikir Svía fyrir EM.

Markvörðurinn sterki frá Rhein-Neckar Löwen, Mikael Appelgren, er svo meiddur og ekki byrjaður að æfa á fullu með liðinu. Svíar vilja ekki gefa upp hvað nákvæmlega er að plaga markvörðinn.

Tobias Thulin, markvörður Redbergslids, hefur verið kallaður í æfingahópinn á meðan það er óvissa með Appelgren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×