Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2018 08:00 Bensínverð hjá Costco er það lægsta á Íslandi. koma þeirra hefur ekki togað niður verð hinna olíufélaganna mikið niður. vísir/eyþór Íslendingar búa við hæsta eldsneytisverð í heimi. Verð á bensíni er það annað hæsta í heiminum, hálfri krónu lægra en í Hong Kong á sama tíma og verð á dísilolíu er það hæsta, heilum tíu krónum dýrara en hjá frændum okkar Norðmönnum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa. Vefsíðan Global petrol prices kannar verð á eldsneyti flestra landa heimsins vikulega. Í byrjun árs búa Íslendingar við næsthæsta bensínverð í heimi og hæsta dísilverðið. Runólfur segir Ísland hafa ætíð verið ofarlega á þessum lista en aldrei verið með hæsta eldsneytisverðið í heiminum. Nú sé hins vegar komið að því að við trónum á toppi heimslistans hvað þetta varðar. „Það er alveg ljóst þegar maður horfir á innkaupsverð og opinberar álögur á eldsneyti að þá er það svo stór hluti af verðinu til neytandans að samkeppni verður alltaf takmörkuð,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Álögur á olíu og bensín í mínum huga leiða til lakari verðsamkeppni en gæti verið hér á landi. Það segir sig sjálft.“ Runólfur segir þá stöðu ekki fýsilega fyrir Ísland. Verð sé of hátt og segir hann orsakirnar bæði opinberar álögur sem og óhóflega álagningu olíufélaga á Íslandi. „Grundvallaratriðið er það sem oft hefur verið bent á að við höfum verið með fákeppni á markaði ef frá er talin koma Costco. Fákeppnin hefur haldið uppi hárri álagningu, meiri álagningu en í nágrannalöndum okkar,“ segir Runólfur hjá FÍB. „Skattar sem hlutfall af eðlilegu útsöluverði eru nokkuð háir. Meginniðurstaðan er sú að við þurfum að lækka skatta. Einnig hefur komið fram hjá samkeppniseftirlitinu að álagning hér á landi er allt að 20 krónum hærri en í nágrannalöndum okkar.“ Óli Björn segir verðið komið í hæstu hæðir. „Nú er í farvatninu að endurskoða alla álagningu þegar kemur að umferð almennt. Sú endurskoðun er í gangi og menn hljóta að skoða með hvaða hætti opinber gjöld hafa áhrif á samkeppnina á neytendamarkaði. Ég tek undir með Runólfi um að verð sé of hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samgöngur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Íslendingar búa við hæsta eldsneytisverð í heimi. Verð á bensíni er það annað hæsta í heiminum, hálfri krónu lægra en í Hong Kong á sama tíma og verð á dísilolíu er það hæsta, heilum tíu krónum dýrara en hjá frændum okkar Norðmönnum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa. Vefsíðan Global petrol prices kannar verð á eldsneyti flestra landa heimsins vikulega. Í byrjun árs búa Íslendingar við næsthæsta bensínverð í heimi og hæsta dísilverðið. Runólfur segir Ísland hafa ætíð verið ofarlega á þessum lista en aldrei verið með hæsta eldsneytisverðið í heiminum. Nú sé hins vegar komið að því að við trónum á toppi heimslistans hvað þetta varðar. „Það er alveg ljóst þegar maður horfir á innkaupsverð og opinberar álögur á eldsneyti að þá er það svo stór hluti af verðinu til neytandans að samkeppni verður alltaf takmörkuð,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Álögur á olíu og bensín í mínum huga leiða til lakari verðsamkeppni en gæti verið hér á landi. Það segir sig sjálft.“ Runólfur segir þá stöðu ekki fýsilega fyrir Ísland. Verð sé of hátt og segir hann orsakirnar bæði opinberar álögur sem og óhóflega álagningu olíufélaga á Íslandi. „Grundvallaratriðið er það sem oft hefur verið bent á að við höfum verið með fákeppni á markaði ef frá er talin koma Costco. Fákeppnin hefur haldið uppi hárri álagningu, meiri álagningu en í nágrannalöndum okkar,“ segir Runólfur hjá FÍB. „Skattar sem hlutfall af eðlilegu útsöluverði eru nokkuð háir. Meginniðurstaðan er sú að við þurfum að lækka skatta. Einnig hefur komið fram hjá samkeppniseftirlitinu að álagning hér á landi er allt að 20 krónum hærri en í nágrannalöndum okkar.“ Óli Björn segir verðið komið í hæstu hæðir. „Nú er í farvatninu að endurskoða alla álagningu þegar kemur að umferð almennt. Sú endurskoðun er í gangi og menn hljóta að skoða með hvaða hætti opinber gjöld hafa áhrif á samkeppnina á neytendamarkaði. Ég tek undir með Runólfi um að verð sé of hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samgöngur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira