Mjanmarskur hershöfðingi á svarta listann og eignir hans frystar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Rúm hálf milljón Róhingja hefur flúið til Bangladess. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Bandaríkjanna tók í gær ákvörðun um að frysta eignir þrettán einstaklinga sem grunaðir eru um alvarleg mannréttindabrot og spillingu. Einna mesta athygli vakti nafn mjanmarska hershöfðingjans Maung Maung Soe á listanum. Í tilkynningu frá bandaríska fjármálaráðuneytinu segir að Soe hafi haft yfirumsjón með aðgerðum hersins gegn Róhingjum í Rakhine-héraði. Hann beri ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum gegn Róhingjum. Bandaríkjamenn hafa áður sagt mjanmarska herinn standa að þjóðernishreinsunum á Róhingjum. Þeir drepi saklausa borgara og brenni bæi Róhingja til grunna. Því hafa mjanmörsk yfirvöld þó neitað. Á meðal annarra sem fá sömu meðferð og Soe eru fyrrverandi Gambíuforsetinn Yahya Jammeh. Hann steig til hliðar fyrr á árinu og segir í tilkynningunni að hann eigi sér „langa sögu alvarlegra mannréttindabrota og spillingar“. Jammeh hafi stofnað hryðjuverka- og dauðasveitir sem hafi ráðist á þá sem hann taldi ógna valdi sínu. Þá hafa eignir pakistanska skurðlæknisins Mukhtar Hamid Shah verið frystar. Læknirinn er sagður hafa framið mannrán, haldið fórnarlömbum gegn vilja sínum, fjarlægt líffæri þeirra og selt á svörtum markaði. Gulnara Karimova, dóttir úsbekska leiðtogans fyrrverandi, Islams Karimov, er einnig á listanum. Hún er sögð hafa verið í forsvari fyrir skipulögðum glæpasamtökum sem mútuðu og hótuðu kjörnum fulltrúum. Karimova hefur áður verið sakfelld fyrir þjófnað, fjárdrátt og skattsvik. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna tók í gær ákvörðun um að frysta eignir þrettán einstaklinga sem grunaðir eru um alvarleg mannréttindabrot og spillingu. Einna mesta athygli vakti nafn mjanmarska hershöfðingjans Maung Maung Soe á listanum. Í tilkynningu frá bandaríska fjármálaráðuneytinu segir að Soe hafi haft yfirumsjón með aðgerðum hersins gegn Róhingjum í Rakhine-héraði. Hann beri ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum gegn Róhingjum. Bandaríkjamenn hafa áður sagt mjanmarska herinn standa að þjóðernishreinsunum á Róhingjum. Þeir drepi saklausa borgara og brenni bæi Róhingja til grunna. Því hafa mjanmörsk yfirvöld þó neitað. Á meðal annarra sem fá sömu meðferð og Soe eru fyrrverandi Gambíuforsetinn Yahya Jammeh. Hann steig til hliðar fyrr á árinu og segir í tilkynningunni að hann eigi sér „langa sögu alvarlegra mannréttindabrota og spillingar“. Jammeh hafi stofnað hryðjuverka- og dauðasveitir sem hafi ráðist á þá sem hann taldi ógna valdi sínu. Þá hafa eignir pakistanska skurðlæknisins Mukhtar Hamid Shah verið frystar. Læknirinn er sagður hafa framið mannrán, haldið fórnarlömbum gegn vilja sínum, fjarlægt líffæri þeirra og selt á svörtum markaði. Gulnara Karimova, dóttir úsbekska leiðtogans fyrrverandi, Islams Karimov, er einnig á listanum. Hún er sögð hafa verið í forsvari fyrir skipulögðum glæpasamtökum sem mútuðu og hótuðu kjörnum fulltrúum. Karimova hefur áður verið sakfelld fyrir þjófnað, fjárdrátt og skattsvik.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira