Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Embættisbústaður biskups Íslands í Bergstaðastræti 75 er reisulegt hús í hjarta miðbæjarins. vísir/ernir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, greiðir að eigin sögn tæpar 90 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir embættisbústað sinn í Bergstaðastræti 75 í miðbæ Reykjavíkur. Biskupi er skylt að búa í húsinu en farið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigu af bústöðum sínum árið 2012. Þessi húsaleigugreiðsla var ein af forsendunum sem biskup tiltók í bréfi sínu til kjararáðs þegar óskað var eftir endurmati á launum. Kjararáð hækkaði sem kunnugt er mánaðarlaun biskups um 18 prósent þann 19. desember síðastliðinn og eru þau eftir hækkun rúmar 1,5 milljónir króna. Hækkunin vakti hörð viðbrögð ekki síst vegna þess að hún er afturvirk til 1. janúar 2017 og mun biskup því eiga von á eingreiðslu upp á 3,3 milljónir króna á nýju ári.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkÍ bréfi biskups til kjararáðs voru skyldur, umfang og ábyrgð embættisins rakin og ýmis rök færð fyrir því að tímabært væri að ráðið hækkaði launin. Sérstaklega var tilgreint að biskup greiddi nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum væri skylt að sitja. Í orðalaginu fólst að þarna hefði orðið breyting á frá fyrri tíð. Agnes segir í samtali við Fréttablaðið að kirkjuþing hafi ákveðið að hefja að rukka biskup Íslands og vígslubiskupa um leigu skömmu áður en hún tók við embætti árið 2012. „Við greiðum núna húsaleigu en ekki forverar okkar. Leigan er ákveðin samkvæmt starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar.“ Aðspurð kveðst Agnes ekki vita nákvæmlega hversu há leigan er. „Þetta er eitthvað tæplega 90 þúsund krónur.“ Í starfsreglunum er kveðið á um að leigan skuli aldrei vera lægri en 36 þúsund krónur á mánuði né hærri en 70 þúsund en þessar fjárhæðir taka breytingum samkvæmt neysluvísitölu og eru ákvarðaðar árlega. Biskupsbústaðurinn er reisulegt 487 fermetra hús í hjarta miðbæjarins þar sem fasteignamat ársins 2018 nemur 185 milljónum króna. Leigan er því trauðla sligandi miðað við það sem gengur og gerist á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Búsetukvöðin getur þó tekið á, enda oft mikið um að vera í bústaðnum. „Mér er skylt að búa hérna, þetta er biskupssetur, biskupsgarður, sem þýðir að þetta er líka móttökustaður fyrir móttökur biskups. Ég deili eldhúsi með veisluþjónustu eins og ég segi stundum. Það er bara eitt eldhús í húsinu og maður veit ekki alltaf hver er að vinna í eldhúsinu manns,“ segir Agnes. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, greiðir að eigin sögn tæpar 90 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir embættisbústað sinn í Bergstaðastræti 75 í miðbæ Reykjavíkur. Biskupi er skylt að búa í húsinu en farið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigu af bústöðum sínum árið 2012. Þessi húsaleigugreiðsla var ein af forsendunum sem biskup tiltók í bréfi sínu til kjararáðs þegar óskað var eftir endurmati á launum. Kjararáð hækkaði sem kunnugt er mánaðarlaun biskups um 18 prósent þann 19. desember síðastliðinn og eru þau eftir hækkun rúmar 1,5 milljónir króna. Hækkunin vakti hörð viðbrögð ekki síst vegna þess að hún er afturvirk til 1. janúar 2017 og mun biskup því eiga von á eingreiðslu upp á 3,3 milljónir króna á nýju ári.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkÍ bréfi biskups til kjararáðs voru skyldur, umfang og ábyrgð embættisins rakin og ýmis rök færð fyrir því að tímabært væri að ráðið hækkaði launin. Sérstaklega var tilgreint að biskup greiddi nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum væri skylt að sitja. Í orðalaginu fólst að þarna hefði orðið breyting á frá fyrri tíð. Agnes segir í samtali við Fréttablaðið að kirkjuþing hafi ákveðið að hefja að rukka biskup Íslands og vígslubiskupa um leigu skömmu áður en hún tók við embætti árið 2012. „Við greiðum núna húsaleigu en ekki forverar okkar. Leigan er ákveðin samkvæmt starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar.“ Aðspurð kveðst Agnes ekki vita nákvæmlega hversu há leigan er. „Þetta er eitthvað tæplega 90 þúsund krónur.“ Í starfsreglunum er kveðið á um að leigan skuli aldrei vera lægri en 36 þúsund krónur á mánuði né hærri en 70 þúsund en þessar fjárhæðir taka breytingum samkvæmt neysluvísitölu og eru ákvarðaðar árlega. Biskupsbústaðurinn er reisulegt 487 fermetra hús í hjarta miðbæjarins þar sem fasteignamat ársins 2018 nemur 185 milljónum króna. Leigan er því trauðla sligandi miðað við það sem gengur og gerist á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Búsetukvöðin getur þó tekið á, enda oft mikið um að vera í bústaðnum. „Mér er skylt að búa hérna, þetta er biskupssetur, biskupsgarður, sem þýðir að þetta er líka móttökustaður fyrir móttökur biskups. Ég deili eldhúsi með veisluþjónustu eins og ég segi stundum. Það er bara eitt eldhús í húsinu og maður veit ekki alltaf hver er að vinna í eldhúsinu manns,“ segir Agnes.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent