Hætta flugeldasölu vegna aukins álags Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. desember 2017 23:15 Vegna álags á árinu og meira krefjandi verkefna hefur ein björgunarsveit tekið ákvörðun um að hætta að selja flugelda í fjáröflunarskyni. Formaðurinn er meðvitaður um að sveitin komi til með að verða af tekjum en hann vill að mannskapurinn sé óþreyttur til útkalls, komi til þess. Flugeldasala hófst í dag en samkvæmt reglugerð er sala flugelda aðeins heimil 28, desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum. Flugeldasalan hefur verið ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna um árabil en nú horfir öðruvísi við að minnsta kosti hjá einni sveit sen hefur ákveðið að selja ekki flugelda í ár. Björgunarsveitin Kjölur er minnsta björgunarsveitin á höfuðborgarsvæðinu og sinnir fjölmörgum útköllum. Þeir hafa víðfeðmt svæði og innan þess eru meðal annars Hvalfjarðargöng og Esjan. Í sveitinni á Kjalarnesi eru tuttugu félagsmenn og eru þrettán þeirra á útkallslista. Útköll sveitarinnar á þessu ári eru nær áttatíu, misalvarleg. Sveitin sinnir meðal annars undanfararviðbragði fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bæði í sjúkraflutningum og slökkviliði. Útköll á hæsta forgangi er um fjórðungur hjá sveitinni. „Í ljósi breyttra aðstæðna hjá sveitinni og fjölda útkalla og mikið álag á fáa einstaklinga, þá er þetta sú fjáröflun sem að mesta vinnan er í kringum og kannski minnsti ávinningurinn út úr. Við viljum frekar hafa fólkið okkar heilt og úthvílt í þau átök,“ segir Brynjar Már Bjarnason, formaður Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. Það kostar mikla vinnu að halda úti flugeldasölu sér í lagi sé hún á öðrum stað til að mynda í gámum. „Jú, við verðum fyrir einhverjum tekjumissi en við viljum frekar hafa fólkið okkar í lagi og tilbúið í útköll,“ segir Brynjar. Ekki er lengur heimilt að selja öflugri tegundir skotelda vegna aðlögunar á reglugerð Evrópusambandsins varðandi flugelda. Slysavarnafélagið Landsbjörg þyrfti því að gera breytingar á vörulistum sínum. Framkvæmdastjóri félagsins segir að þessi ein aðalfjáröflunarleið björgunarsveitanna sé ekki á undanhaldi þó svo sótt sé að henni með aukinni samkeppni og þrengra regluverki. „Flugeldasalan er megin stoð fjármögnunar okkar og er okkur gríðarlega mikilvæg tekjulind,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Spurningin er hvort aukið álag á björgunarsveitirnar og meira krefjandi útköll komi niður á fjáröflunum sveitanna. „Vissulega hefur álag á einstakasveitir okkar og kannski á fámennari sveitir verið óþægilega mikið á stundum, en heilt yfir þá höfum við náð að leysa þetta vel,“ segir Jón. Tengdar fréttir Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Vegna álags á árinu og meira krefjandi verkefna hefur ein björgunarsveit tekið ákvörðun um að hætta að selja flugelda í fjáröflunarskyni. Formaðurinn er meðvitaður um að sveitin komi til með að verða af tekjum en hann vill að mannskapurinn sé óþreyttur til útkalls, komi til þess. Flugeldasala hófst í dag en samkvæmt reglugerð er sala flugelda aðeins heimil 28, desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum. Flugeldasalan hefur verið ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna um árabil en nú horfir öðruvísi við að minnsta kosti hjá einni sveit sen hefur ákveðið að selja ekki flugelda í ár. Björgunarsveitin Kjölur er minnsta björgunarsveitin á höfuðborgarsvæðinu og sinnir fjölmörgum útköllum. Þeir hafa víðfeðmt svæði og innan þess eru meðal annars Hvalfjarðargöng og Esjan. Í sveitinni á Kjalarnesi eru tuttugu félagsmenn og eru þrettán þeirra á útkallslista. Útköll sveitarinnar á þessu ári eru nær áttatíu, misalvarleg. Sveitin sinnir meðal annars undanfararviðbragði fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bæði í sjúkraflutningum og slökkviliði. Útköll á hæsta forgangi er um fjórðungur hjá sveitinni. „Í ljósi breyttra aðstæðna hjá sveitinni og fjölda útkalla og mikið álag á fáa einstaklinga, þá er þetta sú fjáröflun sem að mesta vinnan er í kringum og kannski minnsti ávinningurinn út úr. Við viljum frekar hafa fólkið okkar heilt og úthvílt í þau átök,“ segir Brynjar Már Bjarnason, formaður Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. Það kostar mikla vinnu að halda úti flugeldasölu sér í lagi sé hún á öðrum stað til að mynda í gámum. „Jú, við verðum fyrir einhverjum tekjumissi en við viljum frekar hafa fólkið okkar í lagi og tilbúið í útköll,“ segir Brynjar. Ekki er lengur heimilt að selja öflugri tegundir skotelda vegna aðlögunar á reglugerð Evrópusambandsins varðandi flugelda. Slysavarnafélagið Landsbjörg þyrfti því að gera breytingar á vörulistum sínum. Framkvæmdastjóri félagsins segir að þessi ein aðalfjáröflunarleið björgunarsveitanna sé ekki á undanhaldi þó svo sótt sé að henni með aukinni samkeppni og þrengra regluverki. „Flugeldasalan er megin stoð fjármögnunar okkar og er okkur gríðarlega mikilvæg tekjulind,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Spurningin er hvort aukið álag á björgunarsveitirnar og meira krefjandi útköll komi niður á fjáröflunum sveitanna. „Vissulega hefur álag á einstakasveitir okkar og kannski á fámennari sveitir verið óþægilega mikið á stundum, en heilt yfir þá höfum við náð að leysa þetta vel,“ segir Jón.
Tengdar fréttir Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00