Biskup greiðir lægri leigu en stúdentar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. desember 2017 07:15 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. vísir/anton brink Leigan sem Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, er gert að greiða fyrir að búa í embættisbústað biskups í Bergstaðastræti 75 er lægri en háskólanemendur þurfa að greiða fyrir 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum. Agnes sagði í Fréttablaðinu í gær að leigan væri tæpar 90 þúsund krónur en nákvæm upphæð er samkvæmt framkvæmdastjóra kirkjuráðs 86.270 krónur á mánuði með hita og rafmagni. Heildarstærð biskupsbústaðarins er 487 fermetrar og því ljóst að leigan er umtalsvert lægri en gengur og gerist á leigumarkaðinum í Reykjavík. Fyrir sömu upphæð, 86 þúsund krónur, fá háskólanemar 29 fermetra stúdíóíbúð á Stúdentagörðunum, nánar tiltekið í Skerjagarði, með hita og rafmagni.Sjá einnig: Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum leigist hins vegar á alls rúmlega 97 þúsund krónur. Ríflega tíu þúsund krónum meira en biskup greiðir fyrir bústaðinn. Þessu til viðbótar má sjá á tölfræði frá Þjóðskrá Íslands að meðalleiga á mánuði fyrir eignir 160 fermetrar eða stærri, í miðbæ Reykjavíkur, var um 290 þúsund krónur árið 2017. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var þessi tæplega 90 þúsund króna leigugreiðsla einn þeirra þátta sem biskup tilgreindi sérstaklega í bréfi sínu til kjararáðs í aðdraganda 18 prósenta afturvirkrar launahækkunar á dögunum. Hún þyrfti nú að greiða húsaleigu af embættisbústaðnum, nokkuð sem forverar hennar hafi ekki þurft að gera. Hafið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigugreiðslu árið 2012. Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki sé litið á búsetufyrirkomulag biskups sem hlunnindi. „Almennt er það álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Leigan sem Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, er gert að greiða fyrir að búa í embættisbústað biskups í Bergstaðastræti 75 er lægri en háskólanemendur þurfa að greiða fyrir 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum. Agnes sagði í Fréttablaðinu í gær að leigan væri tæpar 90 þúsund krónur en nákvæm upphæð er samkvæmt framkvæmdastjóra kirkjuráðs 86.270 krónur á mánuði með hita og rafmagni. Heildarstærð biskupsbústaðarins er 487 fermetrar og því ljóst að leigan er umtalsvert lægri en gengur og gerist á leigumarkaðinum í Reykjavík. Fyrir sömu upphæð, 86 þúsund krónur, fá háskólanemar 29 fermetra stúdíóíbúð á Stúdentagörðunum, nánar tiltekið í Skerjagarði, með hita og rafmagni.Sjá einnig: Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum leigist hins vegar á alls rúmlega 97 þúsund krónur. Ríflega tíu þúsund krónum meira en biskup greiðir fyrir bústaðinn. Þessu til viðbótar má sjá á tölfræði frá Þjóðskrá Íslands að meðalleiga á mánuði fyrir eignir 160 fermetrar eða stærri, í miðbæ Reykjavíkur, var um 290 þúsund krónur árið 2017. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var þessi tæplega 90 þúsund króna leigugreiðsla einn þeirra þátta sem biskup tilgreindi sérstaklega í bréfi sínu til kjararáðs í aðdraganda 18 prósenta afturvirkrar launahækkunar á dögunum. Hún þyrfti nú að greiða húsaleigu af embættisbústaðnum, nokkuð sem forverar hennar hafi ekki þurft að gera. Hafið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigugreiðslu árið 2012. Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki sé litið á búsetufyrirkomulag biskups sem hlunnindi. „Almennt er það álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00
Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05