Fær martraðir um að vera kominn aftur til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2017 15:08 Oh á hlaupum í átt að landamærum Suður-Kóreu. Vísir/EPA Hermaðurinn sem flúði frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu fær martraðir um að hann sé kominn aftur til einræðisríkisins. Skurðlæknir hermannsins segir hann vera þöglan og indælan. Þar að auki séu CSI-þættirnir í miklu uppáhaldi hjá honum. Hermaðurinn er 24 ára gamall og ber hann fjölskyldunafnið Oh. Hann hefur nú verið fluttur af gjörgæslu en félagar hans í her Norður-Kóreu skutu hann fimm sinnum þegar hann hljóp yfir landamærin. Skurðlæknirinn John Cook-Jong Lee hefur annast Oh og er hann einn af örfáum sem hafa fengið að ræða við hann.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÞað hefur tekið nokkra daga að fjarlægja brot úr byssukúlum úr líkama Oh og að laga rifin líffæri hans. Þar að auki var hann með berkla, lifrarbólgu B og hringorma þegar hann flúði. Það hefur gert meðferð hans erfiðari. Lee segir Oh vera mjög sterkan mann. Oh var fluttur á sjúkrahús með þyrlu og var hann við dauðans dyr þegar þangað var komið. Læknar hersins höfðu þá stungið nál í brjóst Oh til þess að bregðast við samanföllnu lunga og var hann með miklar innvortis blæðingar. Tvær umfangsmiklar skurðaðgerðir þurfti til að fjarlægja kúlurnar sjálfar og til þess að loka skotsárum. Á meðan á aðgerðunum stóð dældu læknarnir tólf lítrum af blóði í Oh.Grafa skurð á landamærunum Bandarískur erindreki í Suður-Kóreu var staddur á sameiginlegu öryggissvæði Norður- og Suður-Kóreu, þar sem Oh hljóp yfir landamærin, í fyrradag og sá hann menn grafa skurð norðan megin við landamærin. BBC segir tvo möguleika koma til greina varðandi tilgang skurðarins. Annar sé að koma í veg fyrir frekari flótta yfir landamærin á þessum stað. Oh er þó einungis talinn vera þriðji maðurinn sem kemst yfir landamærin á þessum stað. Hinn möguleikinn er að skurðinum sé ætlað að gera hermönnum Norður-Kóreu auðveldara að átta sig á því hvar landamærin séu. Einn landamæravarðanna hljóp yfir landamærin, að virðist fyrir slysni, á eftir Oh. Fregnir hafa borist af því að Norður-Kórea hafi skipt út öllum landamæravörðunum á sameiginlega öryggissvæðinu eftir flótta Oh.pic.twitter.com/5EbQgJMvSD— Marc Knapper (@MarcKnapper) November 23, 2017 Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Hermaðurinn sem flúði frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu fær martraðir um að hann sé kominn aftur til einræðisríkisins. Skurðlæknir hermannsins segir hann vera þöglan og indælan. Þar að auki séu CSI-þættirnir í miklu uppáhaldi hjá honum. Hermaðurinn er 24 ára gamall og ber hann fjölskyldunafnið Oh. Hann hefur nú verið fluttur af gjörgæslu en félagar hans í her Norður-Kóreu skutu hann fimm sinnum þegar hann hljóp yfir landamærin. Skurðlæknirinn John Cook-Jong Lee hefur annast Oh og er hann einn af örfáum sem hafa fengið að ræða við hann.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÞað hefur tekið nokkra daga að fjarlægja brot úr byssukúlum úr líkama Oh og að laga rifin líffæri hans. Þar að auki var hann með berkla, lifrarbólgu B og hringorma þegar hann flúði. Það hefur gert meðferð hans erfiðari. Lee segir Oh vera mjög sterkan mann. Oh var fluttur á sjúkrahús með þyrlu og var hann við dauðans dyr þegar þangað var komið. Læknar hersins höfðu þá stungið nál í brjóst Oh til þess að bregðast við samanföllnu lunga og var hann með miklar innvortis blæðingar. Tvær umfangsmiklar skurðaðgerðir þurfti til að fjarlægja kúlurnar sjálfar og til þess að loka skotsárum. Á meðan á aðgerðunum stóð dældu læknarnir tólf lítrum af blóði í Oh.Grafa skurð á landamærunum Bandarískur erindreki í Suður-Kóreu var staddur á sameiginlegu öryggissvæði Norður- og Suður-Kóreu, þar sem Oh hljóp yfir landamærin, í fyrradag og sá hann menn grafa skurð norðan megin við landamærin. BBC segir tvo möguleika koma til greina varðandi tilgang skurðarins. Annar sé að koma í veg fyrir frekari flótta yfir landamærin á þessum stað. Oh er þó einungis talinn vera þriðji maðurinn sem kemst yfir landamærin á þessum stað. Hinn möguleikinn er að skurðinum sé ætlað að gera hermönnum Norður-Kóreu auðveldara að átta sig á því hvar landamærin séu. Einn landamæravarðanna hljóp yfir landamærin, að virðist fyrir slysni, á eftir Oh. Fregnir hafa borist af því að Norður-Kórea hafi skipt út öllum landamæravörðunum á sameiginlega öryggissvæðinu eftir flótta Oh.pic.twitter.com/5EbQgJMvSD— Marc Knapper (@MarcKnapper) November 23, 2017
Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira