Fær martraðir um að vera kominn aftur til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2017 15:08 Oh á hlaupum í átt að landamærum Suður-Kóreu. Vísir/EPA Hermaðurinn sem flúði frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu fær martraðir um að hann sé kominn aftur til einræðisríkisins. Skurðlæknir hermannsins segir hann vera þöglan og indælan. Þar að auki séu CSI-þættirnir í miklu uppáhaldi hjá honum. Hermaðurinn er 24 ára gamall og ber hann fjölskyldunafnið Oh. Hann hefur nú verið fluttur af gjörgæslu en félagar hans í her Norður-Kóreu skutu hann fimm sinnum þegar hann hljóp yfir landamærin. Skurðlæknirinn John Cook-Jong Lee hefur annast Oh og er hann einn af örfáum sem hafa fengið að ræða við hann.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÞað hefur tekið nokkra daga að fjarlægja brot úr byssukúlum úr líkama Oh og að laga rifin líffæri hans. Þar að auki var hann með berkla, lifrarbólgu B og hringorma þegar hann flúði. Það hefur gert meðferð hans erfiðari. Lee segir Oh vera mjög sterkan mann. Oh var fluttur á sjúkrahús með þyrlu og var hann við dauðans dyr þegar þangað var komið. Læknar hersins höfðu þá stungið nál í brjóst Oh til þess að bregðast við samanföllnu lunga og var hann með miklar innvortis blæðingar. Tvær umfangsmiklar skurðaðgerðir þurfti til að fjarlægja kúlurnar sjálfar og til þess að loka skotsárum. Á meðan á aðgerðunum stóð dældu læknarnir tólf lítrum af blóði í Oh.Grafa skurð á landamærunum Bandarískur erindreki í Suður-Kóreu var staddur á sameiginlegu öryggissvæði Norður- og Suður-Kóreu, þar sem Oh hljóp yfir landamærin, í fyrradag og sá hann menn grafa skurð norðan megin við landamærin. BBC segir tvo möguleika koma til greina varðandi tilgang skurðarins. Annar sé að koma í veg fyrir frekari flótta yfir landamærin á þessum stað. Oh er þó einungis talinn vera þriðji maðurinn sem kemst yfir landamærin á þessum stað. Hinn möguleikinn er að skurðinum sé ætlað að gera hermönnum Norður-Kóreu auðveldara að átta sig á því hvar landamærin séu. Einn landamæravarðanna hljóp yfir landamærin, að virðist fyrir slysni, á eftir Oh. Fregnir hafa borist af því að Norður-Kórea hafi skipt út öllum landamæravörðunum á sameiginlega öryggissvæðinu eftir flótta Oh.pic.twitter.com/5EbQgJMvSD— Marc Knapper (@MarcKnapper) November 23, 2017 Norður-Kórea Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Hermaðurinn sem flúði frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu fær martraðir um að hann sé kominn aftur til einræðisríkisins. Skurðlæknir hermannsins segir hann vera þöglan og indælan. Þar að auki séu CSI-þættirnir í miklu uppáhaldi hjá honum. Hermaðurinn er 24 ára gamall og ber hann fjölskyldunafnið Oh. Hann hefur nú verið fluttur af gjörgæslu en félagar hans í her Norður-Kóreu skutu hann fimm sinnum þegar hann hljóp yfir landamærin. Skurðlæknirinn John Cook-Jong Lee hefur annast Oh og er hann einn af örfáum sem hafa fengið að ræða við hann.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÞað hefur tekið nokkra daga að fjarlægja brot úr byssukúlum úr líkama Oh og að laga rifin líffæri hans. Þar að auki var hann með berkla, lifrarbólgu B og hringorma þegar hann flúði. Það hefur gert meðferð hans erfiðari. Lee segir Oh vera mjög sterkan mann. Oh var fluttur á sjúkrahús með þyrlu og var hann við dauðans dyr þegar þangað var komið. Læknar hersins höfðu þá stungið nál í brjóst Oh til þess að bregðast við samanföllnu lunga og var hann með miklar innvortis blæðingar. Tvær umfangsmiklar skurðaðgerðir þurfti til að fjarlægja kúlurnar sjálfar og til þess að loka skotsárum. Á meðan á aðgerðunum stóð dældu læknarnir tólf lítrum af blóði í Oh.Grafa skurð á landamærunum Bandarískur erindreki í Suður-Kóreu var staddur á sameiginlegu öryggissvæði Norður- og Suður-Kóreu, þar sem Oh hljóp yfir landamærin, í fyrradag og sá hann menn grafa skurð norðan megin við landamærin. BBC segir tvo möguleika koma til greina varðandi tilgang skurðarins. Annar sé að koma í veg fyrir frekari flótta yfir landamærin á þessum stað. Oh er þó einungis talinn vera þriðji maðurinn sem kemst yfir landamærin á þessum stað. Hinn möguleikinn er að skurðinum sé ætlað að gera hermönnum Norður-Kóreu auðveldara að átta sig á því hvar landamærin séu. Einn landamæravarðanna hljóp yfir landamærin, að virðist fyrir slysni, á eftir Oh. Fregnir hafa borist af því að Norður-Kórea hafi skipt út öllum landamæravörðunum á sameiginlega öryggissvæðinu eftir flótta Oh.pic.twitter.com/5EbQgJMvSD— Marc Knapper (@MarcKnapper) November 23, 2017
Norður-Kórea Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira