Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2017 11:30 Benedikt og Jón Steinar sem ekki getur lengur kvartað undan þöggun þegar skrif hans um Hæstarétt eru annars vegar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað mál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni og fyrrum hæstaréttardómara og krefst þess að fimm ummæli í nýrri bók hans, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Miskabótakrafa sem fram er sett hljóðar upp á tvær milljónir auk vaxta en að sögn lögmanns Benedikts, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, þá mun það fé renna til góðgerðarmála, það er vinni Benedikt málið. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti. Vísir greindi frá þessari stefnu í gærkvöldi en hún verður lögð fram á miðvikudaginn 15. þessa mánaðar í Héraðsdómi Reykjaness.Ummælin sem Benedikt vill dauð og ómerkUm er að ræða eftirfarandi ummæli sem Benedikt vill að verð dæmd dauð og ómerk: 1. Dómsmorð (bls. 61) 2. Dómsmorð (bls. 63). 3. Ég hika ekki við að segja að á Baldri hafi við meðferð Hæstaréttar verið framið það sem kallað hefur verið dómsmorð (bls. 63). 4. Þessi skilgreining á vel við málið gegn Baldri. Felldur var dómur, sem dómararnir vissu, eða að minnsta kosti hlutu að vita, að ekki stóðst hlutlausa lagaframkvæmd (bls. 63). 5. Þar voru færð rök að því að meirihluti réttarins hefði fellt dóm yfir ákærða sem að mínum dómi félli undir hugtakið dómsmorð eins og það hefur verið skýrt (bls. 114).Loksins viðbrögðTitill bókar Jóns Steinars, Með lognið í fangið, er táknrænn og vísar til þess að höfundi blöskrar sú þögn sem ríkt hefur um harða gagnrýni þá er hann hefur sett fram á dómara við Hæstarétt. Vísir ræddi við Jón Steinar um bókina og birti viðtal þar um. Þar segir meðal annars: „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem þú setur fram á hendur nafngreindum dómurum. Þú kemur inná málarekstur þinn á hendur Þorvaldi Gylfasyni prófessor, sem þú stefndir fyrir meiðyrði. Þú sagðist ekki eiga annars kost því þar væri verið að saka þig um refsiverða háttsemi. Þú sakar dómara um að ganga í berhögg við lög, má gera ráð fyrir því að þagnarmúrinn bresti með hugsanlegri stefnu þeirra á hendur þér? „Það held ég varla enda varla nokkur grundvöllur fyrir slíku. Vilji einhver reyna er hann velkominn,“ segir Jón Steinar og það fer ekkert á milli mála að hann myndi fagna slíkum viðbrögðum.“ Nú liggur sem sagt fyrir að Jón Steinar þarf ekki lengur að láta skort á viðbrögðum fara í taugarnar á sér. Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað mál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni og fyrrum hæstaréttardómara og krefst þess að fimm ummæli í nýrri bók hans, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Miskabótakrafa sem fram er sett hljóðar upp á tvær milljónir auk vaxta en að sögn lögmanns Benedikts, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, þá mun það fé renna til góðgerðarmála, það er vinni Benedikt málið. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti. Vísir greindi frá þessari stefnu í gærkvöldi en hún verður lögð fram á miðvikudaginn 15. þessa mánaðar í Héraðsdómi Reykjaness.Ummælin sem Benedikt vill dauð og ómerkUm er að ræða eftirfarandi ummæli sem Benedikt vill að verð dæmd dauð og ómerk: 1. Dómsmorð (bls. 61) 2. Dómsmorð (bls. 63). 3. Ég hika ekki við að segja að á Baldri hafi við meðferð Hæstaréttar verið framið það sem kallað hefur verið dómsmorð (bls. 63). 4. Þessi skilgreining á vel við málið gegn Baldri. Felldur var dómur, sem dómararnir vissu, eða að minnsta kosti hlutu að vita, að ekki stóðst hlutlausa lagaframkvæmd (bls. 63). 5. Þar voru færð rök að því að meirihluti réttarins hefði fellt dóm yfir ákærða sem að mínum dómi félli undir hugtakið dómsmorð eins og það hefur verið skýrt (bls. 114).Loksins viðbrögðTitill bókar Jóns Steinars, Með lognið í fangið, er táknrænn og vísar til þess að höfundi blöskrar sú þögn sem ríkt hefur um harða gagnrýni þá er hann hefur sett fram á dómara við Hæstarétt. Vísir ræddi við Jón Steinar um bókina og birti viðtal þar um. Þar segir meðal annars: „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem þú setur fram á hendur nafngreindum dómurum. Þú kemur inná málarekstur þinn á hendur Þorvaldi Gylfasyni prófessor, sem þú stefndir fyrir meiðyrði. Þú sagðist ekki eiga annars kost því þar væri verið að saka þig um refsiverða háttsemi. Þú sakar dómara um að ganga í berhögg við lög, má gera ráð fyrir því að þagnarmúrinn bresti með hugsanlegri stefnu þeirra á hendur þér? „Það held ég varla enda varla nokkur grundvöllur fyrir slíku. Vilji einhver reyna er hann velkominn,“ segir Jón Steinar og það fer ekkert á milli mála að hann myndi fagna slíkum viðbrögðum.“ Nú liggur sem sagt fyrir að Jón Steinar þarf ekki lengur að láta skort á viðbrögðum fara í taugarnar á sér.
Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08