Gróðursnautt land nýtt í herferð bænda Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Sauðfé á beit á íslensku hálendi. Markaðsráð sauðfjárbænda, Icelandic Lamb, hefur sent frá sér myndband sem sýnir frjálst sauðfé á beit á íslensku hálendi. Í myndbandinu sést fé rekið yfir gróðursnautt land. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, segir tugþúsundir ferkílómetra lands ekki hæfa til beitar.Ólafur Arnalds prófessorSauðfjárbændur og Landgræðslan hafa í sameiningu sett á laggirnar faghóp um kortlagningu gróðurauðlindarinnar. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, er formaður faghópsins. Hún segir myndbandið ekki gefa rétta mynd af sauðfjárrækt á Íslandi. „Þegar ég sá myndbandið fyrst þá hugsaði ég það sama, að þarna færi sauðfé um land sem væri ekki ákjósanlegt til beitar,“ segir Oddný Steina. „Hins vegar þarf að reka fé yfir sanda og því þarf ekki að vera að féð sé á þessum stöðum á beit.“ Dregin er upp sú mynd af markaðsráðinu að lambakjötið sé framleitt með sjálfbærum og hreinum hætti þar sem sauðfé hafi frá landnámi fengið að valsa frjálst um íslensk fjöll og firnindi frá landnámi. Skógræktarmenn hafa gagnrýnt þetta sjónarmið og segja sauðfé hafa frá landnámi verið hinn versta skaðvald þar sem gróðurþekja hafi horfið og landið fokið burt. Virðist vera að þessir tveir hópar, sauðfjárbændur og landgræðslumenn, komi sér ekki saman um hvað sé rétt og hvað rangt í þeim efnum. Ólafur Arnalds hefur í langan tíma rannsakað jarðvegsrof á Íslandi. Hann segir tugþúsundir ferkílómetra ekki beitarhæfa. „Menn hafa um langan tíma haft uppi varnaðarorð gagnvart ágangi búfjár á mjög illa förnu landi og það er vitað. Einnig er jarðrof nokkuð á Íslandi og sauðfé sækir í nýgræðinginn í rofabörðum. Því getur tiltölulega fátt fé haldið niðri framþróun gróðurs. Því þarf að kortleggja hvar beit er í lagi og hvar land er ekki hæft til beitar,“ segir Ólafur. Oddný Steina segir það alveg á hreinu að rannsóknir skorti í þessum málaflokki. „Það má endurskoða þau sjálfbærniviðmið varðandi beit. Einnig hef ég óskað eftir rannsóknum á því að sauðfjárbeit haldi aftur af gróðurframvindu en landgræðslumenn hafa ekki getað bent mér á þær rannsóknir.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Markaðsráð sauðfjárbænda, Icelandic Lamb, hefur sent frá sér myndband sem sýnir frjálst sauðfé á beit á íslensku hálendi. Í myndbandinu sést fé rekið yfir gróðursnautt land. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, segir tugþúsundir ferkílómetra lands ekki hæfa til beitar.Ólafur Arnalds prófessorSauðfjárbændur og Landgræðslan hafa í sameiningu sett á laggirnar faghóp um kortlagningu gróðurauðlindarinnar. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, er formaður faghópsins. Hún segir myndbandið ekki gefa rétta mynd af sauðfjárrækt á Íslandi. „Þegar ég sá myndbandið fyrst þá hugsaði ég það sama, að þarna færi sauðfé um land sem væri ekki ákjósanlegt til beitar,“ segir Oddný Steina. „Hins vegar þarf að reka fé yfir sanda og því þarf ekki að vera að féð sé á þessum stöðum á beit.“ Dregin er upp sú mynd af markaðsráðinu að lambakjötið sé framleitt með sjálfbærum og hreinum hætti þar sem sauðfé hafi frá landnámi fengið að valsa frjálst um íslensk fjöll og firnindi frá landnámi. Skógræktarmenn hafa gagnrýnt þetta sjónarmið og segja sauðfé hafa frá landnámi verið hinn versta skaðvald þar sem gróðurþekja hafi horfið og landið fokið burt. Virðist vera að þessir tveir hópar, sauðfjárbændur og landgræðslumenn, komi sér ekki saman um hvað sé rétt og hvað rangt í þeim efnum. Ólafur Arnalds hefur í langan tíma rannsakað jarðvegsrof á Íslandi. Hann segir tugþúsundir ferkílómetra ekki beitarhæfa. „Menn hafa um langan tíma haft uppi varnaðarorð gagnvart ágangi búfjár á mjög illa förnu landi og það er vitað. Einnig er jarðrof nokkuð á Íslandi og sauðfé sækir í nýgræðinginn í rofabörðum. Því getur tiltölulega fátt fé haldið niðri framþróun gróðurs. Því þarf að kortleggja hvar beit er í lagi og hvar land er ekki hæft til beitar,“ segir Ólafur. Oddný Steina segir það alveg á hreinu að rannsóknir skorti í þessum málaflokki. „Það má endurskoða þau sjálfbærniviðmið varðandi beit. Einnig hef ég óskað eftir rannsóknum á því að sauðfjárbeit haldi aftur af gróðurframvindu en landgræðslumenn hafa ekki getað bent mér á þær rannsóknir.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira