Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 22:16 Ikea er í Garðabæ. Vísir/Anton Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. RÚV greindi fyrst frá. Bakarinn hóf störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst. Bakarinn sagði að það hefði reynst erfitt og oftar en ekki hefði hann verið kallaður til vinnu úr fríi vegna anna. sífellt hafi menn verið að hringja í hann í fríi til að spyrja um hvar þetta eða hitt væri keypt og jafnvel hafi hann verið beðinn að koma úr fríi til að vinna. Fyrir dómi sagði bakarinn að einnig hefði hann ekki alltaf fengið lögbundna ellefu stunda hvíld á milli vakta. Þá hafi hann ekki ekki alltaf fengið einn hvíldardag á sjö daga fresti eins og lögbundið sé. Það hafi meðal annars gerst í kringum jól en þá hafi verið mikið um smákökukynningar um helgar. Hafi stefnandi þurft að vera á staðnum til að kenna nýjum krökkum sem voru komnir í hlutavinnu til að fylla á, frysta og kæla smákökur auk þess að baka fyrir bakaríið. Þá upplýsti bakarinn um að almenn ánægja hafi verið með störf hans fyrir Ikea, hann hafi fengið launahækkun umfram gildandi kjarasamninga og bónus vegna mikils álags fyrir jólin. Málsvörn Miklatorgs byggði meðal annars á því að bónusinn og launahækkanir hafi verið vegna umfram vinnuframlags bakarinn.Dómur í málinu féll 24. október síðastliðinn. Var bakarinn talinn hafa sýnt fram á það að hann hefði átt að fá yfirvinnuna greidda aukalega. Þá hafi hann einnig sýnt fram á það að hann hefði ekki fengið 11 klukkustudna frí og ætti því rétt á greiðslu vegna þess auk greiðslna vegna þess að hann fékk ekki lögböðið frí á sjö daga tímabili. Þarf Miklatorg að greiða bakaranum 2,4 milljónir að frádregnum 599.905 krónum sem honum höfðu verið greiddar, samtals um 1,9 milljónir. Þá greiðir Miklatorg 800 þúsund krónur í málskostnað. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. RÚV greindi fyrst frá. Bakarinn hóf störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst. Bakarinn sagði að það hefði reynst erfitt og oftar en ekki hefði hann verið kallaður til vinnu úr fríi vegna anna. sífellt hafi menn verið að hringja í hann í fríi til að spyrja um hvar þetta eða hitt væri keypt og jafnvel hafi hann verið beðinn að koma úr fríi til að vinna. Fyrir dómi sagði bakarinn að einnig hefði hann ekki alltaf fengið lögbundna ellefu stunda hvíld á milli vakta. Þá hafi hann ekki ekki alltaf fengið einn hvíldardag á sjö daga fresti eins og lögbundið sé. Það hafi meðal annars gerst í kringum jól en þá hafi verið mikið um smákökukynningar um helgar. Hafi stefnandi þurft að vera á staðnum til að kenna nýjum krökkum sem voru komnir í hlutavinnu til að fylla á, frysta og kæla smákökur auk þess að baka fyrir bakaríið. Þá upplýsti bakarinn um að almenn ánægja hafi verið með störf hans fyrir Ikea, hann hafi fengið launahækkun umfram gildandi kjarasamninga og bónus vegna mikils álags fyrir jólin. Málsvörn Miklatorgs byggði meðal annars á því að bónusinn og launahækkanir hafi verið vegna umfram vinnuframlags bakarinn.Dómur í málinu féll 24. október síðastliðinn. Var bakarinn talinn hafa sýnt fram á það að hann hefði átt að fá yfirvinnuna greidda aukalega. Þá hafi hann einnig sýnt fram á það að hann hefði ekki fengið 11 klukkustudna frí og ætti því rétt á greiðslu vegna þess auk greiðslna vegna þess að hann fékk ekki lögböðið frí á sjö daga tímabili. Þarf Miklatorg að greiða bakaranum 2,4 milljónir að frádregnum 599.905 krónum sem honum höfðu verið greiddar, samtals um 1,9 milljónir. Þá greiðir Miklatorg 800 þúsund krónur í málskostnað.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira