Fótbolti

Elín Metta: Þetta er bara snilld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen. Mynd/KSÍ
Elín Metta Jensen var frábær í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í undankeppni HM í Þýskalandi í dag en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur Þýskaland.

Elín Metta skoraði sjálf glæsilegt mark og átti síðan tvær stoðsendingar á Dagnýju Brynjarsdóttur í hinum tveimur mörkunum.

„Þetta var geggjað en maður upplifði svolítið langar mínútur þarnar á bekknum. Þetta er bara snilld,“ sagði Elín Metta Jensen í samtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson í útsendingu RÚV frá leiknum.

„Við gerðum nákvæmlega það sem var lagt upp með og það gekk allt fullkomlega upp,“ sagði Elín Metta.  

„Þetta snýst bara um að hafa trú á því að við gætum skorað. Við sýndum það að við gátum skorað og hefðum getað skorað fleiri mörk í þessum leik,“ sagði Elín Metta.   Liðið er búið að hrista af sér vonbrigðin frá EM síðasta sumar.

„Það er nýtt mót í gangi núna. EM er að baki og þetta gæti ekki verið betra hjá okkur,“ sagði Elín og HM-draumurinn er alveg raunverulegur.

„Já klárlega. Það er bara augljóst og við höldum bara áfram núna,“ sagði Elín Metta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×