Innlent

Smáralind eða slagviðri ástæða stóraukinnar kjörsóknar?

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hver veit nema að það sé einfaldlega áhugi fyrir þessum kosningum?
Hver veit nema að það sé einfaldlega áhugi fyrir þessum kosningum?
Nú þegar fimm dagar eru til kosninga hafa um helmingi fleiri Íslendingar greitt atkvæði utan kjörfundar en á sama tíma fyrir síðustu kosningar.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að klukkan 22 í gærkvöldi höfðu 8485 kjósendur greitt atkvæði samanborið við 5939 sunnudagskvöldið fyrir alþingiskosningarnar í október á síðasta ári.

Nokkrar ástæður kunna að vera fyrir þessum aukna atkvæðafjölda ef marka má Bergþóru Sigmundssdóttur, sviðsstjóra þinglýsinga- og leyfasviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem rætt er við í sama miðli. Til að mynda hafi verið opnað utan kjörfundar níu dögum fyrr í ár en í fyrra. Að sama skapi er ekki hægt að útiloka að Smáralindin kunni að spila inn í en þar greiða flestir atkvæði utan kjörfundar, en í fyrra var það í Perlunni.

Þá gæti fólk einnig verið að forðast þær löngu biðraðir sem mynduðust skömmu fyrir kjördag - eða bara hið slæma veður sem er í kortunum fyrir laugardaginn. Veðurstofan gerir ráð fyrir fyrsta hríðarveðri vetrarins, einmitt þegar landsmenn ganga til kosninga. Því gæti jafnvel fylgt slydda, snjókoma og frost um nær allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×