Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 73-80 | Kristófer leiddi meistarana til sigurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2017 21:45 Kristófer Acox var besti leikmaður KR í kvöld. vísir/anton KR bar sigurorð af Val, 73-80, í 4. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Þetta var þriðji sigur KR-inga í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Valsmenn eru aftur á móti með einn sigur og þrjú töp. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti en KR-ingar náðu fljótlega undirtökunum. Þeir voru átta stigum yfir, 12-20, eftir 1. leikhluta og létu forystuna ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Heimamenn fengu fjölda tækifæra til að jafna eða komast yfir en nýttu þau ekki. Alltaf þegar Valsmenn komu með áhlaup svöruðu KR-ingar. Valur barðist af krafti og var allan tímann inni í leiknum en það vantaði að stíga síðasta skrefið. KR lokaði vörninni undir lokin og landaði sjö stiga sigri, 73-80.Af hverju vann KR? KR-ingar spiluðu ekki sinn besta leik en gerðu nóg til að innbyrða stigin tvö. Varnarleikur Vesturbæinga á hálfum velli var nokkuð þéttur og gerði heimamönnum erfitt um vik. Þrátt fyrir að vera án sinnar bestu skyttu, Brynjars Þórs Björnssonar, voru KR-ingar heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Gestirnir settu niður níu þrista í 19 tilraunum (47%) á meðan þriggja stiga nýting heimamanna var afleit (17%).Þessir stóðu upp úr: Kristófer Acox bar af í liði KR, sérstaklega í fyrri hálfleik. Landsliðsmaðurinn skoraði 23 stig, tók 10 fráköst, stal þremur boltum og varði þrjú skot. Björn Kristjánsson setti niður mikilvæg skot og Darri Hilmarsson steig upp í seinni hálfleiknum. Urald King var gríðarlega öflugur undir körfunni í liði Vals. Hann skoraði 26 stig, tók 14 fráköst, stal boltanum í þrígang og varði fjögur skot. Sigurður Dagur Sturluson var góður í fyrri hálfleik og endaði með 11 stig og sex fráköst.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekkert sérstakur. KR-ingar björguðu sér fyrir horn með góðri þriggja stiga nýtingu og settu niður stór skot á mikilvægum augnablikum. Valsmönnum gekk ágætlega þegar þeir sóttu hratt á KR-inga en áttu í basli þegar Íslands- og bikarmeistararnir náðu að stilla vörninni upp. Austin Magnus Bracey vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Hann var með 50% þriggja stiga nýtingu í fyrstu þremur leikjum Vals en var ískaldur fyrir utan í kvöld. Aðeins tvö af 11 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið.Tölfræðin sem vakti athygli: Valsmenn unnu frákastabaráttuna með 10 (47-37) og tóku 15 sóknarfráköst gegn aðeins átta hjá KR-ingum. Gestirnir voru hins vegar með mun betri þriggja stiga nýtingu eins og áður sagði.Valur-KR 73-80 (12-20, 24-19, 13-17, 24-24)Valur: Urald King 26/19 fráköst/4 varin skot, Austin Magnus Bracey 14/5 stoðsendingar, Sigurður Dagur Sturluson 11/6 fráköst, Illugi Steingrímsson 8, Sigurður Páll Stefánsson 5, Birgir Björn Pétursson 4/6 fráköst, Elías Kristjánsson 3, Benedikt Blöndal 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.KR: Kristófer Acox 23/12 fráköst/3 varin skot, Jalen Jenkins 17/10 fráköst/4 varin skot, Darri Hilmarsson 13/4 fráköst, Björn Kristjánsson 11/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/5 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 4, Arnór Hermannsson 4.Ágúst: Væri alveg til í að vera búinn að vinna heimaleik Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, segir að KR hafi sýnt styrk sinn í leik liðanna í kvöld. „KR eru ógeðslega góðir og þeir voru betri en við. Þeir hleyptu okkur aldrei nær en einu stigi,“ sagði Ágúst eftir leik. „Við náðum nokkrum áhlaupum en aldrei að komast yfir. Þeir eru bara góðir og það er engin tilviljun að þeir eru Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára.“ Valsmenn gerðu margt vel í leiknum í kvöld en slæm þriggja stiga nýting (17%) fór illa með þá. „Við hittum illa fyrir utan. Við höfum hitt betur í síðustu leikjum,“ sagði Ágúst sem gat þó glaðst yfir því að hans menn unnu frákastabaráttuna 47-37. Valur er með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Domino's deildinni. Ágúst viðurkennir að hann vilji vera með fleiri stig en segir spilamennsku Valsmanna heilt yfir hafa verið góða. „Ég er nokkuð sáttur með spilamennskuna. Meira að segja Keflavíkurleikurinn var ekki jafn slæmur og tölurnar segja til um. Það er margt gott í okkar spilamennsku og frammistaðan ágæt en ég væri alveg til að vera búinn að vinna einn heimaleik, ef ekki tvo,“ sagði Ágúst að endingu.Finnur Freyr: Urðum undir í baráttunni Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, gladdist að vonum yfir sigrinum á Val. Hann segir KR-inga þó geta spilað betur en þeir gerðu í kvöld. „Við náðum nokkrum stoppum í lokin. Vörnin var oft á tíðum fín í kvöld og við gerðum vel á hálfum velli en við urðum undir í baráttunni,“ sagði Finnur Freyr eftir leik. „Við töpuðum frákastabaráttunni með 10 og þeir skoruðu ansi mikið á okkur úr hraðaupphlaupum undir lokin. Við gerðum okkur seka um slæm mistök og hleyptum þeim aftur inn í leikinn. Það munaði ekki miklu en það dugði.“ KR-ingar leiddu nær allan tímann en náðu aldrei að slíta sig frá Valsmönnum. „Eins og svo oft áður náðum við góðum köflum. En í staðinn fyrir að halda fætinum á bensíngjöfinni duttum við niður,“ sagði Finnur Freyr. „Urald King átti stórleik og gerði þetta mestmegnis á krafti. Það var stóra málið í þessu. Við urðum undir í þessari baráttu sem við eigum ekki að láta gerast.“ Dominos-deild karla
KR bar sigurorð af Val, 73-80, í 4. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Þetta var þriðji sigur KR-inga í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Valsmenn eru aftur á móti með einn sigur og þrjú töp. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti en KR-ingar náðu fljótlega undirtökunum. Þeir voru átta stigum yfir, 12-20, eftir 1. leikhluta og létu forystuna ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Heimamenn fengu fjölda tækifæra til að jafna eða komast yfir en nýttu þau ekki. Alltaf þegar Valsmenn komu með áhlaup svöruðu KR-ingar. Valur barðist af krafti og var allan tímann inni í leiknum en það vantaði að stíga síðasta skrefið. KR lokaði vörninni undir lokin og landaði sjö stiga sigri, 73-80.Af hverju vann KR? KR-ingar spiluðu ekki sinn besta leik en gerðu nóg til að innbyrða stigin tvö. Varnarleikur Vesturbæinga á hálfum velli var nokkuð þéttur og gerði heimamönnum erfitt um vik. Þrátt fyrir að vera án sinnar bestu skyttu, Brynjars Þórs Björnssonar, voru KR-ingar heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Gestirnir settu niður níu þrista í 19 tilraunum (47%) á meðan þriggja stiga nýting heimamanna var afleit (17%).Þessir stóðu upp úr: Kristófer Acox bar af í liði KR, sérstaklega í fyrri hálfleik. Landsliðsmaðurinn skoraði 23 stig, tók 10 fráköst, stal þremur boltum og varði þrjú skot. Björn Kristjánsson setti niður mikilvæg skot og Darri Hilmarsson steig upp í seinni hálfleiknum. Urald King var gríðarlega öflugur undir körfunni í liði Vals. Hann skoraði 26 stig, tók 14 fráköst, stal boltanum í þrígang og varði fjögur skot. Sigurður Dagur Sturluson var góður í fyrri hálfleik og endaði með 11 stig og sex fráköst.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekkert sérstakur. KR-ingar björguðu sér fyrir horn með góðri þriggja stiga nýtingu og settu niður stór skot á mikilvægum augnablikum. Valsmönnum gekk ágætlega þegar þeir sóttu hratt á KR-inga en áttu í basli þegar Íslands- og bikarmeistararnir náðu að stilla vörninni upp. Austin Magnus Bracey vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Hann var með 50% þriggja stiga nýtingu í fyrstu þremur leikjum Vals en var ískaldur fyrir utan í kvöld. Aðeins tvö af 11 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið.Tölfræðin sem vakti athygli: Valsmenn unnu frákastabaráttuna með 10 (47-37) og tóku 15 sóknarfráköst gegn aðeins átta hjá KR-ingum. Gestirnir voru hins vegar með mun betri þriggja stiga nýtingu eins og áður sagði.Valur-KR 73-80 (12-20, 24-19, 13-17, 24-24)Valur: Urald King 26/19 fráköst/4 varin skot, Austin Magnus Bracey 14/5 stoðsendingar, Sigurður Dagur Sturluson 11/6 fráköst, Illugi Steingrímsson 8, Sigurður Páll Stefánsson 5, Birgir Björn Pétursson 4/6 fráköst, Elías Kristjánsson 3, Benedikt Blöndal 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.KR: Kristófer Acox 23/12 fráköst/3 varin skot, Jalen Jenkins 17/10 fráköst/4 varin skot, Darri Hilmarsson 13/4 fráköst, Björn Kristjánsson 11/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/5 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 4, Arnór Hermannsson 4.Ágúst: Væri alveg til í að vera búinn að vinna heimaleik Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, segir að KR hafi sýnt styrk sinn í leik liðanna í kvöld. „KR eru ógeðslega góðir og þeir voru betri en við. Þeir hleyptu okkur aldrei nær en einu stigi,“ sagði Ágúst eftir leik. „Við náðum nokkrum áhlaupum en aldrei að komast yfir. Þeir eru bara góðir og það er engin tilviljun að þeir eru Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára.“ Valsmenn gerðu margt vel í leiknum í kvöld en slæm þriggja stiga nýting (17%) fór illa með þá. „Við hittum illa fyrir utan. Við höfum hitt betur í síðustu leikjum,“ sagði Ágúst sem gat þó glaðst yfir því að hans menn unnu frákastabaráttuna 47-37. Valur er með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Domino's deildinni. Ágúst viðurkennir að hann vilji vera með fleiri stig en segir spilamennsku Valsmanna heilt yfir hafa verið góða. „Ég er nokkuð sáttur með spilamennskuna. Meira að segja Keflavíkurleikurinn var ekki jafn slæmur og tölurnar segja til um. Það er margt gott í okkar spilamennsku og frammistaðan ágæt en ég væri alveg til að vera búinn að vinna einn heimaleik, ef ekki tvo,“ sagði Ágúst að endingu.Finnur Freyr: Urðum undir í baráttunni Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, gladdist að vonum yfir sigrinum á Val. Hann segir KR-inga þó geta spilað betur en þeir gerðu í kvöld. „Við náðum nokkrum stoppum í lokin. Vörnin var oft á tíðum fín í kvöld og við gerðum vel á hálfum velli en við urðum undir í baráttunni,“ sagði Finnur Freyr eftir leik. „Við töpuðum frákastabaráttunni með 10 og þeir skoruðu ansi mikið á okkur úr hraðaupphlaupum undir lokin. Við gerðum okkur seka um slæm mistök og hleyptum þeim aftur inn í leikinn. Það munaði ekki miklu en það dugði.“ KR-ingar leiddu nær allan tímann en náðu aldrei að slíta sig frá Valsmönnum. „Eins og svo oft áður náðum við góðum köflum. En í staðinn fyrir að halda fætinum á bensíngjöfinni duttum við niður,“ sagði Finnur Freyr. „Urald King átti stórleik og gerði þetta mestmegnis á krafti. Það var stóra málið í þessu. Við urðum undir í þessari baráttu sem við eigum ekki að láta gerast.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti