Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Árni Jóhannsson skrifar 12. mars 2025 18:32 Haukar að fagna og gátu gert það mjög. Vísir / Hulda Margrét Eftir brösuga byrjun settu Haukar í fluggír til að leggja Þórskonur að velli í 21. umferð Bónus deildar kvenna. Leikurinn endaði 97-73 og með sigrinum tryggðu Haukar sér deildarmeistaratitilinn en þær hafa fjögurra stiga forskot á Njarðvík fyrir lokaumferðina. Hart var barist.Vísir / Hulda Margrét Þór frá Akureyri byrjaði stórglæsilega í kvöld. Það var ekki að sjá að þær væru að koma úr fimm klukkustunda bílferð og á meðan skotin skrúfuðust upp úr hjá Haukum þá fóru þau niður fyrir norðankonur. Staðan varð mjög fljótlega 0-9 fyrir Þór og Emil Barja tók leikhlé þegar 2 mínútur og 14 sekúndur voru liðnar af leiknum. Það gerði gæfumuninn því leikurinn snerist á haus. Haukar juku ákefðina og þegar upp var staðið var 19-0 sprettur staðreynd og staðan 19-9 en fyrsta leikhluta lauk í stöðunni 21-13. Tinna Guðrún að brenna upp að körfunni.Vísir / Hulda Margrét Annar leikhluti var í meira jafnvægi en Þór Ak. býr það vel að þegar skotin fara ofan í eins og hjá leikmönnum eins og Amandine Toi þá gerast góðir hlutir. Þær náðu að naga niður forskotið, komu því niður í fjögur stig, 36-32 en þá komust Haukar aftur í gang og komu muninum upp í 10 stig en í hálfleik var staðan 45-35. Leikurinn var hraður og ákafur á báðum endum vallarins. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var með 18 stig í hálfleik fyrir heimakonur og Toi var komin með 14 fyrir gestina. Diamond Battles var svo frábær í varnarleiknum og það hjálpaði Haukum heldur betur. Amandine Toi skoraði 29 stig en hefði þurft hjálp frá fleirum.Vísir / Hulda Margrét Eftir stirða byrjun í þriðja leikhluta þá komust Haukar í góðan takt, juku forskotið í 16 stig, 69-53, og litu út fyrir að vera að ganga frá leiknum. Þór neitaði að leggja árar í bát og náðu muninum aftur niður í 10 stig þegar flautan gall í lok þriðja leikhluta. Það gerði það að verkum að manni fannst eins og allt væri mögulegt fyrir gestina en annað kom á daginn. Staðan 71-61 fyrir Hauka þegar farið var í lokaleikhlutann. Í fljótu bragði þá gengu Haukar frá leiknum á fyrstu fimm mínútum fjórða leikhluta. Með áköfum varnarleik og góðum sóknarleik þá skoruðu þær fyrstu 17 stig leikhlutans og ekki var litið um öxl. Lore Devos komst í gang og Diamond Battles hélt áfram að vera frábær varnarlega. Tinna Guðrún sem hafði hægar um sig sóknarlega í seinni hálfleik setti niður þrist og allt gekk eins vel og hugsast gat. Bekkir liðanna voru svo tæmdi og Haukar fögnuðu gríðalega í lok leiks þegar flautan gall. Lokastaðan 97-73 og Haukar orðnir deildarmeistarar í Bónus deild kvenna árið 2025 og eru vel að því komnar. Búnar að vera besta liðið heilt yfir í vetur. Deildarmeistarafögnuður Vísir / Hulda Margrét Haukar að fagna deildarmeistaratitlinumVísir / Hulda Margrét Vísir / Hulda Margrét Atvik leiksins Leikhléið sem Haukar taka í stöðunni 0-9 fyrir Þór þegar 7:46 eru eftir af fyrsta leikhluta gjörbreytti leiknum. Blaðran fylltist Haukamegin en hvellsprakk hjá gestunum. Við tók 19-0 sprettur og leik var í raun og veru lokið. Diamond Battles var frábærum á báðum endum vallarins.Vísir / Hulda Margrét Stjörnur og skúrkar Það voru þrjár stjörnur sem skinu skærast Haukamegin. Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 18 stig og sex stolna bolta, Diamond Battles með 19 stig, 12 fráköst og 31 framlagspunkt og Lore Devos með 30 stig og 34 í framlag. Aðrar lögðu hönd á plóg að sjálfsögðu en þessar skinu skærast. Lore Devos var frábær.Vísir / Hulda Margrét Samkvæmt þjálfara Þórs væri hægt að setja allar hans konur í skúrka dálkinn og það er alveg hægt að taka undir það. Amandine Toi skoraði hins 29 stig og Eva Wium 15 en aðrar hefðu þurft að koma með meira að borðinu en þeim var gert mjög erfitt fyrir af hendi Hauka. Eva Wium reyndi eins og hún gat en allt kom fyrir ekkiVísir / Hulda Margrét Eitt í viðbót, nú mögulega er það í reglum að veita deildarbikarinn í síðasta heimaleiknum en að mati blaðamanns var leitt að sjá ekki bikarinn fara á loft í kvöld. Sigurleikur sem tryggði deildarmeistaratitilinn. Þessu mætti breyta ef þetta er meitlað í einhvern stein á skrifstofu KKÍ. Umgjörð og stemmning Fín mæting og góður stuðningur úr stúkunni í kvöld. Hefði viljað sjá fleiri samt því þetta var fyrirfram hörkuleikur í milli tveggja góðra liða. Dómararnir Það er mín tilfinning að þegar dómararnir eru ekki aðalatriðið þá hafa þeir staðið sig vel. Voru með góð tök og lítið af einhverjum vafadómum. Viðtöl: Daníel: 37 mínútur af karakterleysi, einbeitingarleysi og andleysi Daníel Andir og félagar gátu ekki glaðst yfir mörgu í kvöldVísir / Hulda Margrét Þjálfari Þórs frá Akureyri, Daníel Andri Halldórsson, var sjánlega fúll eftir leik í kvödl. Eftir frábæra byrjun þá fór allt til fjandans hjá Þórsurum í kvöld. Hvað gerðist? „Það tóku bara við 37 mínútur af karakterleysi, einbeitingarleysi og andleysi. Það var bara ekkert hægt að taka út úr þessu.“ Er einhver skýring á þessu? Þetta stefndi nefnilega í hörkuleik. „Þetta kannski skýrist af þunnum leikmannahóp. Við æfum fáar og komumst bara x mikið yfir leikplan. Hin ástæðan er að þær þurfa að læra mikið betur að taka við mótlæti og vera andlega sterkari á vellinum. Það kom kaflar í hverjum einasta körfuboltaleik þar sem lið skora 8-12 stig í röð og í staðinn fyrir að berjast á móti þá gefumst við upp.“ Næsta vika er bikarvikan og Þór er í undanúrslitum þar. Það er kannski jákvætt að taka þetta út í dag frekar en þá? „Já. Ég ætla að vona að þetta hafi ekki verið sýning á því sem er framundan. Það er það eina sem maður getur sagt.“ Esther Fokke hefur ekki verið lík sjálfri sér undanfarið. Er hún meidd? „Já hún er meidd. Með þunnan hóp þá eru ekki mörg tækifæri til að hvíla hana og því þarf að harka af sér. Hún er með beinmar og sneri sig með Hollandi í síðasta landsliðsglugga. Hún er að jafna sig eftir það.“ Að lokum var Daníel spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt sem hann ætlaði að segja við stelpurnar sínar eftir þennan leik. Hann valdi skynsömu leiðina. „Nei, ég ætla að kæla mig þangað til á morgun. Þá get ég vonandi sagt eitthvað gagnlegt þá. Við græðum ekkert á því að ég fari inn í klefa og segi eitthvað núna.“ Emil: Ekki góður leikur Emil Barja var ekki ánægður með leik sinna kvenna þó sigurinn hafi glatt hann.Vísir / Hulda Margrét Emil Barja, þjálfari Hauka, var glaður með sigurinn en hefði viljað betri leik. „Tilfinningin er fín en ég hefði viljað fá betri leik. Mér fannst við tapa of mikið af boltum og klikka á of mörgum sniðskotum. Ég veit það ekki. Mér fannst leikurinn í heild ekki æðislegur en jú gaman að vinna hann og gaman að vera deildarmeistari.“ Eftir hörmulega byrjun þá fóru Haukar í steypiflug og hrifsuðu leikinn til sín. Hvað gerðist eftir 0-9 kaflann í byrjun. „Ég veit það ekki. Þetta eru verstu 2-3 mínútur hjá þessu liði eftir að ég byrjaði að vera með þetta. Þær voru ekki tilbúnar og mjög hægar. Svo kom góður kafli sem breytti þessu alveg.“ Var þá ekki jákvætt að sjá þær taka við sér eftir þessa flötu byrjun? „Jú jú. Ég hefði viljað sjá þær taka meira við sér. Það komu góðir kaflar en það voru of margir slæmir kaflar og hægir. Sóknin okkar var mjög skrýtin á köflum, boltinn var ekki að flæða. Við vorum að taka skot með mann í okkur á meðan það var galopinn leikmaður undir körfunni. Í heild ekki æðislegur leikur en gott að vinna hann.“ Er eitthvað sem Emil þarf að hafa áhyggjur af eftir leikinn þó að hann hafi endað með jákvæðum úrsltimu? „Nei nei, þær voru kannski komnar dálítið fram úr sér. Þær héldu kannski að þetta væri komið og að við þyrftum ekkert að leggja á okkur hérna. Ég hef ekki áhyggjur. Um leið og við komum í úrslitakeppnina þá verður þetta allta annað. Að lokum var Emil spurður að því hvort það væri gott eða slæmt að fá pásu núna. Haukar eru ekki þátttakendur í undanúrslitum bikarkeppninnar og fá því tveggja vikan frí. „Bæði og. Ég er með nokkrar meiddar og það er gott að því leytinu til. Hinsvegar getur tempóið dottið niður á æfingum. Ég væri til í að vera ekki á leið í pásu en þær eru örugglega til í það.“ Bónus-deild kvenna Haukar Þór Akureyri
Eftir brösuga byrjun settu Haukar í fluggír til að leggja Þórskonur að velli í 21. umferð Bónus deildar kvenna. Leikurinn endaði 97-73 og með sigrinum tryggðu Haukar sér deildarmeistaratitilinn en þær hafa fjögurra stiga forskot á Njarðvík fyrir lokaumferðina. Hart var barist.Vísir / Hulda Margrét Þór frá Akureyri byrjaði stórglæsilega í kvöld. Það var ekki að sjá að þær væru að koma úr fimm klukkustunda bílferð og á meðan skotin skrúfuðust upp úr hjá Haukum þá fóru þau niður fyrir norðankonur. Staðan varð mjög fljótlega 0-9 fyrir Þór og Emil Barja tók leikhlé þegar 2 mínútur og 14 sekúndur voru liðnar af leiknum. Það gerði gæfumuninn því leikurinn snerist á haus. Haukar juku ákefðina og þegar upp var staðið var 19-0 sprettur staðreynd og staðan 19-9 en fyrsta leikhluta lauk í stöðunni 21-13. Tinna Guðrún að brenna upp að körfunni.Vísir / Hulda Margrét Annar leikhluti var í meira jafnvægi en Þór Ak. býr það vel að þegar skotin fara ofan í eins og hjá leikmönnum eins og Amandine Toi þá gerast góðir hlutir. Þær náðu að naga niður forskotið, komu því niður í fjögur stig, 36-32 en þá komust Haukar aftur í gang og komu muninum upp í 10 stig en í hálfleik var staðan 45-35. Leikurinn var hraður og ákafur á báðum endum vallarins. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var með 18 stig í hálfleik fyrir heimakonur og Toi var komin með 14 fyrir gestina. Diamond Battles var svo frábær í varnarleiknum og það hjálpaði Haukum heldur betur. Amandine Toi skoraði 29 stig en hefði þurft hjálp frá fleirum.Vísir / Hulda Margrét Eftir stirða byrjun í þriðja leikhluta þá komust Haukar í góðan takt, juku forskotið í 16 stig, 69-53, og litu út fyrir að vera að ganga frá leiknum. Þór neitaði að leggja árar í bát og náðu muninum aftur niður í 10 stig þegar flautan gall í lok þriðja leikhluta. Það gerði það að verkum að manni fannst eins og allt væri mögulegt fyrir gestina en annað kom á daginn. Staðan 71-61 fyrir Hauka þegar farið var í lokaleikhlutann. Í fljótu bragði þá gengu Haukar frá leiknum á fyrstu fimm mínútum fjórða leikhluta. Með áköfum varnarleik og góðum sóknarleik þá skoruðu þær fyrstu 17 stig leikhlutans og ekki var litið um öxl. Lore Devos komst í gang og Diamond Battles hélt áfram að vera frábær varnarlega. Tinna Guðrún sem hafði hægar um sig sóknarlega í seinni hálfleik setti niður þrist og allt gekk eins vel og hugsast gat. Bekkir liðanna voru svo tæmdi og Haukar fögnuðu gríðalega í lok leiks þegar flautan gall. Lokastaðan 97-73 og Haukar orðnir deildarmeistarar í Bónus deild kvenna árið 2025 og eru vel að því komnar. Búnar að vera besta liðið heilt yfir í vetur. Deildarmeistarafögnuður Vísir / Hulda Margrét Haukar að fagna deildarmeistaratitlinumVísir / Hulda Margrét Vísir / Hulda Margrét Atvik leiksins Leikhléið sem Haukar taka í stöðunni 0-9 fyrir Þór þegar 7:46 eru eftir af fyrsta leikhluta gjörbreytti leiknum. Blaðran fylltist Haukamegin en hvellsprakk hjá gestunum. Við tók 19-0 sprettur og leik var í raun og veru lokið. Diamond Battles var frábærum á báðum endum vallarins.Vísir / Hulda Margrét Stjörnur og skúrkar Það voru þrjár stjörnur sem skinu skærast Haukamegin. Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 18 stig og sex stolna bolta, Diamond Battles með 19 stig, 12 fráköst og 31 framlagspunkt og Lore Devos með 30 stig og 34 í framlag. Aðrar lögðu hönd á plóg að sjálfsögðu en þessar skinu skærast. Lore Devos var frábær.Vísir / Hulda Margrét Samkvæmt þjálfara Þórs væri hægt að setja allar hans konur í skúrka dálkinn og það er alveg hægt að taka undir það. Amandine Toi skoraði hins 29 stig og Eva Wium 15 en aðrar hefðu þurft að koma með meira að borðinu en þeim var gert mjög erfitt fyrir af hendi Hauka. Eva Wium reyndi eins og hún gat en allt kom fyrir ekkiVísir / Hulda Margrét Eitt í viðbót, nú mögulega er það í reglum að veita deildarbikarinn í síðasta heimaleiknum en að mati blaðamanns var leitt að sjá ekki bikarinn fara á loft í kvöld. Sigurleikur sem tryggði deildarmeistaratitilinn. Þessu mætti breyta ef þetta er meitlað í einhvern stein á skrifstofu KKÍ. Umgjörð og stemmning Fín mæting og góður stuðningur úr stúkunni í kvöld. Hefði viljað sjá fleiri samt því þetta var fyrirfram hörkuleikur í milli tveggja góðra liða. Dómararnir Það er mín tilfinning að þegar dómararnir eru ekki aðalatriðið þá hafa þeir staðið sig vel. Voru með góð tök og lítið af einhverjum vafadómum. Viðtöl: Daníel: 37 mínútur af karakterleysi, einbeitingarleysi og andleysi Daníel Andir og félagar gátu ekki glaðst yfir mörgu í kvöldVísir / Hulda Margrét Þjálfari Þórs frá Akureyri, Daníel Andri Halldórsson, var sjánlega fúll eftir leik í kvödl. Eftir frábæra byrjun þá fór allt til fjandans hjá Þórsurum í kvöld. Hvað gerðist? „Það tóku bara við 37 mínútur af karakterleysi, einbeitingarleysi og andleysi. Það var bara ekkert hægt að taka út úr þessu.“ Er einhver skýring á þessu? Þetta stefndi nefnilega í hörkuleik. „Þetta kannski skýrist af þunnum leikmannahóp. Við æfum fáar og komumst bara x mikið yfir leikplan. Hin ástæðan er að þær þurfa að læra mikið betur að taka við mótlæti og vera andlega sterkari á vellinum. Það kom kaflar í hverjum einasta körfuboltaleik þar sem lið skora 8-12 stig í röð og í staðinn fyrir að berjast á móti þá gefumst við upp.“ Næsta vika er bikarvikan og Þór er í undanúrslitum þar. Það er kannski jákvætt að taka þetta út í dag frekar en þá? „Já. Ég ætla að vona að þetta hafi ekki verið sýning á því sem er framundan. Það er það eina sem maður getur sagt.“ Esther Fokke hefur ekki verið lík sjálfri sér undanfarið. Er hún meidd? „Já hún er meidd. Með þunnan hóp þá eru ekki mörg tækifæri til að hvíla hana og því þarf að harka af sér. Hún er með beinmar og sneri sig með Hollandi í síðasta landsliðsglugga. Hún er að jafna sig eftir það.“ Að lokum var Daníel spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt sem hann ætlaði að segja við stelpurnar sínar eftir þennan leik. Hann valdi skynsömu leiðina. „Nei, ég ætla að kæla mig þangað til á morgun. Þá get ég vonandi sagt eitthvað gagnlegt þá. Við græðum ekkert á því að ég fari inn í klefa og segi eitthvað núna.“ Emil: Ekki góður leikur Emil Barja var ekki ánægður með leik sinna kvenna þó sigurinn hafi glatt hann.Vísir / Hulda Margrét Emil Barja, þjálfari Hauka, var glaður með sigurinn en hefði viljað betri leik. „Tilfinningin er fín en ég hefði viljað fá betri leik. Mér fannst við tapa of mikið af boltum og klikka á of mörgum sniðskotum. Ég veit það ekki. Mér fannst leikurinn í heild ekki æðislegur en jú gaman að vinna hann og gaman að vera deildarmeistari.“ Eftir hörmulega byrjun þá fóru Haukar í steypiflug og hrifsuðu leikinn til sín. Hvað gerðist eftir 0-9 kaflann í byrjun. „Ég veit það ekki. Þetta eru verstu 2-3 mínútur hjá þessu liði eftir að ég byrjaði að vera með þetta. Þær voru ekki tilbúnar og mjög hægar. Svo kom góður kafli sem breytti þessu alveg.“ Var þá ekki jákvætt að sjá þær taka við sér eftir þessa flötu byrjun? „Jú jú. Ég hefði viljað sjá þær taka meira við sér. Það komu góðir kaflar en það voru of margir slæmir kaflar og hægir. Sóknin okkar var mjög skrýtin á köflum, boltinn var ekki að flæða. Við vorum að taka skot með mann í okkur á meðan það var galopinn leikmaður undir körfunni. Í heild ekki æðislegur leikur en gott að vinna hann.“ Er eitthvað sem Emil þarf að hafa áhyggjur af eftir leikinn þó að hann hafi endað með jákvæðum úrsltimu? „Nei nei, þær voru kannski komnar dálítið fram úr sér. Þær héldu kannski að þetta væri komið og að við þyrftum ekkert að leggja á okkur hérna. Ég hef ekki áhyggjur. Um leið og við komum í úrslitakeppnina þá verður þetta allta annað. Að lokum var Emil spurður að því hvort það væri gott eða slæmt að fá pásu núna. Haukar eru ekki þátttakendur í undanúrslitum bikarkeppninnar og fá því tveggja vikan frí. „Bæði og. Ég er með nokkrar meiddar og það er gott að því leytinu til. Hinsvegar getur tempóið dottið niður á æfingum. Ég væri til í að vera ekki á leið í pásu en þær eru örugglega til í það.“
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti