Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2017 08:15 Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. Vísir „Ísland nötrar eftir að Guðni Th. Jóhannesson hefur opinberað leyniuppskrift sína sem hinn venjulegi Íslendingur er að nota til að þéna pening heima frá.“ Svona hefst frétt sem látin er líta út fyrir fyrir að hafa verið birt á viðskiptavef CNN í gær. Þegar betur að er gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk. Slóðin á fréttina sjálfa er allt önnur en hefðbundin slóð á viðskiptavef CNN og þá virðist greinarhöfundur ekki gera sér grein fyrir því að Guðni sé forseti Íslands. Auglýsingu með þar sem tengli á fréttina hefur verið dreift um netið en glöggur lesandi Vísis kom auga á auglýsinguna á vef Observer. Í falsfréttinni sem um ræðir er láti líta út fyrir að rætt hafi verið við Guðna þar sem hann opinberar hvernig meðaljónið geti hætt í vinnunni á 30 dögum og þénað allt að 350 dollara á dag að meðaltali með því að vinna heima frá sér. „Það er jafnvel hættulegt að tala um þetta vegna þess að hinn valdamikla elíta vill ekki að hinn venjulegi Íslendingur verði svona ríkur. Því ríkari sem almenningur er, þeim mun meira minnka völd þeirra. Þeir hata mig fyrir að deila þessu,“ er Guðni látinn segja. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er fréttin látin líta út fyrir að birtast á vef CNN Money og eru líkindin töluverð. Algjörlega óljóst er þó hver tilgangur falsfréttarinnar er þar sem að ef smellt er á myndbönd eða tengla þar sem boðað er að nánari upplýsingar um leyniaðferð Guðna megi finna, kemur villa upp.Fyrir áhugasama má sjá falsfréttina hér en líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða og eru lesendur því varaðir við að smella á tengilinn.Falsfréttin er til hægri, alvöru frétt á CNN til vinstri. Forseti Íslands Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
„Ísland nötrar eftir að Guðni Th. Jóhannesson hefur opinberað leyniuppskrift sína sem hinn venjulegi Íslendingur er að nota til að þéna pening heima frá.“ Svona hefst frétt sem látin er líta út fyrir fyrir að hafa verið birt á viðskiptavef CNN í gær. Þegar betur að er gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk. Slóðin á fréttina sjálfa er allt önnur en hefðbundin slóð á viðskiptavef CNN og þá virðist greinarhöfundur ekki gera sér grein fyrir því að Guðni sé forseti Íslands. Auglýsingu með þar sem tengli á fréttina hefur verið dreift um netið en glöggur lesandi Vísis kom auga á auglýsinguna á vef Observer. Í falsfréttinni sem um ræðir er láti líta út fyrir að rætt hafi verið við Guðna þar sem hann opinberar hvernig meðaljónið geti hætt í vinnunni á 30 dögum og þénað allt að 350 dollara á dag að meðaltali með því að vinna heima frá sér. „Það er jafnvel hættulegt að tala um þetta vegna þess að hinn valdamikla elíta vill ekki að hinn venjulegi Íslendingur verði svona ríkur. Því ríkari sem almenningur er, þeim mun meira minnka völd þeirra. Þeir hata mig fyrir að deila þessu,“ er Guðni látinn segja. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er fréttin látin líta út fyrir að birtast á vef CNN Money og eru líkindin töluverð. Algjörlega óljóst er þó hver tilgangur falsfréttarinnar er þar sem að ef smellt er á myndbönd eða tengla þar sem boðað er að nánari upplýsingar um leyniaðferð Guðna megi finna, kemur villa upp.Fyrir áhugasama má sjá falsfréttina hér en líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða og eru lesendur því varaðir við að smella á tengilinn.Falsfréttin er til hægri, alvöru frétt á CNN til vinstri.
Forseti Íslands Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira