Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. október 2017 19:30 Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. Formenn yfirkjörstjórna bæði í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður staðfestu í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að grunur léki á um að framboðslistar fleiri flokka innihéldu slíkar undirskriftir, en vildu ekki gefa upp um hvaða flokka væri að ræða. Þeir flokkar hafi hins vegar náð tilskyldum lágmarksfjölda undirskrifta utan þessara tilvika og listarnir því gildir. Líkt og fram hefur komið dró Íslenska þjóðfylkingin framboðslista sína til baka í öllum kjördæmum í dag. Fréttastofa náði engu sambandi við forsvarsmenn eða frambjóðendur flokksins í dag og á kosningaskrifstofunni við Dalshraun í Hafnarfirði var allt lokað og læst. Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef nöfn á framboðslistum séu fölsuð sé þar um skýrt skjalafalsbrot að ræða, en slík brot geta samkvæmt lögum varðað allt að átta ára fangelsi. Jón Þór segir ekki skipta máli í þessu samhengi þó listarnir hafi verið dregnir til baka. Hann segir hins vegar að sönnunarbyrði í slíkum málum sé oft erfið, enda sé það ekki svo að forsvarsmaður viðkomandi stjórnmálaflokks beri sjálfkrafa ábyrgð á brotinu, heldur einfaldlega sá sem framkvæmdi fölsunina með eigin hendi. Kosningar 2017 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. Formenn yfirkjörstjórna bæði í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður staðfestu í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að grunur léki á um að framboðslistar fleiri flokka innihéldu slíkar undirskriftir, en vildu ekki gefa upp um hvaða flokka væri að ræða. Þeir flokkar hafi hins vegar náð tilskyldum lágmarksfjölda undirskrifta utan þessara tilvika og listarnir því gildir. Líkt og fram hefur komið dró Íslenska þjóðfylkingin framboðslista sína til baka í öllum kjördæmum í dag. Fréttastofa náði engu sambandi við forsvarsmenn eða frambjóðendur flokksins í dag og á kosningaskrifstofunni við Dalshraun í Hafnarfirði var allt lokað og læst. Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef nöfn á framboðslistum séu fölsuð sé þar um skýrt skjalafalsbrot að ræða, en slík brot geta samkvæmt lögum varðað allt að átta ára fangelsi. Jón Þór segir ekki skipta máli í þessu samhengi þó listarnir hafi verið dregnir til baka. Hann segir hins vegar að sönnunarbyrði í slíkum málum sé oft erfið, enda sé það ekki svo að forsvarsmaður viðkomandi stjórnmálaflokks beri sjálfkrafa ábyrgð á brotinu, heldur einfaldlega sá sem framkvæmdi fölsunina með eigin hendi.
Kosningar 2017 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira