Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. október 2017 16:40 Konan segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. Vísir/Anton Héraðsdsdómur Reykjavíkur hefur dæmt R. Guðmundsson ehf., til að greiða fyrrum starfsmanni Hótel Adam við Skólavörðustíg 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Konan segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. Starfsmaðurinn sem um ræðir er tékknesk kona og var hún ráðin til starfa á Hótel Adam í nóvember 2015. Hún fullyrðir að hótelið sé rekið af R. Guðmundsson ehf. Vinkona hennar úti í Tékklandi þekkti eigandann sem jafnframt rekur kaffihús þar í landi í miðborg Prag. Eftir að hún hafði lýst yfir áhuga á starfi á Íslandi kom vinkona hennar á fundi með eigandanum í Prag þar sem hún var ráðin ti lstarfa á Hótel Adam. Að sögn konunnar var samið um að hún ynni hér í þrjá mánuði til að byrja með og fengi greiddar um 300.000 krónur á mánuði auk þess sem eigandinn myndi útvega henni herbergi á hótelinu til að búa í. Starfaði konan í móttöku hótelsins auk þess sem hún sinnti ræstingum í afleysingum. Aldrei var gerður skriflegur ráðningarsamningum vi ðkonuna og kveðst hún ekki hafa fengið neina launaseðla afhenta fyrr en í kjölfar þess að hún óskaði eftir launauppgjöri eftir starfslok. Konan hafi beðið að hluti launa yrði greiddur aðila í Tékklandi Að sögn eigandans var samið um að konunni yrðu greidd föst laun upp á 242 þúsund krónur á mánuði fyrir fjóra vinnudaga í viku, sjö tíma í senn sem legðist út á um það bil 126 vinnustundir í mánuði. Þá segir hann konuna hafa óskað eftir því að hluti af launum hennar yrði greiddur tilteknum aðila í Tékklandi sem hún skuldaði ákveðna upphæð. Þá hafi hún átt að greiða 80 þúsund krónur í leigu á mánuði fyrir herbergið sem henni var úthlutað. Konan hélt því hins vegar fram að hún hefði unnið allt að 253,5 tíma í einum mánuði. Í maí árið 2016 óskaði konan eftir uppgjöri á launum. Afhenti hún forsvarsmanni fyrirtækisins blað þar sem fram kom hvað hún taldi eiga inni og hvað ætti að koma til framdráttar. Illa gekk að fá svör svo að konan ákvað að hætta störfum hjá fyrirtækinu og leitað í kjölfar til lögreglunnar og ASÍ. Efling-stéttarfélag fékk málið á sitt borð og segir konan að lögreglan hafi rannsakað málið sem mansalsmál. Skilaði sundurliðuðu yfirliti yfir unnar vinnustundir Í dómi héraðsdóms segir að það sé óumdeilanlegt að eigandinn hafi ekki sinnt þeim skyldum sem hvíla á honum samkvæmt kjarasamningi um að halda saman vinnustundum starfsmanna. Ekki var rafræn skráning á vinnustundum starfsmanna eða stimpilklukka og ekki voru fylltar út vinnuskýrslur í tvíriti þar sem starfsmaður skal halda öðru eintakinu. Konan hafi hins vegar lagt fram í málinu yfirlit yfir unnar vinnustundir fyrir allt tímabilið sem hún vann hjá fyrirtækinu sundurliðað á daga. „Með vísan til alls framangreinds verður fallist á stefnukröfur málsins og stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 2.323.553 krónur ásamt vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði en stefndi hefur engin rökstudd mótmæli haft uppi um vaxtakröfur stefnanda,“ segir í dómnum. Auk þess þarf fyrirtækið að greið akonunni 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Héraðsdsdómur Reykjavíkur hefur dæmt R. Guðmundsson ehf., til að greiða fyrrum starfsmanni Hótel Adam við Skólavörðustíg 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Konan segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. Starfsmaðurinn sem um ræðir er tékknesk kona og var hún ráðin til starfa á Hótel Adam í nóvember 2015. Hún fullyrðir að hótelið sé rekið af R. Guðmundsson ehf. Vinkona hennar úti í Tékklandi þekkti eigandann sem jafnframt rekur kaffihús þar í landi í miðborg Prag. Eftir að hún hafði lýst yfir áhuga á starfi á Íslandi kom vinkona hennar á fundi með eigandanum í Prag þar sem hún var ráðin ti lstarfa á Hótel Adam. Að sögn konunnar var samið um að hún ynni hér í þrjá mánuði til að byrja með og fengi greiddar um 300.000 krónur á mánuði auk þess sem eigandinn myndi útvega henni herbergi á hótelinu til að búa í. Starfaði konan í móttöku hótelsins auk þess sem hún sinnti ræstingum í afleysingum. Aldrei var gerður skriflegur ráðningarsamningum vi ðkonuna og kveðst hún ekki hafa fengið neina launaseðla afhenta fyrr en í kjölfar þess að hún óskaði eftir launauppgjöri eftir starfslok. Konan hafi beðið að hluti launa yrði greiddur aðila í Tékklandi Að sögn eigandans var samið um að konunni yrðu greidd föst laun upp á 242 þúsund krónur á mánuði fyrir fjóra vinnudaga í viku, sjö tíma í senn sem legðist út á um það bil 126 vinnustundir í mánuði. Þá segir hann konuna hafa óskað eftir því að hluti af launum hennar yrði greiddur tilteknum aðila í Tékklandi sem hún skuldaði ákveðna upphæð. Þá hafi hún átt að greiða 80 þúsund krónur í leigu á mánuði fyrir herbergið sem henni var úthlutað. Konan hélt því hins vegar fram að hún hefði unnið allt að 253,5 tíma í einum mánuði. Í maí árið 2016 óskaði konan eftir uppgjöri á launum. Afhenti hún forsvarsmanni fyrirtækisins blað þar sem fram kom hvað hún taldi eiga inni og hvað ætti að koma til framdráttar. Illa gekk að fá svör svo að konan ákvað að hætta störfum hjá fyrirtækinu og leitað í kjölfar til lögreglunnar og ASÍ. Efling-stéttarfélag fékk málið á sitt borð og segir konan að lögreglan hafi rannsakað málið sem mansalsmál. Skilaði sundurliðuðu yfirliti yfir unnar vinnustundir Í dómi héraðsdóms segir að það sé óumdeilanlegt að eigandinn hafi ekki sinnt þeim skyldum sem hvíla á honum samkvæmt kjarasamningi um að halda saman vinnustundum starfsmanna. Ekki var rafræn skráning á vinnustundum starfsmanna eða stimpilklukka og ekki voru fylltar út vinnuskýrslur í tvíriti þar sem starfsmaður skal halda öðru eintakinu. Konan hafi hins vegar lagt fram í málinu yfirlit yfir unnar vinnustundir fyrir allt tímabilið sem hún vann hjá fyrirtækinu sundurliðað á daga. „Með vísan til alls framangreinds verður fallist á stefnukröfur málsins og stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 2.323.553 krónur ásamt vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði en stefndi hefur engin rökstudd mótmæli haft uppi um vaxtakröfur stefnanda,“ segir í dómnum. Auk þess þarf fyrirtækið að greið akonunni 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45
Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03
Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00
Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49