Erlent

Skýrslu stungið undir stól að beiðni stjórnvalda

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skýrslan varaði við því að rúmlega 80 þúsund börn undir fimm ára aldri liðu mikinn skort í héraðinu.
Skýrslan varaði við því að rúmlega 80 þúsund börn undir fimm ára aldri liðu mikinn skort í héraðinu. Vísir/Getty

Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna dró til baka skýrslu sem sýndi fram á hungursneyð á meðal Rohingjia-múslima í Rakhine-héraði í Myanmar, að kröfu stjórnvalda í landinu.

Þetta kemur fram í Guardian í dag en skýrslan, sem gerð var í júlí, varaði við því að rúmlega 80 þúsund börn undir fimm ára aldri liðu mikinn skort. Þá var þess einnig farið á leit að aðstoð við íbúa héraðsins yrði aukin svo að tryggja mætti afkomu 225 þúsund fleiri Rohingja-múslima. Talið er að stjórvöld landsins, sem hafa frá birtingu skýrslunnar stöðvað straum hjálpargagna til héraðsins, hefðu ekki fallist á þá bón.

Greint var frá efni skýrslunnar á sínum tíma en nú hefur hún verið tekin af heimasíðu Matvælaaðstoðarinnar og í staðinn hefur verið settur texti þar sem segir að stofnunin sé, ásamt yfirvöldum í Myanmar, að vinna að nýrri útgáfu hennar.

Sjá einnig: Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum



Sú vinna hafi hins vegar dregist á langinn vegna átakanna í héraðinu í ágúst síðastliðnum, að sögn stofnunarinnar.

Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í Myanmar hafa áður verið gagnrýndir fyrir að draga taum stjórnvalda í landinu og fyrir að gera ekki nógu mikið til að gæta að réttindum Rohingja múslima sem hafa flúið landið undanfarna mánuði.

Stjórnvöld í Myanmar hafa ekki viljað tjá sig við Guardian, en umfjöllun blaðsins má nálgast hér.

 


Tengdar fréttir

Erindreki SÞ kallaður heim frá Mjanmar

Æðsti erindreki Sameinuðu þjóðanna í Asíuríkinu Mjanmar hefur verið kallaður heim. Um þetta tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×