Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 11:42 Að minnsta kosti 50 létust í árásinni og yfir 200 manns eru særðir. vísir/afp Skotárásin í Las Vegas í morgun er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Mannskæðasta árásin var áður skotárás sem gerð var á skemmtistað hinsegin fólks í Orlando í Flórída í fyrra. Þá voru 49 manns skotnir til bana. Árásarmaðurinn í Las Vegas hét Stephen Paddock. Hann var skotinn til bana af lögreglu. Paddock var 64 ára gamall en fjöldi skotvopna fannst á hótelherbergi hans á Mandalay-hótelinu þaðan sem hann skaut en herbergið er á 32. hæð. Hinu megin við götuna frá hótelinu fór fram tónlistarhátíð utandyra þar sem um 40 þúsund manns voru komnir saman. Paddock skaut frá hótelinu sínu á mannfjöldann. Talið er að Paddock hafi verið einn að verki og tengist ekki neinum hryðjuverkahópum. Ekkert er vitað um ástæður árásarinnar. Lögreglan hóf strax leit að konu Paddock, Marilou Danley, og telur sig nú hafa fundið út hvar hún er. Vill lögreglan yfirheyra hana vegna málsins. Paddock bjó í Mesquite í Nevada. Lögreglan leitar nú í húsi hans að vísbendingum og þá er hún búin að finna tvö ökutæki í hans eigu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter áðan og sendi samúðarkveðjur til fórnarlamba árásarinnar og aðstandenda þeirra.My warmest condolences and sympathies to the victims and families of the terrible Las Vegas shooting. God bless you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2017
Skotárásin í Las Vegas í morgun er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Mannskæðasta árásin var áður skotárás sem gerð var á skemmtistað hinsegin fólks í Orlando í Flórída í fyrra. Þá voru 49 manns skotnir til bana. Árásarmaðurinn í Las Vegas hét Stephen Paddock. Hann var skotinn til bana af lögreglu. Paddock var 64 ára gamall en fjöldi skotvopna fannst á hótelherbergi hans á Mandalay-hótelinu þaðan sem hann skaut en herbergið er á 32. hæð. Hinu megin við götuna frá hótelinu fór fram tónlistarhátíð utandyra þar sem um 40 þúsund manns voru komnir saman. Paddock skaut frá hótelinu sínu á mannfjöldann. Talið er að Paddock hafi verið einn að verki og tengist ekki neinum hryðjuverkahópum. Ekkert er vitað um ástæður árásarinnar. Lögreglan hóf strax leit að konu Paddock, Marilou Danley, og telur sig nú hafa fundið út hvar hún er. Vill lögreglan yfirheyra hana vegna málsins. Paddock bjó í Mesquite í Nevada. Lögreglan leitar nú í húsi hans að vísbendingum og þá er hún búin að finna tvö ökutæki í hans eigu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter áðan og sendi samúðarkveðjur til fórnarlamba árásarinnar og aðstandenda þeirra.My warmest condolences and sympathies to the victims and families of the terrible Las Vegas shooting. God bless you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2017
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Tugir skotnir til bana þegar Aldean stóð á sviðinu: „Þetta hefur verið skelfilegt kvöld“ Yfir 50 eru sagðir látnir og fleiri en tvö hundruð særðir eftir að 64 ára karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 12:30 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Tugir skotnir til bana þegar Aldean stóð á sviðinu: „Þetta hefur verið skelfilegt kvöld“ Yfir 50 eru sagðir látnir og fleiri en tvö hundruð særðir eftir að 64 ára karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 12:30