Ætla að lýsa yfir sjálfstæði á næstu dögum Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2017 10:27 Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær vegna aðgerða lögreglu og til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna. Vísir/AFP Katalónar ætla sér að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni á næstu dögum. Þetta segir Carles Puigdemont, leiðtogi héraðsins. Hæstiréttur Spánar rannsakar nú hátt setta embættismenn í Katalóníu fyrir landráð. Þeirra á meðal er yfirmaður lögreglunnar þar, en hann er sakaður um að hafa ekki haft stjórn á mótmælendum þegar lögregla gerði athlaup að skrifstofu ríkisstjórnar Katalóníu fyrir atkvæðagreiðsluna um helgina. Rúmlega 900 manns særðust þegar þjóðvarðlið Spánar reyndi að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu um helgina. Yfirvöld Spánar höfðu úrskurðað að atkvæðagreiðslan væri ólögleg. Sömuleiðis segja yfirvöld að 33 lögregluþjónar hafi særst.Sjá einnig: Átök í Katalóníu (myndbönd frá aðgerðum lögreglu á sunnudaginn)Í samtali við BBC segir Puigdemont að engar viðræður ættu sér stað á milli leiðtoga Katalóníu og yfirvalda Spánar. Þá segist hann ósammála þeirri yfirlýsingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að atburðir síðustu daga væru innanríkismál Spánar.Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær vegna aðgerða lögreglu og til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna.Sjá einnig: „Þetta er samfélagsbylting og stórmerkilegt afl“Filippus Spánarkonungur steig einnig fram í gær og fordæmdi sjálfstæðissinna í Katalóníu. Hann sagði skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins og að atkvæðagreiðslan gæti stefnt efnahagi Spánar í voða. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Katalónar ætla sér að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni á næstu dögum. Þetta segir Carles Puigdemont, leiðtogi héraðsins. Hæstiréttur Spánar rannsakar nú hátt setta embættismenn í Katalóníu fyrir landráð. Þeirra á meðal er yfirmaður lögreglunnar þar, en hann er sakaður um að hafa ekki haft stjórn á mótmælendum þegar lögregla gerði athlaup að skrifstofu ríkisstjórnar Katalóníu fyrir atkvæðagreiðsluna um helgina. Rúmlega 900 manns særðust þegar þjóðvarðlið Spánar reyndi að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu um helgina. Yfirvöld Spánar höfðu úrskurðað að atkvæðagreiðslan væri ólögleg. Sömuleiðis segja yfirvöld að 33 lögregluþjónar hafi særst.Sjá einnig: Átök í Katalóníu (myndbönd frá aðgerðum lögreglu á sunnudaginn)Í samtali við BBC segir Puigdemont að engar viðræður ættu sér stað á milli leiðtoga Katalóníu og yfirvalda Spánar. Þá segist hann ósammála þeirri yfirlýsingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að atburðir síðustu daga væru innanríkismál Spánar.Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær vegna aðgerða lögreglu og til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna.Sjá einnig: „Þetta er samfélagsbylting og stórmerkilegt afl“Filippus Spánarkonungur steig einnig fram í gær og fordæmdi sjálfstæðissinna í Katalóníu. Hann sagði skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins og að atkvæðagreiðslan gæti stefnt efnahagi Spánar í voða.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira