Ólafur: Efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2017 17:52 Í morgun bárust fréttir af því að Ólafur Kristjánsson væri hættur sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers. Gengi Randers það sem af er tímabils hefur verið afleitt en liðið situr á botni dönsku deildarinnar með aðeins sjö stig eftir 11 leiki. „Þetta er alltaf fúlt. Þú ert rekinn eða segir upp en þetta kemur í kjölfarið á spjalli sem ég átti við íþróttastjórann í gær. Það er búin að vera þurrkatíð og þá þarf maður stundum að kíkja inn á við og finna út hvernig hlutirnir eru og hvað maður getur gert. Við sammæltust um að það væri betra að láta leiðir skilja og hleypa öðrum að,“ sagði Ólafur í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En er Ólafur svekktur hvernig hlutirnar æxluðust hjá Randers? „Maður er svekktur að fá ekki úrslit. Svekktur með hluti sem hafa verið að gerast í félaginu í gegnum langan tíma. Það gagnast engum að ég telji þá hluti upp. Þá er þetta eins og maður sé grenjandi og vælandi og kennandi öllum öðrum um en sjálfum sér. Maður verður að hafa nógu breiðar axlir til að segja: ég ber ábyrgð á ákveðnum hlutum og þeir þurfa að fara upp á borðið,“ sagði Ólafur sem hefur engan áhuga á að skjóta á sína gömlu vinnuveitendur.Ólafur segist óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér.vísir/getty„Það sem félagið og leikmannahópurinn þarf á að halda er að það skapist ró. Þá er ekkert gott að hafa fyrrverandi þjálfara sem ætlar að benda á allt sem hann hefði viljað hafa öðruvísi.“ Ólafur segir að eflaust hafi hann gert sín mistök meðan hann var við stjórnvölinn hjá Randers. „Auðvitað gerði ég hluti sem ég átti ekki að gera. Ég get nefnt að ég hefði átt að vera kröfuharðari á að ég einn myndi ráða og enginn annar. Ég hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við á einhverjum tímapunkti varðandi leikmannahópinn og ýmsa hluti. En það er í fortíðinni. Ég efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari. Þú mátt aldrei gera það þótt þú sért látinn fara. Það eru ekkert alltof margir sem koma til þín og segja að þú sért góður í einhverju,“ sagði Ólafur. Þjálfarinn segist ekki vita hvað taki við hjá sér; hvort hann ætli að reyna áfram fyrir sér í Danmörku eða koma heim. Breiðablik, sem Ólafur stýrði á árunum 2006-14 er t.a.m. án þjálfara. „Ég hef ekkert hugsað svo langt. Það kemur allt til greina. Síðast sagðist ég hafa áhuga á að vera úti en ef það er spennandi verkefni og áskorun hér í Danmörku eða annars staðar sem höfðar til mín, þá kemur það til greina, hvort sem það er í fótbolta eða einhverju öðru,“ sagði Ólafur að lokum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Í morgun bárust fréttir af því að Ólafur Kristjánsson væri hættur sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers. Gengi Randers það sem af er tímabils hefur verið afleitt en liðið situr á botni dönsku deildarinnar með aðeins sjö stig eftir 11 leiki. „Þetta er alltaf fúlt. Þú ert rekinn eða segir upp en þetta kemur í kjölfarið á spjalli sem ég átti við íþróttastjórann í gær. Það er búin að vera þurrkatíð og þá þarf maður stundum að kíkja inn á við og finna út hvernig hlutirnir eru og hvað maður getur gert. Við sammæltust um að það væri betra að láta leiðir skilja og hleypa öðrum að,“ sagði Ólafur í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En er Ólafur svekktur hvernig hlutirnar æxluðust hjá Randers? „Maður er svekktur að fá ekki úrslit. Svekktur með hluti sem hafa verið að gerast í félaginu í gegnum langan tíma. Það gagnast engum að ég telji þá hluti upp. Þá er þetta eins og maður sé grenjandi og vælandi og kennandi öllum öðrum um en sjálfum sér. Maður verður að hafa nógu breiðar axlir til að segja: ég ber ábyrgð á ákveðnum hlutum og þeir þurfa að fara upp á borðið,“ sagði Ólafur sem hefur engan áhuga á að skjóta á sína gömlu vinnuveitendur.Ólafur segist óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér.vísir/getty„Það sem félagið og leikmannahópurinn þarf á að halda er að það skapist ró. Þá er ekkert gott að hafa fyrrverandi þjálfara sem ætlar að benda á allt sem hann hefði viljað hafa öðruvísi.“ Ólafur segir að eflaust hafi hann gert sín mistök meðan hann var við stjórnvölinn hjá Randers. „Auðvitað gerði ég hluti sem ég átti ekki að gera. Ég get nefnt að ég hefði átt að vera kröfuharðari á að ég einn myndi ráða og enginn annar. Ég hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við á einhverjum tímapunkti varðandi leikmannahópinn og ýmsa hluti. En það er í fortíðinni. Ég efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari. Þú mátt aldrei gera það þótt þú sért látinn fara. Það eru ekkert alltof margir sem koma til þín og segja að þú sért góður í einhverju,“ sagði Ólafur. Þjálfarinn segist ekki vita hvað taki við hjá sér; hvort hann ætli að reyna áfram fyrir sér í Danmörku eða koma heim. Breiðablik, sem Ólafur stýrði á árunum 2006-14 er t.a.m. án þjálfara. „Ég hef ekkert hugsað svo langt. Það kemur allt til greina. Síðast sagðist ég hafa áhuga á að vera úti en ef það er spennandi verkefni og áskorun hér í Danmörku eða annars staðar sem höfðar til mín, þá kemur það til greina, hvort sem það er í fótbolta eða einhverju öðru,“ sagði Ólafur að lokum. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Ólafur hættur hjá Randers Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag. 5. október 2017 11:43