Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2017 06:00 Sorgin heltók þennan Rohingja-múslima þegar hann sat yfir líki ungrar dóttur sinnar sem hafði drukknað á leiðinni frá Mjanmar til Bangladess, en nokkur börn voru á meðal þeirra sem létust þegar bátnum hvolfdi. Nordicphotos/AFP Talið er að um sextíu flóttamenn af þjóðflokki Rohingja hafi farist þegar báti þeirra hvolfdi við strönd Bangladess. Rohingjarnir voru að reyna að flýja til Bangladess frá Mjanmar en samkvæmt Sameinuðu þjóðunum gerir ríkisstjórn Mjanmar um þessar mundir þjóðernishreinsanir á Rohingjum, sem eru múslimar, í Rakhine-héraði ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá slysinu í gær og sagði talsmaður þeirra að staðfest væri að 23 hefðu farist. Fjörutíu væri enn saknað og þeir því taldir af. Tugir til viðbótar hafa dáið undanfarnar vikur á leiðinni til Bangladess en nærri hálf milljón Rohingja hefur flúið til ríkisins frá því átök brutust út í Rakhine-héraði þann 25. ágúst síðastliðinn. Gerðu skæruliðar úr röðum Rohingja þá árás á herstöð og svöruðu jafnt almennir borgarar, sem flestir eru búddistar, og hermenn árásinni með því að brenna bæi Rohingja og taka þá af lífi án dóms og laga, að því er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur haldið fram. Rohingjar hafa lengi sætt mismunun í Mjanmar. Er þeim neitað um ríkisborgararétt og þeir álitnir ólöglegir innflytjendur, burtséð frá því hvort þeir hafi fæðst í Mjanmar eða ekki. Joel Millman, talsmaður Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar, sagði í samtali við BBC í gær að um áttatíu hefðu verið í bátnum. „Þeir sem lifðu slysið af segjast hafa verið í sjónum í alla nótt, án matar og drykkjar,“ sagði Millman og bætti því við að nokkur börn hefðu verið á meðal hinna látnu. Í samtali við Reuters sagði Abdul Kalam, einn flóttamannanna að eiginkona hans, tvö börn og eitt barnabarn hefðu drukknað. Þau hefðu ákveðið að flýja frá Rakhine-héraði eftir að vopnaðir búddistar stálu búfé þeirra og matarbirgðum. Greint var frá því í gær að ríkisstjórn Mjanmar hefði frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til ríkisins um viku. Skýringin var sú að slæmt veður byði ekki upp á annað. Ríkisstjórn Mjanmar hefur alfarið hafnað öllum ásökunum um að standa að þjóðernishreinsunum en alþjóðasamfélagið er á öðru máli. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði eftir því á fimmtudag að ríki heimsins ættu að hætta allri vopnasölu til Mjanmar þar til ríkisstjórnin tekur ábyrgð á gjörðum sínum. „Það ætti að koma þeim frá völdum sem hafa verið sakaðir um þessi brot og sækja þau til saka,“ sagði Haley. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, tjáði sig um ástandið á allsherjarþinginu fyrr í mánuðinum. Sagði hann að ofbeldið í Mjanmar væri orðið að algjörri martröð og kallaði eftir bættu aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka að svæðinu en eins og er er það aðgengi verulega takmarkað. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Fresta heimsókn til Mjanmar um viku Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær. 29. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Talið er að um sextíu flóttamenn af þjóðflokki Rohingja hafi farist þegar báti þeirra hvolfdi við strönd Bangladess. Rohingjarnir voru að reyna að flýja til Bangladess frá Mjanmar en samkvæmt Sameinuðu þjóðunum gerir ríkisstjórn Mjanmar um þessar mundir þjóðernishreinsanir á Rohingjum, sem eru múslimar, í Rakhine-héraði ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá slysinu í gær og sagði talsmaður þeirra að staðfest væri að 23 hefðu farist. Fjörutíu væri enn saknað og þeir því taldir af. Tugir til viðbótar hafa dáið undanfarnar vikur á leiðinni til Bangladess en nærri hálf milljón Rohingja hefur flúið til ríkisins frá því átök brutust út í Rakhine-héraði þann 25. ágúst síðastliðinn. Gerðu skæruliðar úr röðum Rohingja þá árás á herstöð og svöruðu jafnt almennir borgarar, sem flestir eru búddistar, og hermenn árásinni með því að brenna bæi Rohingja og taka þá af lífi án dóms og laga, að því er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur haldið fram. Rohingjar hafa lengi sætt mismunun í Mjanmar. Er þeim neitað um ríkisborgararétt og þeir álitnir ólöglegir innflytjendur, burtséð frá því hvort þeir hafi fæðst í Mjanmar eða ekki. Joel Millman, talsmaður Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar, sagði í samtali við BBC í gær að um áttatíu hefðu verið í bátnum. „Þeir sem lifðu slysið af segjast hafa verið í sjónum í alla nótt, án matar og drykkjar,“ sagði Millman og bætti því við að nokkur börn hefðu verið á meðal hinna látnu. Í samtali við Reuters sagði Abdul Kalam, einn flóttamannanna að eiginkona hans, tvö börn og eitt barnabarn hefðu drukknað. Þau hefðu ákveðið að flýja frá Rakhine-héraði eftir að vopnaðir búddistar stálu búfé þeirra og matarbirgðum. Greint var frá því í gær að ríkisstjórn Mjanmar hefði frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til ríkisins um viku. Skýringin var sú að slæmt veður byði ekki upp á annað. Ríkisstjórn Mjanmar hefur alfarið hafnað öllum ásökunum um að standa að þjóðernishreinsunum en alþjóðasamfélagið er á öðru máli. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði eftir því á fimmtudag að ríki heimsins ættu að hætta allri vopnasölu til Mjanmar þar til ríkisstjórnin tekur ábyrgð á gjörðum sínum. „Það ætti að koma þeim frá völdum sem hafa verið sakaðir um þessi brot og sækja þau til saka,“ sagði Haley. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, tjáði sig um ástandið á allsherjarþinginu fyrr í mánuðinum. Sagði hann að ofbeldið í Mjanmar væri orðið að algjörri martröð og kallaði eftir bættu aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka að svæðinu en eins og er er það aðgengi verulega takmarkað.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Fresta heimsókn til Mjanmar um viku Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær. 29. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Fresta heimsókn til Mjanmar um viku Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær. 29. september 2017 06:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10
Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00