Óttast ekki að þrívíddargangbrautin á Ísafirði trufli ökumenn of mikið Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 12:07 Þrívíddargangbrautin í Hafnarstræti á Ísafirði. Mynd/Ágúst G. Atlason Það hafa fáar gangbrautir á Íslandi vakið jafn mikla athygli undanfarin sólarhring og þrívíddargangbrautin á Ísafirði. Brautin var máluð við Landsbankahúsið í Hafnarstræti, en um er að ræða einstefnugötu með 30 kílómetra hámarkshraða. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, fékk hugmyndina að mála þrívíddargangbraut á þessum stað þegar hann var að vinna umferðaröryggisáætlun og að reyna að finna viðunandi aðgerðir sem lækka umferðarhraða í þéttbýli.Sjá einnig: Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða30 einfaldlega of hratt30 kílómetra hámarkshraði er í þéttbýli á Ísafirði en Ralf segir að á sumum stöðum í bænum sé það einfaldlega of hratt, aðstæður leyfi það ekki. Þegar hann reyndi að finna leiðir til að lækka hraðann á vissum stöðum fann hann mynd af þrívíddargangbraut á Netinu og sá þá strax að það væri auðframkvæmanleg hugmynd sem gæti átt vel við á Ísafirði.Gangbrautin hefur heldur betur slegið í gegn og er það mikið sport í dag að fá af sér mynd á henni. Ísafjarðartöffari í Hafnarstræti. #DaníelIngi #Ísafjörður #3dgangbraut #vegamálun A post shared by Linda Björk Pétursdóttir (@lindabjorkp) on Sep 21, 2017 at 9:49am PDT Slíkar gangbrautir eru að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína. Var þannig gangbraut komið upp í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, í fyrra og er sögð hafa gefið þá raun að meðal umferðarhraði lækkaði úr 50 kílómetrum á klukkustund í 30 kílómetra á klukkustund. Í Kína var þetta sömuleiðis gert til að lækka umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda, en á sumum stöðum var þetta einnig gert til að lokka ferðamenn á staðinn. Ralf Trylla segir einhvern tíma hafa farið í leyfisveitingu þar sem þurfti að finna þessari þrívíddargangbraut stað í reglugerð um gangbrautir hér á landi. Leyfin fengust á endanum og var ráðist í að mála brautina í gær.Ýktara á myndum Einhverjir hafa spurt hvort þessi gangbraut muni hafa truflandi áhrif á ökumenn og valda þannig einhverri hættu. Ralf bendir þó á að gangbrautin sé mun tilkomu meiri á ljósmyndum en í raun og veru og að þegar ökumenn nálgast hana eigi ekki að fara á milli mála að um sé að ræða manngerða skynvillu.Hér fyrir neðan má sjá myndband frá svæðinu sem var tekið í gær.Spurður hvort komi til greina að gera fleiri slíkar gangbrautir á Ísafirði segir hann það eiga eftir að koma í ljós og fari allt eftir því hvernig reynslan verði af þessari, en vonir standa til að hún lækki umferðarhraða á svæðinu og geri það öruggara. Hann segir gangbrautina málaða með hefðbundinni götumálningu og muni væntanlega verða fyrir töluverður hnjaski í vetur sökum umferðar á nagladekkjum og þá muni frostið hafa einhver áhrif. Brautin verði þá einfaldlega máluð upp á nýtt á næsta ári fari svo að hún verði illa farin. Hægt er að sjá fleiri myndir af gangbrautinni í þessari frétt hér.Gangbrautin séð hinu megin frá.Ralf Trylla Tengdar fréttir Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Það hafa fáar gangbrautir á Íslandi vakið jafn mikla athygli undanfarin sólarhring og þrívíddargangbrautin á Ísafirði. Brautin var máluð við Landsbankahúsið í Hafnarstræti, en um er að ræða einstefnugötu með 30 kílómetra hámarkshraða. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, fékk hugmyndina að mála þrívíddargangbraut á þessum stað þegar hann var að vinna umferðaröryggisáætlun og að reyna að finna viðunandi aðgerðir sem lækka umferðarhraða í þéttbýli.Sjá einnig: Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða30 einfaldlega of hratt30 kílómetra hámarkshraði er í þéttbýli á Ísafirði en Ralf segir að á sumum stöðum í bænum sé það einfaldlega of hratt, aðstæður leyfi það ekki. Þegar hann reyndi að finna leiðir til að lækka hraðann á vissum stöðum fann hann mynd af þrívíddargangbraut á Netinu og sá þá strax að það væri auðframkvæmanleg hugmynd sem gæti átt vel við á Ísafirði.Gangbrautin hefur heldur betur slegið í gegn og er það mikið sport í dag að fá af sér mynd á henni. Ísafjarðartöffari í Hafnarstræti. #DaníelIngi #Ísafjörður #3dgangbraut #vegamálun A post shared by Linda Björk Pétursdóttir (@lindabjorkp) on Sep 21, 2017 at 9:49am PDT Slíkar gangbrautir eru að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína. Var þannig gangbraut komið upp í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, í fyrra og er sögð hafa gefið þá raun að meðal umferðarhraði lækkaði úr 50 kílómetrum á klukkustund í 30 kílómetra á klukkustund. Í Kína var þetta sömuleiðis gert til að lækka umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda, en á sumum stöðum var þetta einnig gert til að lokka ferðamenn á staðinn. Ralf Trylla segir einhvern tíma hafa farið í leyfisveitingu þar sem þurfti að finna þessari þrívíddargangbraut stað í reglugerð um gangbrautir hér á landi. Leyfin fengust á endanum og var ráðist í að mála brautina í gær.Ýktara á myndum Einhverjir hafa spurt hvort þessi gangbraut muni hafa truflandi áhrif á ökumenn og valda þannig einhverri hættu. Ralf bendir þó á að gangbrautin sé mun tilkomu meiri á ljósmyndum en í raun og veru og að þegar ökumenn nálgast hana eigi ekki að fara á milli mála að um sé að ræða manngerða skynvillu.Hér fyrir neðan má sjá myndband frá svæðinu sem var tekið í gær.Spurður hvort komi til greina að gera fleiri slíkar gangbrautir á Ísafirði segir hann það eiga eftir að koma í ljós og fari allt eftir því hvernig reynslan verði af þessari, en vonir standa til að hún lækki umferðarhraða á svæðinu og geri það öruggara. Hann segir gangbrautina málaða með hefðbundinni götumálningu og muni væntanlega verða fyrir töluverður hnjaski í vetur sökum umferðar á nagladekkjum og þá muni frostið hafa einhver áhrif. Brautin verði þá einfaldlega máluð upp á nýtt á næsta ári fari svo að hún verði illa farin. Hægt er að sjá fleiri myndir af gangbrautinni í þessari frétt hér.Gangbrautin séð hinu megin frá.Ralf Trylla
Tengdar fréttir Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45