Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 13:30 Thomas í dómsal þegar hann bar vitni við aðalmeðferð málsins í ágúst. vísir/eyþór Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas var einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Gæsluvarðhaldið sem hann hefur sætt frá því í janúar kemur til frádráttar refsingunni. Hann var dæmdur til að greiða 28 milljónir króna í sakarkostnað. Þar af eru 21 milljón sem fara í málsvarnarlaun verjanda hans, Páls Rúnars M. Kristjánssonar. Thomas var dæmdur til að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum og Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu, rúmlega þrjár milljónir í bætur með vöxtum.Gæsluvarðhald framlengt til 15. desember Ekki hefur fengist staðfest hvort dómnum verði áfrýjað en lögregla fékk framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Thomasi til 15. desember á grundvelli almannahagsmuna. Er það jafnan gert þegar ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað.Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Ákæra á hendur Thomasi var gefin út þann 30. mars síðastliðinn og var málið þingfest þann 10. apríl. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Sjá einnig:Hvarf Birnu Brjánsdóttur er greypt í minni þjóðarinnar Aðalmeðferð málsins hófst ekki fyrr en þann 20. ágúst en hún dróst í nokkrar vikur þar sem beðið var eftir matsgerð þýsks réttarmeinafræðings í málinu.Hátt í 40 vitni komu fyrir dóm Fyrirtaka var þó í málinu í júlí þar sem nokkrir skipverjar af Polar Nanoq báru vitni en tækifærið var nýtt til að fá þá fyrir dóm þá þar sem togarinn var í höfn. Thomas kom svo sjálfur fyrir dóminn 20. ágúst og gaf skýrslu. Hann gjörbreytti framburði sínum af atburðum aðfaranætur 14. janúar frá því sem hann bar við hjá lögreglu á sínum tíma og beindi spjótum sínum að öðrum skipverja á Polar Nanoq sem hafði verið með honum þá um nóttina. Alls komu hátt í 40 vitni fyrir héraðsdóm en aðalmeðferð málsins tók þrjá daga. Fór Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, fram á að Thomas yrði dæmdur í 18 ára fangelsi. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13 Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas var einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Gæsluvarðhaldið sem hann hefur sætt frá því í janúar kemur til frádráttar refsingunni. Hann var dæmdur til að greiða 28 milljónir króna í sakarkostnað. Þar af eru 21 milljón sem fara í málsvarnarlaun verjanda hans, Páls Rúnars M. Kristjánssonar. Thomas var dæmdur til að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum og Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu, rúmlega þrjár milljónir í bætur með vöxtum.Gæsluvarðhald framlengt til 15. desember Ekki hefur fengist staðfest hvort dómnum verði áfrýjað en lögregla fékk framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Thomasi til 15. desember á grundvelli almannahagsmuna. Er það jafnan gert þegar ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað.Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Ákæra á hendur Thomasi var gefin út þann 30. mars síðastliðinn og var málið þingfest þann 10. apríl. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Sjá einnig:Hvarf Birnu Brjánsdóttur er greypt í minni þjóðarinnar Aðalmeðferð málsins hófst ekki fyrr en þann 20. ágúst en hún dróst í nokkrar vikur þar sem beðið var eftir matsgerð þýsks réttarmeinafræðings í málinu.Hátt í 40 vitni komu fyrir dóm Fyrirtaka var þó í málinu í júlí þar sem nokkrir skipverjar af Polar Nanoq báru vitni en tækifærið var nýtt til að fá þá fyrir dóm þá þar sem togarinn var í höfn. Thomas kom svo sjálfur fyrir dóminn 20. ágúst og gaf skýrslu. Hann gjörbreytti framburði sínum af atburðum aðfaranætur 14. janúar frá því sem hann bar við hjá lögreglu á sínum tíma og beindi spjótum sínum að öðrum skipverja á Polar Nanoq sem hafði verið með honum þá um nóttina. Alls komu hátt í 40 vitni fyrir héraðsdóm en aðalmeðferð málsins tók þrjá daga. Fór Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, fram á að Thomas yrði dæmdur í 18 ára fangelsi.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13 Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13
Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38
Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent