Erlent

Rohingjar létu lífið á jarðsprengjusvæði

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega 300 þúsund manns úr röðum Rohingja hafa nú flúið Mjanmar.
Rúmlega 300 þúsund manns úr röðum Rohingja hafa nú flúið Mjanmar. Vísir/AFP

Fregnir berast nú af fólki úr röðum Rohingja-múslímar sem hafa særst alvarlega eða látið lífið eftir að hafa stigið á jarðsprengjur á flótta sínum frá Rakhine-héraði í Mjanmar og yfir til Bangladess.

Sprengjunum var komið fyrir á landamærunum á tíunda áratugnum en heimildir BBC í Bangladess herma að stjórnarherinn hafi komið fleiri sprengjum fyrir á undanförnum vikum. Þeirri ásökun er hafnað af stjórnvöldum í Mjanmar.

Rúmlega 300 þúsund manns úr röðum Rohingja hafa nú flúið Mjanmar eftir að stjórnarherinn jók sókn sína gegn uppreisnarmönnum og í gær sakaði yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum stjórnina í Mjanmar um að standa að þjóðernishreinsunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×