Heildstæð úttekt sýnir hundraða milljarða gat Sigurður Hannesson skrifar 13. september 2017 07:00 Innviði landsins þarf að þróa og uppfæra í takt við þarfir samfélagsins og framtíð þess. Sú uppbygging er forsenda þess að atvinnulíf blómstri um land allt. Þetta á við um samgöngur, fjarskipti, gagnatengingar og raforku. Á síðustu árum hefur fjárfesting í innviðum verið of lítil og það mun bitna á okkur í framtíðinni verði ekki bætt í. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi enda verðum við að standa jafnfætis öðrum ríkjum sem við viljum bera okkur saman við til að ná þeim lífskjörum sem sóst er eftir. Þess vegna er sérstaklega jákvætt að sjá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar setja þessi mál í forgang fyrir komandi þingvetur en ljóst er að stórátak þarf til. Samtök iðnaðarins vinna að úttekt á stöðu innviða landsins. Heildstæð og ítarleg úttekt af því tagi hefur ekki verið gerð fyrr hér á landi svo vitað sé til en þessi vinna á sér erlendar fyrirmyndir. Ljóst er að fjárfesta þarf fyrir hundruð milljarða króna svo innviðir landsins séu nægilega sterkir og styðji við framtíðarvöxt.Brýn innviðaverkefni um land allt Innviðaverkefnin eru fjölmörg. Nægir að nefna að víða um land eru hættulegir vegakaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Margoft hefur komið fram að á höfuðborgarsvæðinu þurfi að bæta samgöngur talsvert. Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Með því að bæta úr því væri raforka ekki eingöngu tryggari um land allt heldur yrðu til verðmæti í orku sem ella fer til spillis. Þá þarf að bæta gagnatengingar á landsbyggðinni verulega og það er öryggismál fyrir landsmenn að annar gagnastrengur verði lagður til útlanda. Gögn eru helsta hrávara fjórðu iðnbyltingarinnar en hún snýst að miklu leyti um söfnun þeirra og úrvinnslu. Verðmæti gagna eru mikil og því munu gagnatengingar skipa ríkari sess með tímanum.Samstarf einkaaðila og hins opinbera nauðsynlegt Það er morgunljóst að einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Þekking á rekstri slíkra verkefna hefur byggst upp hér og nægir þar að nefna fyrirtækið Spöl og Hvalfjarðargöngin. Til að setja þetta í samhengi er það rifjað upp að á 1100 ára afmæli byggðar í landinu var þjóðargjöfin Þjóðarbókhlaðan vestur á Melum. Raunar á bygging hússins sér lengri aðdraganda en framkvæmdir hófust árið 1978. Tuttugu árum eftir hin miklu tímamót, eða 1. desember árið 1994, var Þjóðarbókhlaðan tekin í notkun. Kostnaðurinn nam 2,5 milljörðum sem er um 8,4 milljarðar framreiknað með byggingavísitölu. Þetta minnir okkur svo sannarlega á að framkvæmdir á vegum hins opinbera geta tekið óralangan tíma, jafnvel þótt kostnaðurinn sé ekkert í líkingu við uppsafnaða þörf. Slíkan tíma höfum við ekki til stefnu þegar kemur að innviðum Íslands.Núna er rétti tíminn til framkvæmda Á næstu árum mun draga úr hagvexti samkvæmt spám Seðlabanka Íslands. Þar með skapast svigrúm til framkvæmda. Þessu til viðbótar þarf hvort sem er að fjárfesta til að styðja við framtíðarvöxt. Niðurstöður nýlegra útboða í gatnagerð á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að nú sé hagstætt að ráðast í framkvæmdir. Það er ekki eftir neinu að bíða.Greinarhöfundur er Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Sigurður Hannesson Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Innviði landsins þarf að þróa og uppfæra í takt við þarfir samfélagsins og framtíð þess. Sú uppbygging er forsenda þess að atvinnulíf blómstri um land allt. Þetta á við um samgöngur, fjarskipti, gagnatengingar og raforku. Á síðustu árum hefur fjárfesting í innviðum verið of lítil og það mun bitna á okkur í framtíðinni verði ekki bætt í. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi enda verðum við að standa jafnfætis öðrum ríkjum sem við viljum bera okkur saman við til að ná þeim lífskjörum sem sóst er eftir. Þess vegna er sérstaklega jákvætt að sjá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar setja þessi mál í forgang fyrir komandi þingvetur en ljóst er að stórátak þarf til. Samtök iðnaðarins vinna að úttekt á stöðu innviða landsins. Heildstæð og ítarleg úttekt af því tagi hefur ekki verið gerð fyrr hér á landi svo vitað sé til en þessi vinna á sér erlendar fyrirmyndir. Ljóst er að fjárfesta þarf fyrir hundruð milljarða króna svo innviðir landsins séu nægilega sterkir og styðji við framtíðarvöxt.Brýn innviðaverkefni um land allt Innviðaverkefnin eru fjölmörg. Nægir að nefna að víða um land eru hættulegir vegakaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Margoft hefur komið fram að á höfuðborgarsvæðinu þurfi að bæta samgöngur talsvert. Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Með því að bæta úr því væri raforka ekki eingöngu tryggari um land allt heldur yrðu til verðmæti í orku sem ella fer til spillis. Þá þarf að bæta gagnatengingar á landsbyggðinni verulega og það er öryggismál fyrir landsmenn að annar gagnastrengur verði lagður til útlanda. Gögn eru helsta hrávara fjórðu iðnbyltingarinnar en hún snýst að miklu leyti um söfnun þeirra og úrvinnslu. Verðmæti gagna eru mikil og því munu gagnatengingar skipa ríkari sess með tímanum.Samstarf einkaaðila og hins opinbera nauðsynlegt Það er morgunljóst að einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Þekking á rekstri slíkra verkefna hefur byggst upp hér og nægir þar að nefna fyrirtækið Spöl og Hvalfjarðargöngin. Til að setja þetta í samhengi er það rifjað upp að á 1100 ára afmæli byggðar í landinu var þjóðargjöfin Þjóðarbókhlaðan vestur á Melum. Raunar á bygging hússins sér lengri aðdraganda en framkvæmdir hófust árið 1978. Tuttugu árum eftir hin miklu tímamót, eða 1. desember árið 1994, var Þjóðarbókhlaðan tekin í notkun. Kostnaðurinn nam 2,5 milljörðum sem er um 8,4 milljarðar framreiknað með byggingavísitölu. Þetta minnir okkur svo sannarlega á að framkvæmdir á vegum hins opinbera geta tekið óralangan tíma, jafnvel þótt kostnaðurinn sé ekkert í líkingu við uppsafnaða þörf. Slíkan tíma höfum við ekki til stefnu þegar kemur að innviðum Íslands.Núna er rétti tíminn til framkvæmda Á næstu árum mun draga úr hagvexti samkvæmt spám Seðlabanka Íslands. Þar með skapast svigrúm til framkvæmda. Þessu til viðbótar þarf hvort sem er að fjárfesta til að styðja við framtíðarvöxt. Niðurstöður nýlegra útboða í gatnagerð á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að nú sé hagstætt að ráðast í framkvæmdir. Það er ekki eftir neinu að bíða.Greinarhöfundur er Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun