Útlendingar á vinnumarkaði aldrei fleiri þótt tölur sé líklega vanmetnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2017 07:30 Stóraukinni eftirspurn eftir vinnuafli að undanförnu hefur að töluverðu leyti verið mætt með innflutningi á vinnuafli. Í hausthefti Peningamála Seðlabanka Íslands var til að mynda bent á að fjölgun erlendra ríkisborgara hefði átt ríkari þátt í fjölgun íbúa á fyrri hluta þessa árs en á öllu síðasta ári. Ein birtingarmynd aukins innflutts vinnuafls er vaxandi umsvif starfsmannaleiga. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri útlendingar starfað hér á landi en um þessar mundir. 24.409 erlendir ríkisborgarar voru starfandi í lok júnímánaðar, samkvæmt áætlunum Vinnumálastofnunar, og hefur þeim fjölgað um rúm 17 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Sé litið til síðustu fimm ára nemur fjölgunin hátt í 65 prósentum. Á sama tíma er viðvarandi skortur á vinnuafli í flestum atvinnugreinum, sér í lagi byggingariðnaði og ferðaþjónustu, atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra frá því að Hagstofa Íslands hóf mælingar árið 2003, atvinnuþátttakan nálgast sögulegar hæðir og æ fleiri fyrirtæki segjast starfa við fulla framleiðslugetu. Spennan á vinnumarkaðinum er með öðrum orðum afar mikil og hefur sjaldan verið eins áþreifanleg, að sögn viðmælenda Markaðarins. „Við erum að nálgast hápunktinn,“ segir Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir vissulega mikla spennu ríkja á vinnumarkaði. Á móti vegi hins vegar mikil aukning á innfluttu vinnuafli. „Ef ekki hefði verið fyrir erlenda vinnuaflið værum við í allt annarri stöðu. Launaskrið og verðbólga hefðu þá gert vart við sig og okkur hefði ekki tekist að þjóna öllum þeim ferðamönnum sem hér eru,“ segir hún."Ef ekki hefði verið fyrir erlenda vinnuaflið værum við í allt annarri stöðu,“ segir Katrín S. Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við HR og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans.Vísir/AntonUndir þetta taka fleiri sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við og benda á að mikil eftirspurn eftir vinnuafli hafi – enn sem komið er – ekki skilað sér í auknum verðbólguþrýstingi. Fyrr á árum hafi slík eftirspurn að jafnaði leitt til launaskriðs en svo virðist sem mikill innflutningur á vinnuafli á umliðnum árum haldi nú aftur af þeirri þróun. Þannig kom fram í hausthefti Peningamála Seðlabanka Íslands að launaskrið virðist enn lítið miðað við þá spennu sem er fyrir hendi á vinnumarkaði og „skýrist líklega af því að atvinnurekendur velja að flytja inn starfsfólk frekar en að keppa sín á milli um það vinnuafl sem er til staðar með yfirboðum í launum“.Mikil umsvif starfsmannaleiga Viðmælandi Markaðarins segir ekki óvarlegt að álykta sem svo að flytja þurfi inn þúsundir starfsmanna til viðbótar til þess að mæta eftirspurninni eftir vinnuafli. Vísar hann til þess að forsvarsmenn um 41 prósents fyrirtækja töldu sig búa við skort á starfsfólki samkvæmt sumarkönnun Gallups á meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Þrátt fyrir stóraukinn innflutning á vinnuafli hefur hlutfallið lítið breyst í rúmt ár. Ein birtingarmynd þessarar stórauknu hlutdeildar erlends vinnuafls eru vaxandi umsvif starfsmannaleiga hér á landi. Erlendir starfsmenn á vegum slíkra leiga, bæði erlendra og innlendra, voru 1.879 í júlímánuði og fjölgaði um 311 á milli mánaða. Hefur fjöldinn liðlega tífaldast á einu og hálfu ári. Á sama tíma hefur starfsmannaleigunum fjölgað um 17 en þær eru nú 30 talsins, 12 erlendar og 18 innlendar. Ef fram heldur sem horfir verða 2.500 manns starfandi á vegum starfsmannaleiganna í októbermánuði að sögn Vinnumálastofnunar.Eins og áður sagði hefur erlendum starfsmönnum á hérlendum vinnumarkaði fjölgað hratt undanfarin ár. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að þeir hafi verið rétt yfir 24 þúsund í júnímánuði síðastliðnum, ríflega 14 þúsund karlar og um 10 þúsund konur. Voru erlendir ríkisborgarar þá um 12 prósent af vinnuaflinu. Bæði fjöldi starfandi útlendinga hér á landi og hlutfall þeirra af heildarvinnuafli landsins er í sögulegu hámarki. Sem dæmi voru á bilinu 17.000 til 18.600 útlendingar við vinnu hér á landi í síðasta þensluskeiði vinnumarkaðarins á árunum fyrir efnahagsáfallið 2008. Náði þá hlutfall þeirra af vinnuaflinu hæst 11,8 prósentum. Vinnumálastofnun hefur bent á að flestir útlendingar sem hér starfa komi frá ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu, ráðnir beint af fyrirtækjum og þurfa ekki sérstök atvinnuleyfi. Einnig hafi mikil aukning orðið í útgáfu atvinnuleyfa til starfsmanna sem koma utan EES-svæðisins sem og ör fjölgun starfsmanna sem koma hingað til lands í gegnum starfsmannaleigur og á vegum erlendra þjónustufyrirtækja, líkt og áður var minnst á.Keyrt hagvöxtinn áfram Það er kunnara en frá þurfi að segja að aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur að töluverðu leyti verið mætt með innflutningi á vinnuafli. Í hausthefti Peningamála Seðlabankans var til að mynda bent á að fjölgun erlendra ríkisborgara hefði átt ríkari þátt í fjölgun íbúa á fyrri hluta þessa árs en á öllu síðasta ári. Á öðrum fjórðungi ársins fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 5.600 talsins eða 19 prósent á milli ára, samkvæmt upplýsingum frá hagfræðideild Landsbankans. Var þá fjöldi aðfluttra útlendinga umfram brottflutta 3.130. Eru erlendir ríkisborgarar samtals orðnir um 35.500 hérlendis sem jafngildir um 10 prósentum af landsmönnum. Hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar voru þeir mest um 7,6 prósent af mannfjölda í síðustu uppsveiflu árið 2007. Þessa mikla fjölgun útlendinga á innlendum vinnumarkaði er að sögn viðmælanda Markaðarins til marks um hve sveigjanlegur markaðurinn er. Er til dæmis ljóst að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar, sem og hagkerfisins í heild, á umliðnum árum, hefði ekki verið mögulegur nema fyrir verulegan vöxt í innfluttu vinnuafli. Vinnuaflið hefur „keyrt hagvöxtinn áfram“ líkt og greinandi sem Markaðurinn ræddi við orðar það."Launaskrið, og þar með verðbólguþrýstingur, hefði sennilega verið umtalsvert meira í hagkerfinu ef ekki hefði komið til þessarar aukningar á innfluttu vinnuafli,“ segir Ingólfur Bender, hagfræðingur SI.„Ef við hefðum ekki getað flutt inn vinnuafl á síðustu árum værum við í mjög alvarlegri stöðu. Við hefðum til dæmis ekki getað fullnægt vinnuaflsþörf hagvaxtarins sem við höfum séð. Að sama skapi hefði launaskrið, og þar með verðbólguþrýstingur, sennilega verið umtalsvert meira í hagkerfinu ef ekki hefði komið til þessarar aukningar á innfluttu vinnuafli,“ segir Ingólfur. Katrín tekur jafnframt fram að mikil gengisstyrking krónunnar á síðustu árum skýri að miklu leyti af hverju „við höfum ekki séð þetta launaskrið sem hefur yfirleitt í gegnum tíðina gert vart við sig í ástandi sem þessu“. Gengisstyrkingin hafi þýtt að kaupmáttur hafi aukist, Íslendingum til góða. Katrín bendir meðal annars á að í kjölfar efnahagsáfallsins 2008 hafi margir Íslendingar flutt til Noregs, þar sem hærri laun stóðu til boða, en sú þróun hafi hins vegar snúist við. „Það er mjög athyglisvert. En maður veit ekki alveg hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir hún.Viðvarandi vinnuaflsskortur Ingólfur segir aðspurður að viðvarandi skortur sé á vinnuafli. Skorturinn hamli meðal annars uppbyggingu, ekki síst í byggingariðnaðinum, sem hafi vaxið hratt undanfarið. Reynt hafi verið að mæta skortinum að hluta með því að flytja inn erlent vinnuafl, en það hafi ekki dugað til. Niðurstöður sumarkönnunar Gallups á meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, sem áður var fjallað um, endurspegla þennan tilfinnanlega skort á vinnuafli. Til upprifjunar taldi um 41 prósent fyrirtækja sig búa við skort á starfsfólki.Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir að þrátt fyrir að stjórnendur fyrirtækja telji sig búa við starfsmannaskort sé greinilegt að fyrirtækin lifi vel af. „Væntanlega er staðan sú hjá þeim sem svara könnununum að þeir telja betra að hafa fleiri hendur til þess að vinna verkin. En svo er ekki raunin. Það þýðir að vinnutíminn verður lengri og í mörgum tilfellum er meira að gera. Það er kannski ekki alltaf hentugasta lausnin. Hún væri sú að hafa fleiri hendur til að vinna verkin, en það er ekki alltaf hægt.“Dregur úr spennunni Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar fyrir annan fjórðung ársins hægði nokkuð á þeim kröftuga vexti sem hefur verið á vinnumarkaði undanfarin misseri. Heildarvinnustundum fjölgaði um 2,1 prósent sem er töluvert minni vöxtur en Seðlabankinn hafði búist við. Að teknu tilliti til árstíðar minnkaði atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi var lægra en á fyrsta fjórðungi ársins, en þá voru hlutföllin við eða nálægt hæstu gildum frá því fyrir efnahagsáfallið 2008. Eftir sem áður er atvinnuþátttakan nálægt sögulegum hæðum, en um 84 prósent af heildarmannfjölda á vinnualdri hafa verið virk á vinnumarkaði síðustu tólf mánuði, og atvinnuleysi sögulega lágt eða um 2 prósent samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Ari segist eiga von á því að það dragi nokkuð úr spennunni á vinnumarkaði á næstunni. Undir það hafa greiningardeildir bankanna sem og fleiri sérfræðingar tekið. „Hagvöxtur var verulegur í fyrra og verður mikill í ár en við reiknum síðan með því að hann minnki og þá mun draga úr spennunni samhliða því. Fer hún þá að nálgast eðlilegt langtímajafnvægi,“ nefnir Ari. Hann segir fyrst og fremst tvær atvinnugreinar, ferðaþjónustuna og byggingariðnaðinn, hafa borið aukningu vinnuaflsins uppi. „Við sjáum fram á að vöxtur ferðaþjónustunnar verði minni en verið hefur og það sama má segja um byggingariðnaðinn. Það hefur mikið verið byggt af hótelum og atvinnuhúsnæði og sú þörf, sem var fyrir hendi, fer væntanlega að verða betur uppfyllt en áður. Þannig að við nálgumst nú betra jafnvægi.“Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segist eiga von á því að það dragi nokkuð úr spennunni á vinnumarkaði á næstunni.Ingólfur segir að af gögnum Hagstofunnar megi ráða að farið sé að draga úr vexti eftirspurnar eftir vinnuafli samfara því að hægst hafi á vexti hagkerfisins. „Hægari vöxtur er í sjálfu sér það sem hagkerfið og vinnumarkaðurinn þurfa til þess að forðast ofhitnun,“ segir hann. Enn sem komið er segir Ingólfur hagvöxtinn vera hraðan og spennuna talsverða í hagkerfinu. Það sé sérstaklega sýnilegt á vinnumarkaði þar sem atvinnuleysi sé mjög lítið og atvinnuþátttaka með því hæsta sem mælst hefur. „Ef maður rýnir í þá hagvísa sem geta veitt okkur vísbendingar um hver þróunin verður á næstu misserum, þá reikna ég með að við munum sjá snúningspunktinn tiltölulega fljótt, á næsta eða þar næsta ári, og mun þá atvinnuleysið sennilega rísa aftur og atvinnuþátttakan minnka. Við erum að nálgast hápunktinn.“ Hagvöxtur komandi missera verði ekki það mikill að hann geti haldið atvinnuleysinu áfram eins lágu og verið hefur.Fréttin birtisti fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri útlendingar starfað hér á landi en um þessar mundir. 24.409 erlendir ríkisborgarar voru starfandi í lok júnímánaðar, samkvæmt áætlunum Vinnumálastofnunar, og hefur þeim fjölgað um rúm 17 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Sé litið til síðustu fimm ára nemur fjölgunin hátt í 65 prósentum. Á sama tíma er viðvarandi skortur á vinnuafli í flestum atvinnugreinum, sér í lagi byggingariðnaði og ferðaþjónustu, atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra frá því að Hagstofa Íslands hóf mælingar árið 2003, atvinnuþátttakan nálgast sögulegar hæðir og æ fleiri fyrirtæki segjast starfa við fulla framleiðslugetu. Spennan á vinnumarkaðinum er með öðrum orðum afar mikil og hefur sjaldan verið eins áþreifanleg, að sögn viðmælenda Markaðarins. „Við erum að nálgast hápunktinn,“ segir Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir vissulega mikla spennu ríkja á vinnumarkaði. Á móti vegi hins vegar mikil aukning á innfluttu vinnuafli. „Ef ekki hefði verið fyrir erlenda vinnuaflið værum við í allt annarri stöðu. Launaskrið og verðbólga hefðu þá gert vart við sig og okkur hefði ekki tekist að þjóna öllum þeim ferðamönnum sem hér eru,“ segir hún."Ef ekki hefði verið fyrir erlenda vinnuaflið værum við í allt annarri stöðu,“ segir Katrín S. Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við HR og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans.Vísir/AntonUndir þetta taka fleiri sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við og benda á að mikil eftirspurn eftir vinnuafli hafi – enn sem komið er – ekki skilað sér í auknum verðbólguþrýstingi. Fyrr á árum hafi slík eftirspurn að jafnaði leitt til launaskriðs en svo virðist sem mikill innflutningur á vinnuafli á umliðnum árum haldi nú aftur af þeirri þróun. Þannig kom fram í hausthefti Peningamála Seðlabanka Íslands að launaskrið virðist enn lítið miðað við þá spennu sem er fyrir hendi á vinnumarkaði og „skýrist líklega af því að atvinnurekendur velja að flytja inn starfsfólk frekar en að keppa sín á milli um það vinnuafl sem er til staðar með yfirboðum í launum“.Mikil umsvif starfsmannaleiga Viðmælandi Markaðarins segir ekki óvarlegt að álykta sem svo að flytja þurfi inn þúsundir starfsmanna til viðbótar til þess að mæta eftirspurninni eftir vinnuafli. Vísar hann til þess að forsvarsmenn um 41 prósents fyrirtækja töldu sig búa við skort á starfsfólki samkvæmt sumarkönnun Gallups á meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Þrátt fyrir stóraukinn innflutning á vinnuafli hefur hlutfallið lítið breyst í rúmt ár. Ein birtingarmynd þessarar stórauknu hlutdeildar erlends vinnuafls eru vaxandi umsvif starfsmannaleiga hér á landi. Erlendir starfsmenn á vegum slíkra leiga, bæði erlendra og innlendra, voru 1.879 í júlímánuði og fjölgaði um 311 á milli mánaða. Hefur fjöldinn liðlega tífaldast á einu og hálfu ári. Á sama tíma hefur starfsmannaleigunum fjölgað um 17 en þær eru nú 30 talsins, 12 erlendar og 18 innlendar. Ef fram heldur sem horfir verða 2.500 manns starfandi á vegum starfsmannaleiganna í októbermánuði að sögn Vinnumálastofnunar.Eins og áður sagði hefur erlendum starfsmönnum á hérlendum vinnumarkaði fjölgað hratt undanfarin ár. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að þeir hafi verið rétt yfir 24 þúsund í júnímánuði síðastliðnum, ríflega 14 þúsund karlar og um 10 þúsund konur. Voru erlendir ríkisborgarar þá um 12 prósent af vinnuaflinu. Bæði fjöldi starfandi útlendinga hér á landi og hlutfall þeirra af heildarvinnuafli landsins er í sögulegu hámarki. Sem dæmi voru á bilinu 17.000 til 18.600 útlendingar við vinnu hér á landi í síðasta þensluskeiði vinnumarkaðarins á árunum fyrir efnahagsáfallið 2008. Náði þá hlutfall þeirra af vinnuaflinu hæst 11,8 prósentum. Vinnumálastofnun hefur bent á að flestir útlendingar sem hér starfa komi frá ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu, ráðnir beint af fyrirtækjum og þurfa ekki sérstök atvinnuleyfi. Einnig hafi mikil aukning orðið í útgáfu atvinnuleyfa til starfsmanna sem koma utan EES-svæðisins sem og ör fjölgun starfsmanna sem koma hingað til lands í gegnum starfsmannaleigur og á vegum erlendra þjónustufyrirtækja, líkt og áður var minnst á.Keyrt hagvöxtinn áfram Það er kunnara en frá þurfi að segja að aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur að töluverðu leyti verið mætt með innflutningi á vinnuafli. Í hausthefti Peningamála Seðlabankans var til að mynda bent á að fjölgun erlendra ríkisborgara hefði átt ríkari þátt í fjölgun íbúa á fyrri hluta þessa árs en á öllu síðasta ári. Á öðrum fjórðungi ársins fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 5.600 talsins eða 19 prósent á milli ára, samkvæmt upplýsingum frá hagfræðideild Landsbankans. Var þá fjöldi aðfluttra útlendinga umfram brottflutta 3.130. Eru erlendir ríkisborgarar samtals orðnir um 35.500 hérlendis sem jafngildir um 10 prósentum af landsmönnum. Hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar voru þeir mest um 7,6 prósent af mannfjölda í síðustu uppsveiflu árið 2007. Þessa mikla fjölgun útlendinga á innlendum vinnumarkaði er að sögn viðmælanda Markaðarins til marks um hve sveigjanlegur markaðurinn er. Er til dæmis ljóst að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar, sem og hagkerfisins í heild, á umliðnum árum, hefði ekki verið mögulegur nema fyrir verulegan vöxt í innfluttu vinnuafli. Vinnuaflið hefur „keyrt hagvöxtinn áfram“ líkt og greinandi sem Markaðurinn ræddi við orðar það."Launaskrið, og þar með verðbólguþrýstingur, hefði sennilega verið umtalsvert meira í hagkerfinu ef ekki hefði komið til þessarar aukningar á innfluttu vinnuafli,“ segir Ingólfur Bender, hagfræðingur SI.„Ef við hefðum ekki getað flutt inn vinnuafl á síðustu árum værum við í mjög alvarlegri stöðu. Við hefðum til dæmis ekki getað fullnægt vinnuaflsþörf hagvaxtarins sem við höfum séð. Að sama skapi hefði launaskrið, og þar með verðbólguþrýstingur, sennilega verið umtalsvert meira í hagkerfinu ef ekki hefði komið til þessarar aukningar á innfluttu vinnuafli,“ segir Ingólfur. Katrín tekur jafnframt fram að mikil gengisstyrking krónunnar á síðustu árum skýri að miklu leyti af hverju „við höfum ekki séð þetta launaskrið sem hefur yfirleitt í gegnum tíðina gert vart við sig í ástandi sem þessu“. Gengisstyrkingin hafi þýtt að kaupmáttur hafi aukist, Íslendingum til góða. Katrín bendir meðal annars á að í kjölfar efnahagsáfallsins 2008 hafi margir Íslendingar flutt til Noregs, þar sem hærri laun stóðu til boða, en sú þróun hafi hins vegar snúist við. „Það er mjög athyglisvert. En maður veit ekki alveg hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir hún.Viðvarandi vinnuaflsskortur Ingólfur segir aðspurður að viðvarandi skortur sé á vinnuafli. Skorturinn hamli meðal annars uppbyggingu, ekki síst í byggingariðnaðinum, sem hafi vaxið hratt undanfarið. Reynt hafi verið að mæta skortinum að hluta með því að flytja inn erlent vinnuafl, en það hafi ekki dugað til. Niðurstöður sumarkönnunar Gallups á meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, sem áður var fjallað um, endurspegla þennan tilfinnanlega skort á vinnuafli. Til upprifjunar taldi um 41 prósent fyrirtækja sig búa við skort á starfsfólki.Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir að þrátt fyrir að stjórnendur fyrirtækja telji sig búa við starfsmannaskort sé greinilegt að fyrirtækin lifi vel af. „Væntanlega er staðan sú hjá þeim sem svara könnununum að þeir telja betra að hafa fleiri hendur til þess að vinna verkin. En svo er ekki raunin. Það þýðir að vinnutíminn verður lengri og í mörgum tilfellum er meira að gera. Það er kannski ekki alltaf hentugasta lausnin. Hún væri sú að hafa fleiri hendur til að vinna verkin, en það er ekki alltaf hægt.“Dregur úr spennunni Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar fyrir annan fjórðung ársins hægði nokkuð á þeim kröftuga vexti sem hefur verið á vinnumarkaði undanfarin misseri. Heildarvinnustundum fjölgaði um 2,1 prósent sem er töluvert minni vöxtur en Seðlabankinn hafði búist við. Að teknu tilliti til árstíðar minnkaði atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi var lægra en á fyrsta fjórðungi ársins, en þá voru hlutföllin við eða nálægt hæstu gildum frá því fyrir efnahagsáfallið 2008. Eftir sem áður er atvinnuþátttakan nálægt sögulegum hæðum, en um 84 prósent af heildarmannfjölda á vinnualdri hafa verið virk á vinnumarkaði síðustu tólf mánuði, og atvinnuleysi sögulega lágt eða um 2 prósent samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Ari segist eiga von á því að það dragi nokkuð úr spennunni á vinnumarkaði á næstunni. Undir það hafa greiningardeildir bankanna sem og fleiri sérfræðingar tekið. „Hagvöxtur var verulegur í fyrra og verður mikill í ár en við reiknum síðan með því að hann minnki og þá mun draga úr spennunni samhliða því. Fer hún þá að nálgast eðlilegt langtímajafnvægi,“ nefnir Ari. Hann segir fyrst og fremst tvær atvinnugreinar, ferðaþjónustuna og byggingariðnaðinn, hafa borið aukningu vinnuaflsins uppi. „Við sjáum fram á að vöxtur ferðaþjónustunnar verði minni en verið hefur og það sama má segja um byggingariðnaðinn. Það hefur mikið verið byggt af hótelum og atvinnuhúsnæði og sú þörf, sem var fyrir hendi, fer væntanlega að verða betur uppfyllt en áður. Þannig að við nálgumst nú betra jafnvægi.“Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segist eiga von á því að það dragi nokkuð úr spennunni á vinnumarkaði á næstunni.Ingólfur segir að af gögnum Hagstofunnar megi ráða að farið sé að draga úr vexti eftirspurnar eftir vinnuafli samfara því að hægst hafi á vexti hagkerfisins. „Hægari vöxtur er í sjálfu sér það sem hagkerfið og vinnumarkaðurinn þurfa til þess að forðast ofhitnun,“ segir hann. Enn sem komið er segir Ingólfur hagvöxtinn vera hraðan og spennuna talsverða í hagkerfinu. Það sé sérstaklega sýnilegt á vinnumarkaði þar sem atvinnuleysi sé mjög lítið og atvinnuþátttaka með því hæsta sem mælst hefur. „Ef maður rýnir í þá hagvísa sem geta veitt okkur vísbendingar um hver þróunin verður á næstu misserum, þá reikna ég með að við munum sjá snúningspunktinn tiltölulega fljótt, á næsta eða þar næsta ári, og mun þá atvinnuleysið sennilega rísa aftur og atvinnuþátttakan minnka. Við erum að nálgast hápunktinn.“ Hagvöxtur komandi missera verði ekki það mikill að hann geti haldið atvinnuleysinu áfram eins lágu og verið hefur.Fréttin birtisti fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira