Vísar orðum forsætisráðherra til föðurhúsanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2017 14:12 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, undrast orð Bjarna Benediktssonar og segir launahækkanir tekjuhárra ríkisstarfsmanna setja nýjar kjaralínur. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði meðal annars um vinnumarkaðinn og komandi kjarasamninga í stefnuræðu sinni. Sagði hann gamalgróið sundurlyndi vera þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið sé í raun ónýtt. Hvatti Bjarni aðila til þess að sammælast um hve mikið laun geti hækkað svo stutt sé við efnahagslegan stöðugleika. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist undrast þessi ummæli forsætisráðherra. Að frá vorinu 2016 hafi Kjararáð úrskurðað um miklar launahækkanir ráðuneytisstjóra, svo alþingismanna, ráðherra og reglulega um launahækkanir forstöðumanna einstakra stofnana. Þessar launahækkanir séu ekki í samhengi við aðrar launahækkanir í landinu og langt umfram það sem almenningur fái að njóta. „Þar sem forsætisráðherra og áður fjármálaráðherra, hefur staðfestlega neitað að taka á því máli þá verður að vísa þessum orðum hans til föðurhúsanna. Megin misklíð er vegna þess að þessi ríkisstjórn og sú síðasta hefur ekki viljað taka á þessu vandamáli," segir Gylfi. Bjarni sagði einnig í ræðu sinni að menn keppist við að lýsa yfir andláti Salek-samkomulagsins og tala það niður. Gylfi segir aftur á móti aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna ákvarðana kjararáðs hafa mótað kjaralínu sem grafi undan Salek-samningalíkaninu. „Þessi ríkisstjórn vill stuðla að því að tilteknir tekjuháir hópar fái miklu meiri launahækkanir en almenningur. Við höfum látið vita af því að ef þetta er viðhorf ríkisstjórn þá sé verið að efna til ófriðar á vinnumarkaði - því það verður engin sátt um þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Tengdar fréttir Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður. 13. september 2017 22:08 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði meðal annars um vinnumarkaðinn og komandi kjarasamninga í stefnuræðu sinni. Sagði hann gamalgróið sundurlyndi vera þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið sé í raun ónýtt. Hvatti Bjarni aðila til þess að sammælast um hve mikið laun geti hækkað svo stutt sé við efnahagslegan stöðugleika. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist undrast þessi ummæli forsætisráðherra. Að frá vorinu 2016 hafi Kjararáð úrskurðað um miklar launahækkanir ráðuneytisstjóra, svo alþingismanna, ráðherra og reglulega um launahækkanir forstöðumanna einstakra stofnana. Þessar launahækkanir séu ekki í samhengi við aðrar launahækkanir í landinu og langt umfram það sem almenningur fái að njóta. „Þar sem forsætisráðherra og áður fjármálaráðherra, hefur staðfestlega neitað að taka á því máli þá verður að vísa þessum orðum hans til föðurhúsanna. Megin misklíð er vegna þess að þessi ríkisstjórn og sú síðasta hefur ekki viljað taka á þessu vandamáli," segir Gylfi. Bjarni sagði einnig í ræðu sinni að menn keppist við að lýsa yfir andláti Salek-samkomulagsins og tala það niður. Gylfi segir aftur á móti aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna ákvarðana kjararáðs hafa mótað kjaralínu sem grafi undan Salek-samningalíkaninu. „Þessi ríkisstjórn vill stuðla að því að tilteknir tekjuháir hópar fái miklu meiri launahækkanir en almenningur. Við höfum látið vita af því að ef þetta er viðhorf ríkisstjórn þá sé verið að efna til ófriðar á vinnumarkaði - því það verður engin sátt um þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Tengdar fréttir Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður. 13. september 2017 22:08 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður. 13. september 2017 22:08
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00