Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 09:18 Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur, í dómsal í morgun. vísir/vilhelm Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn en aðalmeðferðin hófst í síðustu viku og fór fram á mánudegi og þriðjudegi. Thomas er ekki mættur í dóminn í dag en dagurinn hefst á því að tekin er skýrsla af Sebastian Kunz réttarmeinafræðingi sem gerði réttarkrufningu á líki Birnu þann 23. janúar síðastliðinn. Kristinn Halldórsson, dómsformaður, tók til máls áður en Kunz gaf skýrslu og tilkynnti að dómurinn hefði ákveðið að skýrslutakan færi fram fyrir luktum dyrum, það er að enginn annar en sakflytjendur, það er saksóknari og verjendur, mættu vera viðstaddir skýrslutökuna. Fjölmiðlamönnum og öðrum í salnum var því vikið út. Ástæðan er sú að við skýrslutökuna verður varpað upp ljósmyndum í réttarsalnum af líkinu. Þá hafði verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, sérstaklega boðað að hann myndi spyrja persónulegra og viðkvæmra spurninga um Birnu sem meðal annars sneru að heilsufari hennar. Væru það viðkvæmar persónuupplýsingar. Auk þess hafði dómurinn gögn undir höndum sem vörðuðu líðan foreldra Birnu og aðra aðstandenda og var ákvörðunin einnig tekin með tilliti til þess. Áætlað er að skýrslutakan af Kunz taki um 40 mínútur og eftir það verður þinghald opnað á ný. Verða þá teknar skýrslur af nokkrum vitnum til viðbótar, þar með talið Grími Grímssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann stýrði rannsókn málsins. Áætlað er að munnlegur málflutningur fari svo fram eftir hádegi. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn en aðalmeðferðin hófst í síðustu viku og fór fram á mánudegi og þriðjudegi. Thomas er ekki mættur í dóminn í dag en dagurinn hefst á því að tekin er skýrsla af Sebastian Kunz réttarmeinafræðingi sem gerði réttarkrufningu á líki Birnu þann 23. janúar síðastliðinn. Kristinn Halldórsson, dómsformaður, tók til máls áður en Kunz gaf skýrslu og tilkynnti að dómurinn hefði ákveðið að skýrslutakan færi fram fyrir luktum dyrum, það er að enginn annar en sakflytjendur, það er saksóknari og verjendur, mættu vera viðstaddir skýrslutökuna. Fjölmiðlamönnum og öðrum í salnum var því vikið út. Ástæðan er sú að við skýrslutökuna verður varpað upp ljósmyndum í réttarsalnum af líkinu. Þá hafði verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, sérstaklega boðað að hann myndi spyrja persónulegra og viðkvæmra spurninga um Birnu sem meðal annars sneru að heilsufari hennar. Væru það viðkvæmar persónuupplýsingar. Auk þess hafði dómurinn gögn undir höndum sem vörðuðu líðan foreldra Birnu og aðra aðstandenda og var ákvörðunin einnig tekin með tilliti til þess. Áætlað er að skýrslutakan af Kunz taki um 40 mínútur og eftir það verður þinghald opnað á ný. Verða þá teknar skýrslur af nokkrum vitnum til viðbótar, þar með talið Grími Grímssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann stýrði rannsókn málsins. Áætlað er að munnlegur málflutningur fari svo fram eftir hádegi.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent