Mætti hvetja frekar til atvinnuþátttöku lífeyrisþega Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2017 19:30 Velferðarráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna.Í helgarviðtali Fréttablaðsins gagnrýnir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona breytingar á almannatryggingakerfinu sem gerðar voru síðustu áramót. Þá lækkaði frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund. Margrét Helga sem lék í þáttaröðinni Föngum á síðasta ári segir það ekki borga sig fyrir hana að leika í næstu seríu þar sem laun hennar myndu skerða lífeyri hennar frá Tryggingastofnun. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara, gagnrýnir einnig skerðinguna og segir hana fátæktargildru fyrir eldra fólk sem vill bæta hag sinn. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir breytingar á lífeyriskerfinu hafa miðað fyrst og fremst að því að einfalda kerfið þannig að sambærilegar skerðingar séu á atvinnutekjum og tekjum frá lífeyrissjóði en einnig að styrkja tekjulægstu hópana. „Helmingur lífeyrisþega, eða þeir sem hafa lægstu tekjurnar, hækkuðu um það bil 24-25% milli ára. Það markmið náðist. Það er hins vegar alveg rétt að þetta kerfi mætti vera meira hvetjandi til atvinnuþátttöku," segir Þorsteinn. Til þess að auka hvatann verði frítekjumark hækkað upp í hundrað þúsund krónur á næstu fimm árum og sjötíu ára regla opinberra starfsmanna nemin úr gildi. Frá og með næstu áramótum verði einnig hægt að fara á hálfan lífeyri samhliða hlutastarfi. „Við aukum mjög lífeyrissréttindi okkar með því að fresta lífeyristöku um tvö til þrjú ár, frá til dæmis 67-70 ára, þá hækka mánaðarlegar greiðslur verulega.“ Tengdar fréttir Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Velferðarráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna.Í helgarviðtali Fréttablaðsins gagnrýnir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona breytingar á almannatryggingakerfinu sem gerðar voru síðustu áramót. Þá lækkaði frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund. Margrét Helga sem lék í þáttaröðinni Föngum á síðasta ári segir það ekki borga sig fyrir hana að leika í næstu seríu þar sem laun hennar myndu skerða lífeyri hennar frá Tryggingastofnun. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara, gagnrýnir einnig skerðinguna og segir hana fátæktargildru fyrir eldra fólk sem vill bæta hag sinn. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir breytingar á lífeyriskerfinu hafa miðað fyrst og fremst að því að einfalda kerfið þannig að sambærilegar skerðingar séu á atvinnutekjum og tekjum frá lífeyrissjóði en einnig að styrkja tekjulægstu hópana. „Helmingur lífeyrisþega, eða þeir sem hafa lægstu tekjurnar, hækkuðu um það bil 24-25% milli ára. Það markmið náðist. Það er hins vegar alveg rétt að þetta kerfi mætti vera meira hvetjandi til atvinnuþátttöku," segir Þorsteinn. Til þess að auka hvatann verði frítekjumark hækkað upp í hundrað þúsund krónur á næstu fimm árum og sjötíu ára regla opinberra starfsmanna nemin úr gildi. Frá og með næstu áramótum verði einnig hægt að fara á hálfan lífeyri samhliða hlutastarfi. „Við aukum mjög lífeyrissréttindi okkar með því að fresta lífeyristöku um tvö til þrjú ár, frá til dæmis 67-70 ára, þá hækka mánaðarlegar greiðslur verulega.“
Tengdar fréttir Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30
Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00