Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2017 10:30 Frá æfingum Suður-Kóreu í kjölfar tilraunasprengingarinnar í gær. Vísir/EPA Yfirvöld Suður-Kóreu segja útlit fyrir að nágrannar sínir í noðri ætli sér að skjóta enn einn eldflauginni á loft á næstunni. Mögulega sé um að ræða langdræga eldflaug. Forsvarsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu munu hafa sagt þingmönnum í nótt að líklegt væri að eldflaug yrði skotið á loft þann 10. október, í tilefni af afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Aðfararnótt sunnudags sprengdu Norður-Kóreumenn kjarnorkusprengju í sjötta sinn, sem þeir segja að hafi verið vetnissprengja. Skömmu áður höfðu yfirvöld ríkisins haldið því fram að þeir hefðu þróað öfluga vetnissprengju sem hægt væri að koma fyrir í langdrægum eldflaugum.Vetnissprengjur nota litla kjarnorkusprengju sem hvellettu til að koma enn stærri sprengingu af stað.Vísir/GraphicnewsFærast nær markmiðum sínum Norður-Kórea hefur ítrekað skotið eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og nýlega skutu þeir eldflaug yfir norðurhluta Japan. Þá hafa yfirvöld í Pyongyang hótað því að skjóta eldflaugum að Gvam. Yfirlýst markmið þeirra er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta þau vopn til meginlands Bandaríkjanna. Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag.Vilja auka hernaðargetu Viðræður standa nú yfir á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna um að flugmóðurskipum Bandaríkjanna verði siglt til Kóreuskagans og að sprengjuflugvélum verði flogið á svæðið. Þá eru Suður-Kóreumenn að vinna í því að auka getu sína til að skjóta eldflaugar nágranna sinna niður. Það er að klára uppsetningu THAAD-kerfisins svokallaða sem meðal annars Kínverjar og Rússar hafa mótmælt. Því er ætlað að skjóta niður eldflaugar. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Song Young-moo, sagði í nótt að þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu væri byrjað að hallast að því að bæta stöðu ríkisins hernaðarlega í stað frekari viðræðna. Eftir tilraunasprengingu Norður-Kóreu héldu Suður-Kóreumenn heræfingar þar sem þeir gerðu ímyndaðar árásir á eldflaugaskotpalla Norður-Kóreu. Til stendur að fjölga æfingum herafla Suður-Kóreu á næstu vikum. Norður-Kórea Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu segja útlit fyrir að nágrannar sínir í noðri ætli sér að skjóta enn einn eldflauginni á loft á næstunni. Mögulega sé um að ræða langdræga eldflaug. Forsvarsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu munu hafa sagt þingmönnum í nótt að líklegt væri að eldflaug yrði skotið á loft þann 10. október, í tilefni af afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Aðfararnótt sunnudags sprengdu Norður-Kóreumenn kjarnorkusprengju í sjötta sinn, sem þeir segja að hafi verið vetnissprengja. Skömmu áður höfðu yfirvöld ríkisins haldið því fram að þeir hefðu þróað öfluga vetnissprengju sem hægt væri að koma fyrir í langdrægum eldflaugum.Vetnissprengjur nota litla kjarnorkusprengju sem hvellettu til að koma enn stærri sprengingu af stað.Vísir/GraphicnewsFærast nær markmiðum sínum Norður-Kórea hefur ítrekað skotið eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og nýlega skutu þeir eldflaug yfir norðurhluta Japan. Þá hafa yfirvöld í Pyongyang hótað því að skjóta eldflaugum að Gvam. Yfirlýst markmið þeirra er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta þau vopn til meginlands Bandaríkjanna. Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag.Vilja auka hernaðargetu Viðræður standa nú yfir á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna um að flugmóðurskipum Bandaríkjanna verði siglt til Kóreuskagans og að sprengjuflugvélum verði flogið á svæðið. Þá eru Suður-Kóreumenn að vinna í því að auka getu sína til að skjóta eldflaugar nágranna sinna niður. Það er að klára uppsetningu THAAD-kerfisins svokallaða sem meðal annars Kínverjar og Rússar hafa mótmælt. Því er ætlað að skjóta niður eldflaugar. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Song Young-moo, sagði í nótt að þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu væri byrjað að hallast að því að bæta stöðu ríkisins hernaðarlega í stað frekari viðræðna. Eftir tilraunasprengingu Norður-Kóreu héldu Suður-Kóreumenn heræfingar þar sem þeir gerðu ímyndaðar árásir á eldflaugaskotpalla Norður-Kóreu. Til stendur að fjölga æfingum herafla Suður-Kóreu á næstu vikum.
Norður-Kórea Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira