Innlent

Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Dómurinn í málinu er fjölskipaður. Þeim Ástríði Grímsdóttur, Kristni Halldórssyni og Jóni Höskuldssyni bíður það verkefni að kveða upp dóm í málinu, sem er eitt umfangsmesta sakamál Íslandssögunnar.
Dómurinn í málinu er fjölskipaður. Þeim Ástríði Grímsdóttur, Kristni Halldórssyni og Jóni Höskuldssyni bíður það verkefni að kveða upp dóm í málinu, sem er eitt umfangsmesta sakamál Íslandssögunnar. Vísir/Halldór
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag en hún hófst þann 21. ágúst síðastliðinn. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar síðastliðinn.

Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar. Thomas, sem er grænlenskur, var skipverji á togaranum sem hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf.

Í dag stendur til að taka skýrslur af sex vitnum í málinu. Þar á meðal er Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem fór með rannsókn málsins og Sebastian Kunz, þýskur réttarmeinafræðingur sem annaðist krufningu.

Að því loknu fer fram málflutningur verjanda og saksóknara.

Vísir mun fylgjast með öllu sem fram fer í dómsal og flytja lesendum stöðugar fregnir í vaktinni hér að neðan sem uppfærist jafnóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×