Sport

Mayweather: Conor er í vandræðum með að ná vigt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Floyd Mayweather er mættur til Las Vegas þar sem bardagi ársins fer fram.
Floyd Mayweather er mættur til Las Vegas þar sem bardagi ársins fer fram. vísir/getty
Floyd Mayweather segir að Conor McGregor sé í vandræðum með að ná vigt fyrir bardaga þeirra í Las Vegas á laugardaginn.

„Conor er rosalega þungur núna. Hann þarf að missa 4,5 kg í viðbót,“ sagði Mayweather kokhraustur.

„Hann verður að létta sig. Alvöru meistarar eru agaðir og ábyrgir en við sjáum hvað gerist. Þótt hann nái ekki vigt munum við samt berjast en hann fær háa sekt.“

Burtséð frá því hvort það sé sannleikskorn í orðum Mayweathers er Conor vanur að missa mörg kg á stuttum tíma í aðdraganda bardaga. Vigtunin fyrir bardaga þeirra Mayweathers og Conors fer fram á föstudaginn.

Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×