Lewis Hamilton vann á Spa og kyndir undir heimsmeistarakeppninni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. ágúst 2017 13:23 Lewis Hamilton ók afar vel í dag og sótti gríðarlega mikilvæg 25 stig. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton minnkaði forskot Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í sjö stig. Spennan er því gríðarleg þegar átta keppnir eru eftir á tímabilinu. Bilið á milli Hamilton og Vettel varð varla meira en tvær sekúndur alla keppnina og spennan var mikil alla keppnina. Ræsingin var afar spennandi og í kjölfar hennar gerði Vettel tilraun til að taka fram úr Hamilton en Hamilton varðist mjög vel. Engin breyting var á sætum fyrstu manna í ræsingu. Hamilton og Vettel sigldu tiltölulega auðan sjó í upphafi keppninnar. Það var greinilegt að meistaraefnin voru í sérflokki. Max Verstappen missti afl á áttunda hring. Han þurfti að nema staðar á brautinni fyrir framan haf hollenskra stuðningsmanna sem komu til Belgíu til að styðja sinn mann. Hann hefur nú fallið úr leik í sex af 12 keppnum á árinu.Það var grátlegt að horfa á Max Verstappen þurfa að hætta keppni fyrir framan appelsínugula stúku, fulla af 80.000 hollenskum aðdáendum hans.Vísir/GettyÖkumenn hófu að týnast inn á þjónustusvæðið í kringum 10 hring til að fá mjúk dekk undir. Fremstu menn voru lengur út á brautinni. Hamilton kom inn á 13. hring en Vettel hélt áfram að aka um brautina. Bottas kom inn á 14. hring og fékk gulmerktu mjúku dekkin undir. Vettel kom inn á 15. hring og fékk gul mjúk dekk undir. Hann kom út á brautina um það bil fjórum sekúndum á eftir Hamilton en með tveimur hringjum yngri dekk. Það var dýrkeypt hjá Ferrari að bíða með að taka Vettel inn. Raikkonen kom svo inn á 16. hring. Raikkonen fékk svo 10 sekúndna refsingu fyrir að hægja ekki á sér undir gulum flöggum sem veifað var þegar Verstappen nam staðar. Eftir að hafa tekið út refsinguna var Raikkonen kominn í sjöunda sæti úr því fjórða. Vettel leið greinilega betur í upphafi á mjúku dekkjunum. En bilið á milli þeirra hékk í kringum tæplega tvær sekúndur frá 17. hring og fram yfir miðbik keppninnar þangað til á 30. hring þegar öryggisbíllinn kom út. Samstuð Force India manna olli því að öryggisbíllinn kom út á 30. hring. Sergio Perez þrengdi að liðsfélaga sínum og braut með því afturvænginn og sprengdi hægra afturdekk á eigin bíl. Perez átti alla sök í máli. Nánast allir ökumenn skelltu sér inn á þjónustusvæðið. Öryggisbíllinn kom inn undir lok 33. hrings. Þegar 11 hringir voru eftir var Hamilton á mjúkum dekkjum en Vettel á últra-mjúkum sem eiga að vera talsvert hraðari. Þar að auki var hópurinn orðinn ansi þéttur fyrir aftan öryggisbílinn. Vettel var kominn upp að hlið Hamilton en missti af tækifærinu inn í fimmtu beygju brautarinnar. Á sama tíma tóku Daniel Ricciardo og Raikkonen fram úr Bottas, báðir í einu. Bilið á milli Hamilton og Vettel rokkaði frá einni og upp í eina og hálfa eftir að jafnvægi komst á kappaksturinn eftir að öryggisbíllinn fór inn. Engin breyting varð á stöðu fremstu manna síðustu hringina en bilið var lítið og spennan mikil. Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel framlengir við Ferrari til 2020 Sebastian Vettel mun aka fyrir Ferrari næstu þrjú árin. Tilkynning um samninginn var gefin út í Belgíu þar sem fyrsti kappasturinn eftir sumarfrí fer fram um helgina. 26. ágúst 2017 13:00 Lewis Hamilton á ráspól á Spa Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í tímatökunni fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á Spa brautinni á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 26. ágúst 2017 12:45 Raikkonen og Hamilton fljótastir á æfingum í Belgíu Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina á Spa brautinni. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 25. ágúst 2017 18:45 Hamilton: Það er mikill heiður að jafna met Schumacher Lewis Hamilton náði sínum 68. ráspól á ferlinum í dag og jafnaði þar með met Michael Schumacher. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. ágúst 2017 19:15 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton minnkaði forskot Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í sjö stig. Spennan er því gríðarleg þegar átta keppnir eru eftir á tímabilinu. Bilið á milli Hamilton og Vettel varð varla meira en tvær sekúndur alla keppnina og spennan var mikil alla keppnina. Ræsingin var afar spennandi og í kjölfar hennar gerði Vettel tilraun til að taka fram úr Hamilton en Hamilton varðist mjög vel. Engin breyting var á sætum fyrstu manna í ræsingu. Hamilton og Vettel sigldu tiltölulega auðan sjó í upphafi keppninnar. Það var greinilegt að meistaraefnin voru í sérflokki. Max Verstappen missti afl á áttunda hring. Han þurfti að nema staðar á brautinni fyrir framan haf hollenskra stuðningsmanna sem komu til Belgíu til að styðja sinn mann. Hann hefur nú fallið úr leik í sex af 12 keppnum á árinu.Það var grátlegt að horfa á Max Verstappen þurfa að hætta keppni fyrir framan appelsínugula stúku, fulla af 80.000 hollenskum aðdáendum hans.Vísir/GettyÖkumenn hófu að týnast inn á þjónustusvæðið í kringum 10 hring til að fá mjúk dekk undir. Fremstu menn voru lengur út á brautinni. Hamilton kom inn á 13. hring en Vettel hélt áfram að aka um brautina. Bottas kom inn á 14. hring og fékk gulmerktu mjúku dekkin undir. Vettel kom inn á 15. hring og fékk gul mjúk dekk undir. Hann kom út á brautina um það bil fjórum sekúndum á eftir Hamilton en með tveimur hringjum yngri dekk. Það var dýrkeypt hjá Ferrari að bíða með að taka Vettel inn. Raikkonen kom svo inn á 16. hring. Raikkonen fékk svo 10 sekúndna refsingu fyrir að hægja ekki á sér undir gulum flöggum sem veifað var þegar Verstappen nam staðar. Eftir að hafa tekið út refsinguna var Raikkonen kominn í sjöunda sæti úr því fjórða. Vettel leið greinilega betur í upphafi á mjúku dekkjunum. En bilið á milli þeirra hékk í kringum tæplega tvær sekúndur frá 17. hring og fram yfir miðbik keppninnar þangað til á 30. hring þegar öryggisbíllinn kom út. Samstuð Force India manna olli því að öryggisbíllinn kom út á 30. hring. Sergio Perez þrengdi að liðsfélaga sínum og braut með því afturvænginn og sprengdi hægra afturdekk á eigin bíl. Perez átti alla sök í máli. Nánast allir ökumenn skelltu sér inn á þjónustusvæðið. Öryggisbíllinn kom inn undir lok 33. hrings. Þegar 11 hringir voru eftir var Hamilton á mjúkum dekkjum en Vettel á últra-mjúkum sem eiga að vera talsvert hraðari. Þar að auki var hópurinn orðinn ansi þéttur fyrir aftan öryggisbílinn. Vettel var kominn upp að hlið Hamilton en missti af tækifærinu inn í fimmtu beygju brautarinnar. Á sama tíma tóku Daniel Ricciardo og Raikkonen fram úr Bottas, báðir í einu. Bilið á milli Hamilton og Vettel rokkaði frá einni og upp í eina og hálfa eftir að jafnvægi komst á kappaksturinn eftir að öryggisbíllinn fór inn. Engin breyting varð á stöðu fremstu manna síðustu hringina en bilið var lítið og spennan mikil.
Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel framlengir við Ferrari til 2020 Sebastian Vettel mun aka fyrir Ferrari næstu þrjú árin. Tilkynning um samninginn var gefin út í Belgíu þar sem fyrsti kappasturinn eftir sumarfrí fer fram um helgina. 26. ágúst 2017 13:00 Lewis Hamilton á ráspól á Spa Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í tímatökunni fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á Spa brautinni á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 26. ágúst 2017 12:45 Raikkonen og Hamilton fljótastir á æfingum í Belgíu Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina á Spa brautinni. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 25. ágúst 2017 18:45 Hamilton: Það er mikill heiður að jafna met Schumacher Lewis Hamilton náði sínum 68. ráspól á ferlinum í dag og jafnaði þar með met Michael Schumacher. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. ágúst 2017 19:15 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel framlengir við Ferrari til 2020 Sebastian Vettel mun aka fyrir Ferrari næstu þrjú árin. Tilkynning um samninginn var gefin út í Belgíu þar sem fyrsti kappasturinn eftir sumarfrí fer fram um helgina. 26. ágúst 2017 13:00
Lewis Hamilton á ráspól á Spa Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í tímatökunni fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á Spa brautinni á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 26. ágúst 2017 12:45
Raikkonen og Hamilton fljótastir á æfingum í Belgíu Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina á Spa brautinni. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 25. ágúst 2017 18:45
Hamilton: Það er mikill heiður að jafna met Schumacher Lewis Hamilton náði sínum 68. ráspól á ferlinum í dag og jafnaði þar með met Michael Schumacher. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. ágúst 2017 19:15