Enski boltinn

Everton hélt upp á komu Gylfa með 2-0 sigri í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson sá nýju lærisveinana vinna góðan sigur í kvöld. Hér heilsar hann stuðningsmönnunum fyrir leikinn.
Gylfi Þór Sigurðsson sá nýju lærisveinana vinna góðan sigur í kvöld. Hér heilsar hann stuðningsmönnunum fyrir leikinn. Vísir/AFP
Everton vann tveggja marka heimasigur í fyrri leik sínum á móti króatíska liðinu Hadjuk Split í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Everton vann leikinn 2-0 á Goodison Park í kvöld og er því langt frá því að vera öruggt með sæti í Evrópudeildinni enda seinni leikurinn eftir í Króatíu.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins fyrir leikinn og fylgdist með nýju liðsfélögunum síðan úr stúkunni.

Bæði mörk Everton-liðsins komu í fyrri hálfleiknum. Miðvörðurinn Michael Keane skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á 30. mínútu og Idrissa Gueye skoraði síðan annað markið á 45. mínútu eftir stoðsendingu frá Wayne Rooney.

Everton spilaði vel fyrsta klukkutímann en gaf svo eftir. Það hefði munað miklu um það að ná inn fleiri mörkum í seinni hálfleiknum en þeir verða vonandi með Gylfa Þór Sigurðsson í búning í seinni leiknum í næstu viku.

Markvörðurinn  Jordan Pickford átti líka mjög góðan leik fyrir Everton og sá til þess að Króatarnir sluppu ekki heim með mikilvægt útivallarmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×