Fjölgað um sex þúsund á 30 árum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 20:00 Bæjarstjórinn tók á móti forsetahjónunum í afmælisveislu bæjarins í dag. vísir/sigurjón Þann 9. ágúst 1987 breyttist Mosfellssveit í Mosfellsbæ þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Þá bjuggu tæplega 3900 íbúar í Mosfellshreppi en í dag er Mosfellsbær sjöunda stærsta sveitarfélag landsins. Og nú í sumar flutti tíuþúsundasti íbúinn í bæinn. Og þeim mun fjölga um þúsundir á næstu árum enda mikil uppbygging í gangi í bænum. Helgafellshverfið er nú að rísa hratt og þegar það verður fullbyggt munu þar búa um þrjú þúsund íbúar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, segir víða verið að byggja. „Mosfellsbær er landmikið sveitarfélag og getur fullbyggður orðið á stærð við Kópavog. En það gerist á mörgum árum og áratugum.“ Fjölgun íbúa hefur fylgt uppbygging innviða, svo sem grunnskóla og íþróttamannvirkja. En þrátt fyrir kaupstaðarréttindin einkennist bærinn af því að vera sveit í borg - og þannig vill fólk hafa það áfram. „Við erum gamalt og gróið sveitarfélag. Við viljum vera sveit. Varðveita náttúruna, árnar og fellin. Við þurfum að vanda okkur til að bærinn byggist upp í sátt við umhverfið og náttúruna og það ætlum við að gera.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reed, komu í opinbera heimsókn í Mosfellsbæ í dag til að fagna afmælinu með bæjarbúum. Þau fengu heldur betur að upplifa sveitina í borginni í gróðrarstöðinni Dalsgarði - þar sem ungir íbúar Mosfellsbæjar tóku fagnandi á móti þeim. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Þann 9. ágúst 1987 breyttist Mosfellssveit í Mosfellsbæ þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Þá bjuggu tæplega 3900 íbúar í Mosfellshreppi en í dag er Mosfellsbær sjöunda stærsta sveitarfélag landsins. Og nú í sumar flutti tíuþúsundasti íbúinn í bæinn. Og þeim mun fjölga um þúsundir á næstu árum enda mikil uppbygging í gangi í bænum. Helgafellshverfið er nú að rísa hratt og þegar það verður fullbyggt munu þar búa um þrjú þúsund íbúar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, segir víða verið að byggja. „Mosfellsbær er landmikið sveitarfélag og getur fullbyggður orðið á stærð við Kópavog. En það gerist á mörgum árum og áratugum.“ Fjölgun íbúa hefur fylgt uppbygging innviða, svo sem grunnskóla og íþróttamannvirkja. En þrátt fyrir kaupstaðarréttindin einkennist bærinn af því að vera sveit í borg - og þannig vill fólk hafa það áfram. „Við erum gamalt og gróið sveitarfélag. Við viljum vera sveit. Varðveita náttúruna, árnar og fellin. Við þurfum að vanda okkur til að bærinn byggist upp í sátt við umhverfið og náttúruna og það ætlum við að gera.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reed, komu í opinbera heimsókn í Mosfellsbæ í dag til að fagna afmælinu með bæjarbúum. Þau fengu heldur betur að upplifa sveitina í borginni í gróðrarstöðinni Dalsgarði - þar sem ungir íbúar Mosfellsbæjar tóku fagnandi á móti þeim.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira