Spá hátt í 20 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu síðar í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2017 10:37 Spákort miðvikudagsins lítur bara alveg ágætlega út. veðurstofa íslands. Það má segja að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langeygir eftir sumarveðri á meðan íbúar á Norður- og Austurlandi hafa sleikt sólina og notið blíðviðris undanfarna daga. Hlýjasti dagur ársins var til að mynda á laugardag en meðalhiti var þá 13,2 stig samkvæmt bloggfærslu Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Blíðan fyrir norðan og austan hefur án skipt máli í þeirri hitatölu en hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á þessu ári til þessa mældist á fimmtudaginn á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 25,9 stig. Höfuðborgarbúar geta þó farið að taka fram stuttbuxurnar og sólgleraugun því síðar í vikunni er spáð sólríku veðri og hátt í 20 stiga hita en í dag verður áfram hlýjast norðaustan til og gæti hitinn þar farið í allt að 25 gráður á stöku stað.Hvassviðri í kortunum sunnanlands á miðvikudag „Þetta lítur bara vel út í vikunni. Það er austlæg átt næstu daga, fram yfir miðja viku, og mjög hlýtt. Í dag og á morgun verður hlýjast á Norðausturlandi og það verður hlýjast á stöðum eins og í Ásbyrgi og annars staðar inn til landsins. Seinni hluta vikunnar fer að snúast í norðaustan átt og strax á morgun má búast við þokulofti við austurströndina og á fimmtudag er spáð einhverri rigningu en þó verður áfram fínasta veður hér vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Helga segir að það verði frekar sólríkt sunnan og vestan til en þó ekki eins hlýtt og verið hefur norðaustan lands undanfarið. „Hitinn fer líklegast um og yfir 20 stig í uppsveitum á Suðurlandi og í Borgarfirði en hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki líklegt að hann fari yfir 20 stig þar sem við erum svo nálægt sjónum. En hitastigið gæti þó vel farið hátt í 20 stig,“ segir Helga. Hún bendir svo á að seint annað kvöld fari að hvessa á Suðurlandi þar sem ansi kröpp lægð verður suður af landinu. Því er spáð hvassviðri á Suðurlandi á miðvikudag og gæti orðið allhvasst undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Helga segir að fólk á húsbílum og með tengivagna ætti því að hafa varann á hyggi það á ferðalög á þessum slóðum á miðvikudag. Veðurhorfur í dag og á landinu næstu daga:Suðaustan 5-13 SV- og V-lands, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en skýjað S-til á landinu. Skúrir á stöku stað síðdegis.Hiti 10 til 25 stig, hlýjast á NA-landi.Á miðvikudag:Austlæg átt, 5-13 en 10-18 með suðurströndinni. Víða léttskýjað, en þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast vestanlands, en svalast í þokuloftinu.Á fimmtudag:Norðaustlæg átt, 5-15, hvassast suðaustantil. Skýjað um landið austanvert og við norðvesturströndina og dálítil rigning austast, en þurrt og bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast suðvestan til.Á föstudag:Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en skýjað með köflum um landið suðvestanvert og yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi veður.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og víða þokuloft norðantil, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestan til, en rigning fyrir austan. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast sunnanlands. Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Það má segja að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langeygir eftir sumarveðri á meðan íbúar á Norður- og Austurlandi hafa sleikt sólina og notið blíðviðris undanfarna daga. Hlýjasti dagur ársins var til að mynda á laugardag en meðalhiti var þá 13,2 stig samkvæmt bloggfærslu Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Blíðan fyrir norðan og austan hefur án skipt máli í þeirri hitatölu en hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á þessu ári til þessa mældist á fimmtudaginn á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 25,9 stig. Höfuðborgarbúar geta þó farið að taka fram stuttbuxurnar og sólgleraugun því síðar í vikunni er spáð sólríku veðri og hátt í 20 stiga hita en í dag verður áfram hlýjast norðaustan til og gæti hitinn þar farið í allt að 25 gráður á stöku stað.Hvassviðri í kortunum sunnanlands á miðvikudag „Þetta lítur bara vel út í vikunni. Það er austlæg átt næstu daga, fram yfir miðja viku, og mjög hlýtt. Í dag og á morgun verður hlýjast á Norðausturlandi og það verður hlýjast á stöðum eins og í Ásbyrgi og annars staðar inn til landsins. Seinni hluta vikunnar fer að snúast í norðaustan átt og strax á morgun má búast við þokulofti við austurströndina og á fimmtudag er spáð einhverri rigningu en þó verður áfram fínasta veður hér vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Helga segir að það verði frekar sólríkt sunnan og vestan til en þó ekki eins hlýtt og verið hefur norðaustan lands undanfarið. „Hitinn fer líklegast um og yfir 20 stig í uppsveitum á Suðurlandi og í Borgarfirði en hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki líklegt að hann fari yfir 20 stig þar sem við erum svo nálægt sjónum. En hitastigið gæti þó vel farið hátt í 20 stig,“ segir Helga. Hún bendir svo á að seint annað kvöld fari að hvessa á Suðurlandi þar sem ansi kröpp lægð verður suður af landinu. Því er spáð hvassviðri á Suðurlandi á miðvikudag og gæti orðið allhvasst undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Helga segir að fólk á húsbílum og með tengivagna ætti því að hafa varann á hyggi það á ferðalög á þessum slóðum á miðvikudag. Veðurhorfur í dag og á landinu næstu daga:Suðaustan 5-13 SV- og V-lands, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en skýjað S-til á landinu. Skúrir á stöku stað síðdegis.Hiti 10 til 25 stig, hlýjast á NA-landi.Á miðvikudag:Austlæg átt, 5-13 en 10-18 með suðurströndinni. Víða léttskýjað, en þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast vestanlands, en svalast í þokuloftinu.Á fimmtudag:Norðaustlæg átt, 5-15, hvassast suðaustantil. Skýjað um landið austanvert og við norðvesturströndina og dálítil rigning austast, en þurrt og bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast suðvestan til.Á föstudag:Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en skýjað með köflum um landið suðvestanvert og yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi veður.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og víða þokuloft norðantil, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestan til, en rigning fyrir austan. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.
Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent